Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 24
Fella tvær
oghálfa
millj. af
kengúrum
Áströlsk yfirvöld hafa ákvcðið að
drepa 2,68 milljónir af kengúrum á
þessu ári og er þaö 700 þúsundum
fleira cn á síðasta ári. Þetta eru
mestu dýraveiðar í heimi.
í Queensland á að fella 1,38 millj-
ón dýr og cr það 400 þúsundum
minna en stjórnin hafði lagt til.
Fjöldi kengúra í Ástralíu hefur auk-
ist um 35 prósent frá síðasta ári og
ere þær nú taldar vera 17 milljónir.
Þær cru því nokkru fleiri en íbúar
Ástralíu.
Umhverfisverndarmenn scgja að
markmiðið með drápunurn á keng-
úrunum sc fremur ábati af sölu kjöts
og skinna en að koma í veg fyrir spill-
ingu lands af þeirra völdum.
„Það eru cngar sannanir fyrir því
að kengúrurnar séu flciri í Queens-
land cn í öðrum landshlutum," segja
talsmenn Greenpcace. Qucensland
er ncfnilcga með hæsta kvótann, en á
eftir kemur Nýja Suður Wales,
sem þó mun fella 700 þúsund l'ærri
dýr en lagt var til.
Pandaneykur
fjölbreytni
í mataræði
Kínverjar segjast nú hafa fundið
nýtt fóður handa risapöndunum sín-
um frægu og er það mikill sigur, því
pandan er í meira lagi matvönd.
Segja Kínverjar að vegna þessa
minnki hátttan á að stofninn deyi út.
Þessir hvítu og svörtu birnir, sem
lifa í miðju Kína eru nú ekki nema
um eitt þúsund talsins. Þeir hafa til
þessa fúlsað við öllu æti nema laufum
svoncfnds sverðbambuss, en bamb-
usinn er nú orðinn vandfenginn, þar
sem hann hefur tekið að blóm’stra og
deyja þar mcð.
Dýrafræðingar hafa sem sé komist
að því að pandan er reiðubúin að éta
innfluttan rúg og ætti hann að geta
komið í veg fyrir hungursneyð meðal
dýranna.
Bylgja sjálfsmorða
meðal japanskra ungmenna
Fimmtán ára gamall japanskur
skóladrcngur, sem fyllst hafði ör-
væntingu vcgna væntanlegs há-
skólaprófs, hengdi sig í herbergi sínu
nú á dögunum.
Drengurinn hripaði orösendingu á
miða scm hljóðaði þannig: „Ég
treysti mér alls ekki í prófið." Hann
hengdi sig í beltinu af japanska
glímubúningnum sínum.
Dauði hans var aðeins enn eitt til- •
felli í bylgju sjálfsmorða meðal ung-
menna í Japan að undanförnu, sem
stafa af þeim geigvænlega þrýstingi
sem skólakerfið bakar ungmennun-
um. Hafa uppeldisfræðingar og for-
eldrar reynt að hafa þau áhrif á lög-
gjafarvaldið að breytingar til bóta
veröi gerðar. Lögreglan segir að
kennarar drengsins og foreldrar hafi
enga hugmynd haft um þá örvænt-
ingu sem hann bar í brjósti vcgna
prófsins. Pilturinn var talinn iðinn og
samviskusamur. Hann vann jafn-
framt námi sínu viö að aka út dag-
blaði á kvöldin. Nafn hanshefurekki
verið birt. Nokkrum dögum eftir að
drengurinn hengdi sig reyndi stúlka
að fyrirfara sér vegna prófkvíða með
því að stökkva niður á götu af þriðjú
hæð.
NŒAtHJ HOFUtw!
HVAÐ ER BETRA EN KÓKÓMJÓLK
1NESTI HANDA KRÖKKUNUM?
Hún er ekki bara góð á bragðið, hún inniheldur einnig ríkulegan skammt
af nauðsynlegum næringarefnum. Úr kókómjólkinni fá krakkamir
m.a. A- og B-vítamín, prótein, kalk og jám. Ekki veitir af
til styrktar vexti og vílja og viðhalds fullu fjöri.
NOTAÐU HÖFUÐIÐ
OG KAUPTU HOLLA
KÓKÓMJÓLK í KASSAVÍS
ALÆGRA VERÐ/
N
“W