Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Drengur
lést
Fimm ára drengur lést á laugar-
dag, þegar hann varð fyrir bifreið
á Aðalgötu á Sauðárkróki.
Drengurinn var að koma af
skemmtun, og hljóp hann út á
götuna á milli tveggja kyrrstæðra
bíla og í veg fyrir jeppabifreið
sem ekið var eftir Aðalgötu. Tal-
ið er að hann hafi látist samstund-
is.
Nafn drcngsins sem lést er
Kjartan Ingi Einarsson til heimil-
is að Bröttuhlíð 68 Sauðárkróki.
- ES
Útboð
Stjórn verkamannabústaða í Kópavogi óskar eftir
tilboðum í lokafrágang 27 íbúða í þrem sambýlis-
húsum við Sæbólsbraut 26, 28 og 30 í Kópavogi.
Áætlað er að verkframkvæmdir á staðnum geti haf-
ist um mánaðamótin apríl/maí næstkomandi og að
þeim verði lokið 20. september 1986.
Verkið skiptist í eftirfarandi sérútboð.
D. Málun innanhúss
E. Innréttingar og smíði innanhúss
F. Gólfefni
Heimilt er að bjóða í einstaka hluta sérútboða sam-
kvæmt ákvæðum útboðsgagna.
Útboðsgögn eru afhent gegn skilatryggingu (kr.
5.000.- per sérútboð) á verkfræðistofu Guðmundar
Magnússonar, Hamraborg 7, 3ju hæð, Kópavogi,
sími 42200.
Tilboðum skal skila til stjórnar VBK, Fannborg 2, 3.
hæð, Kópavogi, eigi síðar en miðvikudaginn 2.
apríl 1986 kl. 14.00 og verða þau þá opnuð að við-
stöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Stöðvun tilrauna
með kjarnorkuvopn
Ljóst er að veruleg röskun verður á
dagskráSjónvarps og útvarps á næstu
dögum, vegna uppsagna rafeinda-
virkja hjá Ríkisútvarpinu. Þá er
skammt að bíða þess að einnig verði
vart við áhrif verkfallsins hjá Pósti og
síma, þar scm stór hluti þcirra raf-
eindavirkja sem þar vinna hafageng-
ið út.
Fundur sem haldinn var í gær með
fulltrúum fjármálaráðuneytis og
sveinafélagi rafeindavirkja skilaði
engum árangri.og ekki hefur verið
boðaður annar fundur.
Indriði Þorláksson í fjármálaráðu-
neytinu var á fundinum. Flann sagði
í samtali við Tímann í gær aö for-
sendur fclagsdómsins, sem úrskurð-
aði verkfallsboðun rafeindavirkja
ólöglega, hefðu borist í gær, og
heföu þær verið kynntar á fundinum.
„Við skýrðum okkar afstöðu í mál-
inu og vonumst til þess að þcir
muni skýra málið fyrir sínum fé-
lagsmönnum út frá forsendum
dómsins. Eftir því sem okkur hcfur
skilist þá l'óru þeir eftir fréttum í
ríkisfjölmiðlunum í sinni ákvörðun-
artöku fyrir helgi," sagði Indriði.
„Það kom ekkert út úr þessum
fundi með fjármálaráðuneytinu í
gær. Það sem lagt var fyrir félagsdóm
var hvort verkfallsboðun væri lögleg.
Við fylgdum þeim úrskurði, en upp-
sagnirnar eru til staðar," sagðir Þórir
■Hermannsson formaður.
Hann vildi bcnda á það að þessi
deila snýst ekki um kaup og kjör
heldur fyrst og frcmst um það hvort
ákvæði stjórnarskrárinnar haldi,
hvort menn mættu velja sér félög,
þ.e. hvort rafeindavirkjar séu
bundnir af samningum BSRB.
Þórir cr svartsýnn á það að deilan
lcysist í bráð. Nokkrir eru þegar
f tilefni af 70 ára afmæli Alþýðuflokksins var haldinn hátíðarfundur í Hótel Sögu síðastliðinn föstudag þar sem að
Jón Baldvin Hannibalsson núverandi formaður flokksins flutti m.a. ávarp. Fundinum bárust heillaóskir frá jafn-
aðarmiinnum erlendis frá. Mynd-Ámi Bjama
Alþýðuflokkurinn orðinn sjötugur
Síðastliðinn sunnudag var
minnst 70 ára afmælis Alþýðu-
flokksins með hátíðarfundi í Hótel
Sögu. Fundurinn hófst með því að
Lúðrasveit Verkalýðsins lék en síð-
an setti Jóhanna Sigurðardóttir,
varaformaður flokksins, samkom-
una formlega. Jón Baldvin Hanni-
balsson, formaður Alþýðuflokks-
ins Uutti ávarp og samfelldri
dagskrá, þarsem leikararogsöngv-
arar áttu hlut að máli, lauk með
fjöldasöng undir stjórn Fóst-
bræðra.
Á þessu ári eru liðin 70 ár frá
stofnun hvors tveggja Alþýðu-
flokksins, 16. mars 1916, og frá
stofnun Alþýðusambands íslands,
sem var stofnað 12. mars 1916.
Þessi samtök voru lengi vel tengd
sem skipulagsleg heild, eða allt til
ársins 1940.
farnir að leita sér að vinnu annars brögð en á þeim fundi sem haldinn
staðar. Hann sagði að sér litist ekki á var í gær.
blikuna ef ekki fengjust betri við- - ES
Uppsagnir rafeindavirkja:
Arangurslaus fundur
- lítil von til þess að samkomulag náist í bráð
rn VERKAMANNABUSTABIR I KOPAVOGI
'mli'S FANNBORG 2 (III H-EO SUÐURENDI) - SÍMI 91-45140
Laust embætti
Embætti skattstjóra Vesturlandsumdæmis er laust
til umsóknar og veitist frá 1. júlí 1986. Laun sam-
kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir
ásamt upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf
sendist tekjudeild fjármálaráöuneytisins, merktar
„staða 240“ fyrir 20. mars 1986.
Fjármálaráðuneytið, 17. mars 1986.
Samtök lækna gegn kjarnorkuvá
hafa sent frá sér fréttatilkynningu í
tilefni af því að frést hcfur að sovésk
stjórnvöld ætli einhliða að frant-
lengja hlé á tilraunum með kjarn-
orkuvopn geri Bandaríkjamenn slíkt
hið sama. Þarsegir. m.a.: „Mörgum
finnst scm aðeins hafi slaknað á
spcnnu milli stórveldanna síðustu
mánuði, leiðtogar hafa ræðst við í
fyrsta sinn í mörg ár, afvopnunarvið-
ræður standa yfir í Genf og fleiri já-
kvæð teikn hafa verið á lofti. Það
væri mikið áfall fyrir mannkyn ef
kjarnorkukapphlaupið hæfist aftur
af fullum krafti innan tíðar og því
einstætt tækifæri fyrir smærri þjóðir
að leggja sitt af mörkum til að svo
verði ekki Samtök íslenskra lækna
gegn kjarnorkuvá skora á almenning
á Islandi, íslensk stjórnvöld og full-
trúa erlendra ríkja í landinu að beita
áhrifum sínum við stjórnendur
kjarnorkuveldanna að þau taki
höndum saman um áð stöðva allar
tilraunir með kjarnorkuvopn. Jafn-
frarnt því, sem slíkt bann væri tilval-
ið á ári friðarins, en svo hafa Samein-
Þingtími styttist
VÉLSLEDAÞJÓNUSTAN
Viögeröaþjónusta fyrir vélsleöa og minni háttar snjóruöningstæki'
FRAMTÆKNI s/f
Skemmuveg 34 H - 200 Kópavogur
Sími 64 10 55
Senn líður að því að Alþingi ljúki
störfum í þetta skiptið. Gert er ráð
fyrir að yfirstandandi þingi ntuni
verða slitið í lok næsta mánaðar,
jafnvel síðasta vetrardag, 23.apríl.
Þessi skjótu þinglok helgast af vænt-
anlegum sveitarstjórnarkosningum.
Með tilliti til þess að páskaleyfi al-
þingismanna er enn ólokið þá er ljóst
að annríki verður á Alþingi næstu
vikur. Ríkisstjórnin hefur ekki enn
sent frá sér málaskrá þar sem þing-
málum er raðað í forgangsröð til
samþykktar, en forsætisráðherra
mun hafa lagt að ráðherrum að þeir
gerðu grein fyrir því hverjar þeirra
áherslur eru. Eins og jafnan munu
einhver mál verða að bíða næsta
þings. Ef nefna á einhver stjórnar-
frumvörp sem Ijóst er að hljóta sam-
þykki fyrir þinglok, þá má benda á
frumvarp um Seðlabanka, um sveit-
arstjórnarlög, um verðbréfamarkað,
um kosningalög, um veð o.fl.-
uðu þjóðirnar nefnt árið 1986, þá
vart annað betur fallið til að heiðra
minningu Olofs Palme."
Vesturlandsvegur:
BANASLYS
Banaslys varð á Vesturlands-
vegi á sunnudag um hádegi.
Volkswagen bifreið sem var á leið
til Reykjavíkur snarsnerist á veg-
inum í grennd við Blikastaði í
Mosfellssveit. Lada bifreið sem
var að koma úr gagnstæðri átt
lenti á hliðinni á Volkswagen bif-
reiðinni og valt hún við það þrjár
veltur og hafnaði loks á hliðinni.
Ökumaður sem var einn í bif-
reiðinni lést, að því er talið er
samstundis.
Fernt var í Lada bifreiðinni.
Karlmaður og þrjú börn. Þau
sluppu öll lítið meidd. Krapi og
hálka var á veginum þegar slysið
varð.
Ökumaðurinn sem lést hét
Helga Helen Andreassen, 35 ára
gömul til heimilis að Brattholti 6
Mosfellssveit. Helga var gift og
þriggja barna móðir. -ES.
-SS