Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Bretar bíða með öndina í hálsinum: Eru þau loksins trúlofuð, Andrew prins og Sarah Ferguson?! NÝLEGA BIRTUM við hér í speglinum mynd og smá- grein um Andrew prins og núverandi vinkonu hans, Sarah Ferguson (7. febr.) Þar var sagt frá bollaleggingum hinna konungshollu Breta um kvonfang prinsins, - hvort hann hefði nú lundið hina einu réttu konu. Nú um síðustu helgi varð uppi fót- urogfit í Englandi, því aðþærfréttir (óstaðfestar að vísu) bárust, að nú Susan Barrentcs nióðir Söru er gift argentínskum pólóspilara og millj- ónamæringi. Hún hefurekki mikið samband við dóttur sína. væri parið trúlofað, og ntyndi innan skamms gifta sig í Westminster Abb- ey. Það eru nú að verða 5 ár síðan síðast fór fram konunglegt brúðkaup í Englandi, en það var þegar Karl prins og Diana giftu sig í júlí '81. Sarah Ferguson var nýlega í skíða- ferðalagi með þeim Karli og Diönu á meginlandinu, og voru þá blaða- menn og Ijósmyndarar á fleygiferð upp og niður skíðabrekkurnar að reyna að ná myndum af fólkinu og þá ekki síður að ná tali af því og kallað- ar voru spurningar til þeirra, m.a. um trúlofun Andrew ogSögur. Pað fengust engin svör, en blaðafólkinu kom saman um að stúlkan væri svo hamingjusöm á svipinn, að hún væri áreiðanlega trúlofuð! Bæði Andrew og Sarah voru yfir helgina í Windsor kastala, og höfðu fréttamenn fyrir satt, að þau hefðu í santráði við drottningu verið að á- kveða giftingardaginn ogjafnvel sett upp hringana. „Þegar einhverjar fréttir eru og eitthvað til að segja frá, munum við tilkynna það," sagði tals- maður hirðarinnar við ágenga blaða- menn eftir helgina. Sjálf fór Sarah Ferguson til vinnu sinnar á mánudagsmorgun og svar- aði ekki fréttamönnum og Ijósmynd- urum sem þar biðu hennar öðru en „Góðan daginn", svo cnn er breskur almeningur engu nær um málið. Andrew prins er fjórði í röðinni um þjóðhöfðingjatign á Bretlandi. Andrew prins og Sarah á Derby- veðreiðunum. Sarah Fcrguson er 26 ára og þykir hin fallcgasta stúlka. Foreldrar hennar skildu fyrir 11 árum, og Susan móðir hennar giftist aftur til Argentínu, en Ferguson, major og uinsjónarmaður með verðlauna- hestum hirðarinnar, giftist aftur ungri konu (sem líka lieitir Susan) og hefur eignast þrjú börn með henni. Yngst cr Eliza litla, á fyrsta ári, en guðforeldrar hennar eru Karl prins og Diana. Þriðjudagur 18. mars 1986 UTLÖND FRÉTTAYFIRLIT PARIS — Laurent Fabius forsætisráðherra Frakklands bauðst til að segja af sér eftir að Ijóst var að kosningabanda- lag hægriflokkanna, sem eru í stjórnarandstöðu, hafði unnið nauman sigur í kosningunum síðastliðinn sunnudag. STOKKHOLMUR Sænska útvarpið sagði mann þann sem handtekinn var í síð- ustu viku vegna gruns um þátt- töku í morðinu á Olof Palme hafa verið formlega ákærðan fyrir að hafa átt aðild að morð- inu. SINGAPÚR — Björgunar- menn náðu að draga tvær kon- ur lifandi úr rústum hins fallna hótels í Singapúr. Þá hefur fimmtán manns verið bjargað úr rústunum en í gær var fjöldi látinna sagður tíu manns. JÓHANNESARBORG — Alls létu sautján manns lífið í átökum í Suður-Afríku um helgina og virðist svo sem mót- mælaaðgerðir svarta meirihlut- ans gegn aðskilnaðarlögum landins fari vaxandi. VATIKANIÐ — Jóhannes Páll páfi mun heimsækja sam- kunduhús gyðinga í Róm í næsta mánuoi og sögðu heim- ildarmenn innan Vatíkansins að með þessari heimsókn yrði brotið blað í samskiptum ka- þólsku kirkjunnar og gyðinga. Páfi mun heimsækja sam- kunduhúsið, sem er í miðborg | Rómar, á eftirmiðdegi þann 13. apríl næstkornandi. LISSABON — Einum 176 út- lendingum sem skæruliðar UN- ITA-hreyfingarinnartóku hönd- um fyrr í þessum mánuði hefur verið gefið frelsi og eru nú komnir heilu og höldnu til Zaire. NYJA DELHI — Þrátt fyrir gífurlega leit hefur lögreglunni ekki tekist að hafa uppá Char- les Sobhraj, alþjóðlegum glæpamanni sem tókst að laumast út úr öryggisfangelsi á Indlandi. BAHREIN - Siglingafulltrúi sagði flutninqaskip frá Kýpur hafa orðið fyrir flugskeytaárás' að hálfu Iraka og hefði kviknað í skipinu. Hið 118.475 tonna tankskip var að flytja olíu frá Khargeyju, sem er aðal- olíustöo Irana við Persaflóann. GENF — Ráðherrar OPEC ríkjanna sem nú þinga í Genf virðast ekki hafa komist að neinu samkomulagi um sam- ræmda stefnu í framleiðslu- málum. Þeir leystu úr vanda þessum á vanabundinn hátt í gær þegar sett var á laggirnar nefnd sérfræðinga sem kanna á málið í heild sinni. LUNDUNIR — Bretar iðuðu í skinninu í gær eftir nánari fréttum frá Buckinghamhöll eft- ir að fréttir bárust út þess efnis að prinsinn Andrew og vinkona hans Sarah Ferguson hefðu trúiofað sig og myndu giftast í Westminsterkirkjunni seinna á þessu ári. TOKYO — Japanskir emb- ættismenn reyndu að stöðva lækkun dollarans með því að hóta miklum kaupum á gjald- miðlinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.