Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. mars 1986
Tíminn 7
9:£SE£ Leitin að fjársjóðnum
eru grafnir í jöröu á I ■ r Æ I ■
'ásrrss. endaoi i fangelsi
Richard Knight nýslopp-
inn úrfangelsinu. „Yfirvöld
í Vietnam munu ekki geta
fundið fjársjóðinn án
minnar hjálpar."
Enskur ævintýramaður að nafni
Richard Knight hefur í mörg ár verið
í fjársjóðaleit. Eitt aðaláhugamál
hans hefur verið að finna fjársjóð
sem talið er að hinn frægi skipstjóri
og sjóræningi William Kidd hafi falið
á eyju skammt undan Vietnam.
Eftir þriggja ára rannsóknir, sem
aðallega fóru fram á bókasöfnum,
taldi Knight að hann væri búinn að
leysa gátuna. Með því að bera saman
gömul sjókort sem Kidd átti að hafa
notað og ljósmyndir sem teknar voru
úr gervitunglum af eyjunum undan
ströndum Kampucheu og Vietnam
taldi Knight að ein eyja væri mun lík-
legri en allar aðrar sem til greina
komu. Þetta var Hon Tre Lon, lítil
eyja um 50 sjómílur suðvestur af Vi-
etnam.
Brösuglega gekk að fjármagna
leiðangurinn þar sem flestir töldu að
Knight væri ekki með réttu ráði.
Flestir könnuðust að vísu við frá-
sagnir af Kidd skipstjóra eða kaptein
Kidd en að unnt reyndist að finna
fjársjóð sem hann hefði hugsanlega
grafið á einhvcrri eyðieyju í lok
sautjándu aldar væri einum of mikil
bjartsýni. Kapteinn Kidd var eins og
kunnugt er dæmdur til dauða í
Lundúnum árið 1701 fyrir sjórán og
væri þessi ellilífeyrir hans því búinn
að liggja lengi í jörðu.
Samkvæmt rituðum heimildum
meðal annars frá sjómönnum, sem
höfðu verið samferða Kidd, átti fjár-
sjóður sem var afrakstur margra
sjórána að hafa verið grafinn í jörðu
á eyju í Thailandsbuktinni og var
verðmæti hans ekki undir fimmtán
milljónum punda eða tæpur mill-
jarður íslenskra króna.
Knight tókst þó að lokum að út-
vega skip í Thailandi til fararinnar en
áður hafði hann farið þess á leit við
yfirvöld í Vietnam að hann fengi
leyfi til grafa eftir fjársjóðnum þar
sem hann taldi hann vera.
Yfirvöld voru sein á sér að svara
þessari beiðni og að lokum lét hann
til skarar skríða án þess að hafa til
þess formlegt leyfi.
i
Hjálparkokkurinn
sem þreytist aldrei
á því að hafa hreint og fínt í kringum sig
Effco þurrkan er ómissandi við
eldhússtörfin. Hún hjálpar þér að
halda eldhúsinu hreinu og fínu,-
sama á hverju gengur. Effco þurrk-
an gerir öll leiðinlegustu eldhús-
störfin að léttum og skemmti-
legum leik. Það verður ekkert mál
að ganga frá í eldhúsinu eftir elda-
mennskuna, borðhaldið og upp-
vaskið. En Effco þurrkan er ekki
bara nothæf í eldhúsinu. Hotaðu
hana til að þrífa bílinn, bátinn eða
taktu hana með þér í ferðalagið.
Það er vissara að hafa Effco
þurrkuna við hendina.
Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum
og verslunum.
,Ol
S
Bl
VÉLSLEDAMÓNUSTAN
Viðgerðaþjónusta fyrir vélsleða og minni háttar snjóruðningstaeki
FRAMTÆKNI s/f
Skemmuveg 34 N - 200 Kópavogur
Sími 64 10 55
Þetta reyndist hin mesta skyssa því
Knight og aðstoðarmcnn hans voru
handteknir skammt undan strönd
Vietnam og dæmdir til fangelsisvist-
ar og hárra fjársekta vegna fyrirhug-
aðs fornleifagröfts.
Eftir eins árs dvöl í fangelsi í Viet-
nam tókst Knight að fá sig lausan og
hefur nú lagt hugmyndina um fjár-
sjóðsleitina að jnestu á hilluna.
Fornleifafræðingar frá Saigon
rnunu þó í framhaldi af þessari til-
raun hafa gert athuganir á cyjunni án
þess að. verða nokkurs vísari um
fjársjóö kapteinsins.
„Það er slæmt að fá ekki að sann-
prófa hvort niðurstöður mínar eru
réttar. Án þess að hafa þær upplýs-
ingar sem ég hcf safnað saman með
rannsóknum mínum efast ég um að
yfirvöldum í Vietnam takist nokkurn
tímann að finna fjársjóðinn ef hann
cr þá á annað borð til,“ segir
Knight sem enn er sestur að á bóka-
söfnunum í Lundúnum í lcit að fjár-
sjóðum.
Smiðir - húsby ggj endur
Hafið þið kynnst PELLOS SPÓNAPLÖTUNUM
okkar?
Þær eru framleiddar af finnskum snillingum sem
kunna sitt fag
SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR
SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033