Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 22

Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 22
22 Tíminn Sunnudagur 16. mars 1986 Winnie Mandela í fararbroddi í baráttunni: „Fótatak 30 milljóna manna 4 heyrist að baki okkar“ Siffiur Afríka. Apartheid. Að- skilnaðarstefna stjórnvalda hvíta minnihlutans sem niðurlaegir svarta meirihlutann og neitar honum um einföldustu mannréttindi. Alltaf öðru hverju gjósa upp blóðugar óeirðir vegna þessa ástands, sem engu að síður virðist litlum breyting- um taka. Þetta eru fréttirnarsem við fáum frá Suður-Afríku. Nú virðist óeirðaöldu, sem stóð þar vikum saman og við fengum dag- legar fréttir af í vetur, eitthvað hafa lægt í bili ef marka má fréttaflutning. Vafalaust á hún eftir að rísa á ný og hver veit hver úrslitin verða og hve- nær þau fást. Þegar Suður-Afríka var hvað mest í heimsfréttunum á liðnum vikum bar þar oft á góma mann sem setið hefur innan veggja fangelsis síðustu 24 árin og hefði fangavistin haft til- ætluð áhrif ætti hann að vera öllum gleymdur. Það er þó öðru nær. Nel- son Mandela er eins konar samein- ingartákn í augum svartra í Suður- Afríku. Árið 1962 var hann dæmdur til ævilangrar fangavistar fyrir þátt- töku í baráttu til að koma stjórn Winnie Mandela er giæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar og ómyrk í máli. Hún er í fararbroddi mikillar frelsishreyfingar svartra í Suður- Afríku og er þess fullviss að sigur hafist í baráttunni þó að hægt sækist. landsins frá. Vopnið í baráttunni var skemmdarverk á orkuverum. Árin á undan hafði hann margoft verið handtekinn og voru ákærurnar af ýmsu tagi, en margar þeirra byggðar á starfi hans með afríska þjóðarráð- inu, samtökum sem stjórnvöld hafa bannað. Síðan ævilanga fangavistin hófst hefur hann hins vegar ekki átt afturkvæmt út fyrir fangelsismúrana, þó að oft hafi gosið upp kvittur um að fyrir dyrum stæði að láta hann iausan. í fyrra fékk kvitturinn byr undir báða vængi þegar hann var lagður inn á sjúkrahús til blöðruháls- kirtilsaðgerðar, og enn sterkari varð orðrómurinn nú í vetur þegar stór- veldin skiptust á dæmdum njósnur- um. Þá gekk hann svo langt að til- kynnt hafði verið að honum yrði sleppt í því samhengi. Svo fór þó ekki. En boðskapur Mandela lifir meðal svartra landa hans og boðberinn er Winnie Mandela, eiginkona hans, sem stundum er kölluð „Móðir þjóðarinnar". Winnie Mandelaer49 ára að aldri, hefur verið gift Nelson í 28 ár, aldrei átt með honum heimili en alið honum tvær dætur, Zindzi 25 ára og Zeni 26 ára. Dæturnar sá faðir þeirra fyrst þcgar þær urðu 16 ára, þar sem suður-afrísk lög banna börn- um undir 16 ára aldri heimsóknir í fangelsi. Og auðvitað hefur hann aldrei augum litið barnabörn sín 3 og vill ekki trúa því að Winnie sé orðin amma! Winnie er glæsilegur fulltrúi manns síns og málstaðar fólks síns. Hún er þjóðfræðingur að mennt, en hefur aldrei fengið leyfi til að starfa í því fagi. „Menntun mín hefur enga merkingu í augum laganna. Vegna þess að ég er svört kona hef ég ekki einu sinni verið fjárhaldsmaður barnanna minna. Ég er ólögráða og verð ólögráða þangað til ég dey. Þannig er suður-afríska kerfið í reynd,“ segir Winnie. Og hún má ekki eiga land, hún hefur engin pólitísk réttindi. „Éger í sömu stöðu og afi minn sem aldrei hefur fengið að sjá hurðina á skóla- stofu," segir Winnie. En hún er þess fullviss að hún sé af síðustu kynslóð svartra í Suður-Afr- íku sem verði að berjast fyrir frelsi sínu. „Ég veit að við erum að berjast fyrir þjóðfélagi framtíðarinnar, þar sem við tökum öll þátt í að stjórna landinu okkar. Við erum að berjast fyrir því að deila völdum með þeim hvítu, þó að seint sé. Við erum svo göfuglynd að enn erum við að tala um að „deila valdinu" með þeim hvítu því að þegar allt kemur til alls eigunt við öll landið, hvítir og svartir..." Barátta Winnie hefur verið löng og hörð, ekki síður en manns hennar, sem orðinn er 64 ára. Hún segist sækja til hans mikinn baráttu- kraft í heimsóknum til-hans. Þessar heimsóknir eru einu sinni í mánuði og standa í 40 niínútur í senn. En ekki síður sækir hún baráttuþrek í þá fullvissu að: „að baki og til hliðar við okkur er fótatak þjóðar sem þyrstir eftir frelsi. Það er dynurinn af fóta- taki þessara 30 milljóna ntanna sem gefur mér þrek til að halda áfram baráttunni".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.