Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 16
‘nnim'iT 16 Tíminn| Stjórnmálaskólinn veröur starfandi á eftirtöldum dögum: íslensk haglysing Fimmtudag 20. mars kl. 20.30. Fyrirlesari er Þóröur Friöjónsson. Vinnumarkaður Mánudag 24. mars kl. 20.30. Fyrirlesari er Bolli Héðinsson. Sjávarútvegur Þriöjudagur 1. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Gylfi Gautur Pétursson. Landbúnaður Láugardag 5. april kl. 10.00. Fyrirlesarar eru Guðmundur Stefánsson og Hákon Sigurgrímsson. Iðnaður Mánudag 7. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Ingjaldur Hannibalsson. Utanríkismal Fimmtudag 10. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Þóröur Ægir Óskarsson. Opinber þjónusta Laugardag 12. apríl kl. 10.00. Fyrirlesarar eru Jóhann Einvarösson og Guðmundur Bjarnason. Sveitarstjórnarmál Mánudag 14. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Alexander Stefánsson. Framsóknarfélag Þorlákshafnar og Ölfuss boöar félagsmenn og stuöningsmenn til fundar sunnudaginn 23. mars í Félagsheimilinu kl. 13.00. Fundarefni: 1. Ákvörðun um framboðslista fyrir væntanlegar sveitastjórnarkosn- ingar. 2. Önnurmál. Undirbúningsnefnd. FRAMSOKN TIL FRAMFARA Skrifstofan í Eiðsvallagötu 6 er opin virka daga kl. 16.30 - 18.30. Síminn er 21180 og það er aHtaf heitt á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri rr.crn Ftí ;tc- i-l'nif'r'. Þriöjudagur 18. mars 1986 DAGBÓK Fyrirlestur um uppeldismál í dag, þriöjud. 18. mars flytur Eiríkur Örn Arnarson, sálfræðingur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- mála, er nefnist: Endursvörun (Bio Fe- edback). Fyrirlesturinn verður haldinn í Kenn- araskólahúsinu við Laufásveg kl. 16.30. Fjallað verður um nýja aðferð til að rann- saka ýmis sál-vefræn vandamál.eins og streitu, höfuðverk o.fl. Háskólafyrirlestrar á vegum guðfræðideildar H.í. Dr. Kjell Ove Nilsson framkvæmda- stjóri Nordiska Ekumeniska Institutc í Uppsölum mun halda tvo fyrirlestra í boði guðfræðideildar Háskóla íslands. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn mánudaginn 17. mars og nefnist „Luthers teologiska betydelse f dag“. Síðari fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 18. mars og nefnist hann „Várldsekumenik pá grásrotsnivá". Báðir fyrirlestrarnir hefjast kl. 10:15 og verða fluttir i 5. kennslustofu Háskóla lslands. Þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 20.30 mun dr. Kjell Ove Nilsson tala í Bú- staðakirkju um „Folkkyrka och kristen tro í Norden". Allir eru velkomnir að hlusta á fyrir- lestra hans. Bresk rithöfundahjón halda háskólafyrirlestra Bresku rithöfundahjónin Margaret Drabble og Michael Holroyd koma í heimsókn til fslands dagana 17.-23. mars í boði breska sendiherrans og með styrk frá British Council. Þau flytja bæði fyrirlestra i boði heimspekideildar Háskóla íslands sem hér segir: 1) Michael Holroyd: Whats justifies biog- raphy? og 2) Margaret Drabble: Post-war British fiction miðvikudaginn 19., mars 1986 kl. 20.30 í stofu 101 í Odda og 3) Michael Holroyd: The misadventures of a biographer, og 4) Margaret Drabble: A novelist at work laugardaginn 22. mars 1986 kl. 14.00 í stofu 101 í Lögbergi. Allir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. Margaret Drabble er talin meðal fremstu skáldságnahöfunda Bretlands og hefur samið níu skáldsögur til þessa. Meðal þekktustu bóka hcnnar eru ,.A summer Birdcage", „The Millstone", en kvikmynd gerð eftir þeirri sögu heitir „A Touch of Love“, og „The Ice Age“. Hún hefureinnig skrifað bækur um Ijóðskáldið William Wordsworth og rithöfundinn Ar- nold Bennet og ritstýrði nýrri og endur- skoðaðri útgáfu Oxford Companion to English Literature sem út kom á síðasta ári og þótti vel takast. Michael Holroyd varð frægur fyrir ævisögurnar um Lytton Strachey og Aug- ustus John, sem hvor um sig er talin til öndvegisrita á sviði þcirrar bókmennta- greinar. Um þessar mundir vinnur hann að ritun ævisögu George Bernard Shaws. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Tónleikar Tónlistarskólans Þrennir tónleikar verða á vegum Tón- listarskólans í Reykjavík dagana 17., 18. og 19. mars n.k. Mánudaginn 17. mars voru haldnir að Kjarvalsstöðum tónlcikar Tónfræðideild- ar Tónlistarskólans. Frumflutt var verk eftir9nemendurskólans. Þettaer4. árið í röð sem slíkir tónleikar eru haldnir. Höf- undar verkanna voru nemendur Atla Heimis Sveinssonar og Þorkels Sigur- björnssonar. Þriðjudaginn 18. og miðvikudaginn 19. mars verða nemendatónleikar tónlistar- skólans haldnir að Kjarvalsstöðum og hefjast þeir bæði kvöldin kl. 20.30. Þar munu nemendur skólans flytja verk eftir hina ýmsu höfunda og er efnisskráin afar fjölbreytt. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill. Námskeið fyrir aðstandendur fatlaðra barna Dagana 5. og 6. apríl n.k. mun nokkur samtök standa fyrir námskeiði fyrir að- standendur fatlaðra barna. Það eru Land- samtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Landsamband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag van- gefinna sem skipuleggja og standa fyrir námskeiðinu, sem haldið verður að þessu sinni í Safannrarskóla/I.yngás og miðar við þátttöku fólks á Reykjavíkursvæðinu, enda þótt fólk annars staðar frá sé einnig velkomið á meðan pláss eru laus. Þátttak- endafjöldi miðast við 22-24, og að sjálf- sögðu er ótakmarkað pláss fyrir börn. því ætlast er til að námskeiðin séu fyrir alla fjölskylduna. Gefinn verður kostur á barnagæslu í umsjá sérmenntaðs starfsfólks. Námskeiðið miðast við að- standendur fatlaðra barna á aldrinum 0- 12 ára. Þátttöku skal tilkynna í síma 18407 á milli kl. 18.-20.00 alla daga nema um helgar, en í síðasta lagi fyrir 25. mars. Þátttökugjald er 500 krónur á mann og hægt verður að fá keyptan hádegismat báða dagana á vægu verði. Listaverkahappdrætti Víðistaðakirkju Bygging Víðistaðakirkju í Hafnarfirði hófst 1981, og er stefnt að því, að árið 1987 verði kirkjan vígð. Víðistaðasöfnuður hefur fengið inni í Hrafnistu í Hafnarfirði, en sú aðstaða er orðin allt of lítil. Þaðer því brýnt að hraða kirkjubyggingunni og er einn liðurinn í fjáröfluninni listaverkahappdrætti. Allir vinningarnir í happdrættinu verða til sýnis í Hafnarborg 15.-23. mars. Á sýn- ingunni eru 32 listaverk, flest gefin af listamönnunum sjálfum. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en happdrættismiðar verða seldir á staðnum. Dregið verður í happdrættinu á sumar- daginn fyrsta. Opið hús og símaþjónusta Opið hús í vetur mánudaga og föstu- daga kl. 14.00-17.00. Fimmtudagskvöld kl. 20.00-22.30, laugardaga ogsunnudaga kl. 14.00-18.00. Símaþjónusta alla mið- vikudaga kl. 16.00-18.00 í síma 25990. Símsvari svarar allan sólarhringinn með upplýsingum um starfsemi félagsins. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa opna skrifstofu á þriðjudögum kl. 17.00- 19.00 í Kvennahúsinu, Hótel Vík, efstu hæð. Kirkjustofnun Norðurlanda: Umræður um þjóðkirkjur á Nórður- lóndum í Bústaðakirkju Dr.Kjell Ove Nilsson framkvæmdstjóri Kirkjustofnunar Norðurlanda (Nordiska Ekumeniska Institutet) mun flytja erindi um þjóðkirkjur Norðurlanda og tengsl þeirra við ríkisvaldið á almennum fundi í Bústaðakirkju þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 20.30. Dr. Kjell Ove Nilsson er staddur hér- lendis í boði Guðfræðideildar Háskólans, en þar flytur hann fyrirlestra á mánudag og þriðjudag. Utanríkisnefnd þjóðkirkjunnar hefur fengið dr. Nilsson til þess að flytja erindið í Bústaðakirkju um þjóðkirkjur Norður- landa, þar sem mikil umræða fer nú fram á Norðurlöndum um samskipti ríkis og kirkju. Hefur Kirkjustofnun Norður- landa m.a. gengist fyrir mjög fjölmennri ráðstefnu s.l. haust, þar sem fram kom að kirkjur Norðurlanda búa við mjög mis- munandi aðstæður gagnvart ríkisvaldinu. Umræðan um sjálfstæðari stöðu kirkjunnar og jafnvel aðskilnað ríkis og kirkju er einnig komin mjög mislangt á veg. Dr. Nilsson mun greina frá þeim þátt- um sbm eru mest einkennandi í þeSsu máli í hverju landanna um sig, svara fyrir- spurnum og taka þátt í almennum umræð- um. Fulltrúum íslands hjá Norðurlanda- ráði, samstarfsnefnd Alþingis og þjóð- kirkjunnar og ýmsum þeim aðilum sem þetta mál skipta hefur verið boðið sérstaklega til fundarins en hann er sem fyrr segir op- inn öllum. Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bjarkarási við Stjörnugróf mánudaginn 24. mars n.k. kl. 20.30. Venjuleg aðal- fundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar. - Stjórnin, Nýtt félag: MACR0LÍF Miðvikudaginn 26. febr. sl. var stofnað félag áhugafólks um Macrobiotik. Komu um 80 manns á stofnfundinn og hlaut fé- lagið nafnið Macrolíf. 1 Macrobiotiskum lífsmáta felst: að lifa á einfaldari lífrænni fæðu og í tengslum við náttúruna og á þann hátt að viðhalda heilsunni. Þráðlaus þjófavörn Lítið hentugt tæki á sýningu hjá Byggingaþjónustunni Nú stendur yfir sýning hjá Bygg- ingaþjónustunni að Hallveigarstíg 1, þar sem sýnd cru öryggistæki, þjófa- og eld- varnabúnaður. Fyrir almenning ætti að vera áhugavert að kynna sér tækið Safety, sem er þráðlaus þjófavörn. Það er fyrir- tækið Rökrás sf. í Hamarshöfða 1 sem kynnir tækið, sem er norskt (Scanvest Ring). Safety cr lítill kassi.jcm má koma fyrir í stjórn voru kosin Isleifur Á. Jakobs- son formaður, Sigrún Olsen gjaldkeri og Hildur Einarsdóttir ritari. Upplýsingar um félagið eru gefnar á kvöldin í síma 44226. Næsti félagsfundur verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34 miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. hvar sem er. Honum er stungið í samband, en erekki háð neinum sérleiðsl- um. Tækið skynjar snöggar breytingar t.d. ef kemur upp leki, dyr opnaðar eða rúða brotin. Hægt er að tengja tækið sér- stöku rafeindaauga, t.d. til að fylgjast með peningaskáp eða öðrum verðmæt- um. Tækið gerir viðvart með sírenuvæli og ljósum, og gerir viðvart í síma, ef það er þannig tengt. Reynsla sýnir að flestir innbrotsþjófar flýja um leið og sírenuhljóð og ljós fara í gang. SRFETV GERIR UIÐURRT flEÐ SÍREHU .... Í1EÐ LJÓSUn 0G HLJÓÐUn .. HRIHGIR R HJRLP ! NAGRANNi j ÖRYGGIS- ~ LM.~)Nl'?.TA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.