Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. mars 1986 Tíminn 17 i t ! að gleyma öllum kúrum, étur Is- abella Rosselini eins og hún getur í sig látið. Meðan verið var að taka upp myndina ..Hvítar nætur" skófl- aði hún í sig steiktri lifur með lauk. enda ofbauð fylgdarmönnum hennar frá Lancome. Henni hefur gengið misjafnlega í skiptum við hitt kynið. - tvö hjónabönd eru að baki og minnir það á móðurina, Ingrid Bergman. sem var þrígift. Hún flissaði aðeins, þegar minnst var á þær heitu nætur sem þau Mikhail Baryshnikov áttu saman, meðan á töku „Hvítra nótta" stóð. Rússneski balletsnill- ingurinn. sem sneri sér að hvíta tjaldinu, hafði svo sem ekkert á móti að vera orðaður við dóttur Ingrid Bergman. Anouschka Renzi, sem er dóttir Paul Hubschmied og Evu Renzi, hefur verið í opnunni hjá Playboy og leikur líka í „Kraftaverkinu;" guðhrædda Maríu mey ofan úr sveit. Börnin stækka og það fer ekki hjáforeldrunum néöðrum. Is- abella Rosselini segir; „Fyrst eru það bara axlirnar, sem eru mynd- aðar, svo er flíkin látin falla neðar og loks stendur maður kviknak- inn." Allir þekkja Raquel Welch, þótt þær þrjátíu myndir sem hún lék í þættu ekki allar mikil listaverk. Dóttir hennar Tahnee, veit ekki hver áhrif það mun hafa á feril hennar, að kyntáknið móðir henn- ar fór að láta frá sér pólitfskar yfir- lýsingar, sem voru í vinstri-frjáls- lyndum anda. „Menn eru þjakaðir af pólitíkusum, sem fá að ráðskast með þá eins og drasl." Isabella Rosselini lét líka til sín taka á sviði kvenréttinda: „Þar að auki tek ég þátt í mótmælagöngum vegna utanríkisstefnu Bandaríkjanna," ina Vanessu Redgrave á unga aldri í „ Wetherby“. segir hún. Jamie Lee Curtis veit ekki vel hvort hún á að haldn upp á hcilla- óskakortið frá Reagan forseta. en það stendur á arinhillunni hennar. Kannskc ætti hún að fleygja því í eldinn. Forsetinn sendi henni ham- ingjuóskirnar, þegar þau ChrisGu- cst giftu sig. Pau eru nefnilega harðir andstæðingar vígbúnaðar- stefnu Reagans. Þegar hún var 18 ára skrifaði hún í dagbókina sína; „Brjóstin á mér cru svo sem ekkert sérstök, cn þau tilheyra mér." Hún fékk færi á að nota leikskólareynslu sína í mynd- unum „Halloween" og „The Fog". Anouschka Renzi leikur i „Kraftaverk- inu“ og situr fyrir hjá Playboy. Isabella Rossellini er eilíflega minnt á módur sina. Þar var hún látin æpa af skclfingu í finuu mínútur og var kölluð „Drottning neyðarópanna”. En hún þénaði betur á þessu en Tony faðir hennar gerði nokkru sinni. í myndinni „Perfect" mun luín sýna á sérallar hliðar. Húncr framúrskar- andi snjöll í músíkleikfimi og mun þarna rykkja sér af krafti ásamt John Travolta. Enginn vcit hvað framtíðin ber í skauti sér og ckkert cr „perfect," cða fullkomið, - ekki hcldur myndin „Perfect". Því er rétt að geyma kortið frá Reagan, því ef kvikmyndaferlinum lýkur snögglega má alltaf fara í pólitík- ina. GULLIBETRI f Umsjón: Þórmundur Bergsson, Heimir Bergsson Innanhússknattspyrna er nú á krossgötum - FIFA hefur samið alþjóðareglur og hyggst reyna að koma leiknum undir sína stjórn Það er ekki bara á Islandi sem innanhússknattspyrna nýtur mikilla vinsæida heldur er íþróttin stunduð af krafti í flestum löndum heims. Raunar hefur leikurinn löngum ver- ið dulítið vandamál því reglur og lög um innanhússknattspyrnumót hafa jafnan verið eins mörg og mótin sjálf. Nú er Alþjóðaknattspyrnusam- bandið (FIFA) hinsvegar komið með fingurna í málið og hyggst sam- bandið reyna að ná völdum yfir stjórnun og skipulagningu leiksins á þessu ári. Nefnd á vegum FIFA hefur nýlega lokið við að koma saman alþjóða- reglum um innanhússknattspyrnu og vonast með því að koma íþróttinni undir sína stjórn. Hinar nýju reglur eru raunar byggðar að verulegu leyti á reglum hins almenna knattspyrnuleiks og t.d. er í þeim bönnuð notkun borða við hliðar- og endalínur. „Við urðum að koma reglu á þessa óreiðu. Knattspyrnuheimurinn bjóst við að við gerðum eitthvað í þessu máli og það höfum við nú þegar gert,“ sagði Joseph Blatter fram- kvæmdastjóri FIFA er hann var spurður um hinar nýju reglur. Blatter sagði mjög ólíkar reglur gilda í innanhússknattspyrnu og færi það mikiö eftir í hvaða hluta heims- ins leikurinn væri spilaðui. Rcglur í Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum væru til dæmis mjög ólíkar og það hefði gert verk nefndarinnar snúiö og vandasamt. Annars sagði Blatter hugtakið „innanhússknattspyrna" vera á mis- skilningi byggt þarsem leikurinn færi síður en svo alltaf fram innanhúss. Hann benti á þessu til skýringar að í borg eins og Hong Kong væri heil deildarkcppni í míni-knattspyrnu utanhúss. „Reglurnar munu því ckki einung- is eiga við innanhússknattspyrnu heldur munu þærstanda fyrir „knatt- spyrna á litlu svæði" í reglubókinni", sagði Blatter. Eins og málum cr háttað í dag cr íþróttin ansi ólík eftirlöndum. í Suð- ur-Amcríku er t.d. lcikið án hliðar- og bakborða á mcðan Bandaríkja- menn og Ástralíumcnn leika svipað og við íslendingar þ.c. með „böttum". Aftur á móti hefur leikur- inn á meginlandi Evrópu nokkra sér- stöðu því þar eru skipuleggjendur keppnanna allir með sínar sérreglur sem þeim þykir sjálfum vænleg- astar til þess að laða að áhorfendur og auka þar með gróðann. Nú vill FIFA reyna að ná völdum yfir þessari íþrótt og hyggst gera það með því að fá knattspyrnusamband hvers lands til að reyna að koma leiknum undir sína stjórn. Líklegt þykir þó að þessar tilraun- ir FIFA komi til með að mæta mikilli andstöðu, sérstaklega frá Alþjóða- innanhússknattspyrnusambandinu (FIFUSA) en þau samtök hafa að- setur sitt í Brasilíu. Ráðamenn í FIF- USA segja aðildarríki samtakanna vera fimmtíu talsins en raunar er aðeins eitt þessara aðila evrópskt þ.e. innanhúsknattspyrnusamband Spánar. FIFA hugðist kynna nýju reglurn- ar í innanhússknattspyrnumóti er halda átti í Hollandi í apríl næstkom- andi en því hefur nú vcrið aflýst þar sem Brasilíumcnn hafa hætt við að koma til mótsins. Viðræður eru nú í gangi milli FIFA ogFIFUSA og von- ast ráðamenn fyrrnefnda sambands- ins til þess að útkoman úr þcim verði sú að innanhússleikurinn vcrði settur undir stjórn FIFA en haldi þó sjálf- stæði sínu gagnvart „alvöru" knatt- spyrnuleiknum. Hinar nýju reglur FIFA gera ráð fyrir að innanhússknattspyrnan cll- egar smáleikurinn vcrði leikinn á velli sem er 20 sinnum 40 metrar að stærð og markverðirnir verja mörk sem eru 3 metrar milli stanga og 2 mctrar á hæð. Fimm leikmenn eru í hverju liði og þar af einn í marki. Leikið er í 2 sinnum 25 mínútur. Heimsmeistarakeppni í innan- hússknattspyrnu hefur reyndar þeg- ar verið haldin af hinum óháðu sam- tökum, fyrst í Brasilíu árið 1982 og á Spáni á síðasta ári. Brasilíumenn unnu í bæði skiptin. Þar var reyndar byrjað að leika innanhússknatt- spyrnu árið 1948 og iðka nú um 12 milljónir-njanna lcikinn þar í landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.