Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Þriðjudagur 18. mars 1986 lllllUllllllUlll ÚTVARP/SJÓNVARP Skemmtanabankinn Þar sem allt er á huldu um dagskrá og útsendingar Ríkisút- varpsins í dag og ekki cr vitað hvort hún stenst eins og í auglýstri dagskrá er varlegt að fara að kynna dagskrárliði fyrirfram, sem ef til vill verður ekki út- eða sjónvarpað. Pess í stað gefinn gaumur að örfá- um dagskrárliðum helgarinnar. Dægurlagakeppnin hafði sinn gang og var til lykta leidd. Þjóðin hefur beðið í ofboðslegum spenn- ingi eftir úrslitunum. Kynningarn- ar fóru fram í síðustu viku og biðu allir spenntir eftir að sjá í hvaða múnderingum söngvararnir kæmu fram. Þeir voru allir sallafínir að vanda. í lokakeppninni voru allir Iíka svaka fínir, tónlistarmenn, dómar- ar, áhorfendur og lagasmiðir. Norsku stelpurnar voru líka flott og svo kunna þær að syngja, eru þrælmúsikalskar. Það var úr óskaplega vöndu að ráða fyrir dómarana, eins og fram kom aftur og aftur, enda keppnis- lögin öll aflrragðsgóð. En besta lag- ið sigraði eins og allir vita og al- heimsathyglin mun enn einu sinni beinast að Islandi þegar söngva- keppnin fer fram í Bergen í vor. Útför Olof Palme var í sjónvarp- inu mikinn hluta laugardags. Glöggur maður, sem fylgdist með allan tímann, telur að nú séu Norðurlandabúar búnir að fá nýjan Ólaf helga. Jarðarför forsætisráðherrans minnti meiráflokkshátíðen venju- lega jarðarför. Hið eina sent minnti á að Svíar eru kristin þjóð, er að vígðir menn fóru með ritningarorð og bæn við gröfina. Þar voru engir hljóðnemar nærri. Gömul upptaka með Savanna- tríóinu var í sjónvarpinu á sunnu- dagskvöld. Strákarnir voru hressir í þann tíð og sungu mörg lög og var auðvelt að greina á milli þeirra. Þeir voru ekki einasta lagvissir heldur kunnu þeir einnig að koma texta til skila. Það var öldungis óþarfi að hafa prentaðan texta með. Það er meira en sagt verður um eftirlætisgoð sjónvarpsins á þessum nýjustu og bestu tíntum. Prentaður texti verður að fylgja dægurlaga- söngvurum og Gísla á Uppsölum, svo að þeir sem læsir eru fái numið hvað er verið að flytja. Morgunútvarpið á mánudag var óvenju áheyrilegt. Þökk sé upp- sögnum. Þriðjudagur 18. mars 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Beta, heimsmeistarinn“ eftir Vigfús Björnsson. Ragnheiöur Steindórsdóttir les (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulurvelurog kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.40 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Úr söguskjóðunni - Viðhorf til kvenna á 18. og 19. öld. Umsjón: Sigrið- ur Jóhannsdóttir. Lesarar: Árni Snævarr og Sigrún Valgeirsdóttir. 11.40 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd Umsjón: Jónína Benediktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Á ferð um ísrael vorið 1985“ Bryndís Víglundsdóttir segir frá (2). 14.30 Miðdegistónleikar. a. Svita á a-moll op. 10 fyrir fiölu og hljómsveit eftir Christi- an Sinding. Arve Tellefsen leikur með Fil- harmóníusveitinni i Osló; Okko Kamu stjórnar. b. Pianókonsert i a-moll op. 16 eftir Edvard Grieg. Géza Anda leikur með Fílharmóníusveit Berlínar; Rafael Kube- lik stjórnar. 15.15 Bariðaðdyrum. EinarGeorg Einars- son sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Daqskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér - Edvard Fred- riksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristin Helgadóttir. 17.40 Ur atvinnulífinu- Iðnaður. Umsjón: Sverrir Albertsson og Vilborg Harðardótt- ir. 18.00 Neytendamál. Umsjón: Sturla Sigur- jónsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Guðmundur Heiðar Frímannsson talar. (Frá Akureyri) 20.00 Vissirðu það? - Þáttur í léttum dúr fyrir börn á öllum aldri. Stjórnandi: Guð- björg Þórisdóttir. Lesari: Árni Blandon. (Fyrst útvarpaö 1980) 20.30 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur þáttinn. 20.55 „Gneistar til grips" Knútur R. Magn- ússon les úr nýrri Ijóðabók eftir Kristin Reyr. 21.05 íslensk tónlist. a. Prelúdía, sálmalag og fúga eftir Jón Þórarinsson. Ragnar Björnsson leikur á orgel. b. „Canto" eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Háskólakórinn syngur; höfundur stjórnar. 21.30 Utvarpssagan: „í fjallskugganum" eftir Guðmund Daníelsson. Höfundur les (10). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnír. 22.20 Lestur Passiusálma (44). 22.30 Frá tónleikum Bach-akademíunnar í Stuttgart sl. sumar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. IHT 10.00 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna í umsjá Guðlaugar Maríu Bjarnadóttur og Margrétar Úlafsdóttur. 10.30 Morgunþáttur. Stjórnandi: Páll Þor- steinsson. 12.00 Hlé. 14.00 Blöndun á staðnum. Stjórnandi: Sig urður Þór Salvarsson. 16.00 Sögur af sviðinu. Þorsteinn G. Gunn- arsson kynnir tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. 17.00 Hringiðan. Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00,15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Þriðjudagur 18. mars 19.00 Aftanstund Endursýndur þáttur frá 10. mars. 19.25 Fjársjóðsleitin. Nýrflokkur- Fyrsti þáttur. (The Story of the Treasure Seek- ers) Breskur myndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir sigildri barna- og unglingabók eftir Edith Nesbit. Sagan gerist fyrir alda- mótin siðustu Sex systkini reyna með ýmsu móti að afla peninga til að hjálpa föður sínum sem er i fjárkröggum. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarpið (Television) 11. Hlátur- inn lengir lífið. Breskur heimildamynda- flokkur í þrettán þáttum um sögu sjón- varpsins, áhrif þess og umsvif um víða veröld og einstaka efnisflokka. I þættin- um er rakin saga gamanþátta og gaman- myndaflokka í sjónvarpi, allt frá Lucy Ball til Löðurs. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Þulur Guðmundur Ingi Kristjánsson. 21.30 I vargaklóm (Bird of Prey II). Annar þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur í fjórum þáttum. Aðalhlutverk Richard Griffiths. Tölvufræöingurinn Henry Jay á enn í vök aö verjast vegna baráttu sinnar við alþjóðlegan glæpgþring sem hann fékk veður af í tölvugögnum sínum. Þýð- andi Bogi Arnar Finnbogason. 22.20 Umræðuþáttur Umsjónarmaður Helgi H. Jónsson. 23.15 Fréttir i dagskrárlok. GÁMAFISKUR England - Frakkland Tökum á móti öllum tegundum af ferskum fiski til útflutn- ings í gámum. Kaupum á föstu verði eða ísum fyrir þá sem það vilja. Vikulegar sendingar beint til Hull. Upplýsingar í símum 52699, 51699 og 42078 eftir kl. 19.00 á kvöldin. HREIFI HF. Óseyrarbraut 9-11, Hafnarfirði Tilkynning frá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins Athygli er vakin á því, að afgjöld af jörðum og lóð- um í ríkiseign, með gjalddaga 31. desember 1985, falla í eindaga 31. mars nk. Hafi skil ekki verið gerð fyrir 1. apríl nk., reiknast á þau hæstu lögleyfðu dráttarvextir. Landbúnaðarráðuneytið, jarðadeild 14. mars 1986 Innflytjendur, heildsalar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, fer þess á leit við alla aðila, er annast innflutning á insúlín- sprautum, að þeir hafi samband við lyfjadeild ráðu- neytisins sem fyrst og eigi síðar en 21. mars n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 13. mars 1986. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrirfebrúarmánuð 1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. Fjármálaráðuneytið, 17. mars 1986. Laus staða Staöa fræðslustjóra í Vestfjarðaumdæmi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 15. apríl n.k. Staðan veitistfrá 1. júní 1986 Menntamálaráðuneytið, 14. mars 1986

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.