Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Sunnudagur 16. mars 1986
ísleifur Jónsson verkfræöingur stjórnar undirbúningi
að byggingu raforkuvers í Djibouti
KRAFLA
í AFRÍKU
ísleifur Jónsson var um aldarfjórðung yfirmaður Jarðborana ríkisins en hefur auk þess
unnið merkt brautryðjendastarf á vegum Sameinuðu þjóðanna víða um heim.
íslenskur verkfræðingur, ísleifur
Jónsson, starfar nú á vegum Samein-
uðu þjóðanna í Djibouti í Afríku við
að undirbúa byggingu gufuraf-
orkuvers.
ísleifur, sem í 25 ár var yfirmaður
Jarðborana ríkisins, er verkefnis-
stjóri þessa verkefnis og sagði hann í
samtali við Tímann að hér væri um
að ræða eins konar Kröfluvirkjun.
Aðstæður í Djibouti eru að mörgu
leyti líkar því sem gerist á Reykja-
nesi. Landið er eldfjallaland og þar
er að finna háhitasvæði scm hentug
eru til virkjunar.
Síðast varð eldgos í Djibouti árið
1978 en þá gaus úr jarðsprungu ekki
ósvipað þvi sem átt hefur sér stað í
Kröflueldum nema í mun minna
mæli.
„Eftir tveggja ára undirbúnings-
starf erum við nú að fara út í boranir
en verkið hefur tekið lengri tíma en
áætlað var í fyrstu," sagði fsleifur.
„Við búumst við að verkefninu
verði lokið eftir um það bil tvö ár og
þá verði hægt að fara að framleiða
hér rafmagn með gufuafli."
Það rafmagn sem nú er til staðar í
Djibouti kemur frá dieselstöð en hún
framleiðir á milli 30 og 40 megawött.
ísleifur sagði að ætlunin væri að
bora fjórar holur sem eru nákvæm-
lega eins og þær sem boraðar hafa
verið á Nesjavöllum við Þingvalla-
vatn og við Kröflu.
Þær verða um tvö þúsund metra
djúpar og við vonumst til að ná úr
þeim umtalsverðri orku.
Þessa dagana eru ísleifur og að-
stoðarmenn hans hins vegar að
kanna svæði sem aldrei hafa verið
könnuð áður.
Þetta er ekki fyrsta verkefnið sem
fsleifur vinnur á vegum Sameinuðu
þjóðanna.
Hann stjórnaði á sínum tíma bor-
un á fyrstu tveim gufuholum sem
boraðar voru í Mið-Ameríku og
skipulagði síðar jarðhitarannsóknir í
Tyrklandi og var auk þess í tvö ár
framkvæmdastjóri jarðhitarann-
sókna í Kenýa.
Þar undirbjó hann meðal annars
byggingu fyrstu jarðgufurafstöðvar í
Afríku.
Eiginkona ísleifs, Birna Kristjáns-
dóttir dvelst með honum í Djibouti
en þeim til aðstoðar er íslensk stúlka
Sólbjörg Sólversdóttir að nafni.
Heita vatnið í Djibouti þarf ekki
að nota til húshitunar því þetta er
einn heitasti staðurinn á allri jörð-
inni. Yfir sumarmánuðina frá maí til
september fer hitinn mjög sjaldan
niður fyrir 30 stig.
Aðspurður sagði ísleifur að þau
hefðu það gott. Maður hefði viljað
að þetta gengi betur en við því er lít-
ið að gera.
Ef þið skrifið eitthvað um þetta þá
verð ég að fá að nota tækifærið og
biðja ykkur fyrir kveðjur til ættingja
og vina heima á íslandi.“
J.Á.Þ.
ísleifur ásamt
nokkrum aft-
stoðarmanna
sinna. Allar
aðstæður tii
að beisla
gufuna eru
frumstæðar
en þrátt fyrir
það miðar
verkinu
áfram.
I
Víða í Afríku
er að finna
óhemju orku í
formi jarðhita.
Nú er mikið
kapp lagt á að
nýia þessa
orku til raf-
orkufram-
leiðslu.