Tíminn - 18.03.1986, Qupperneq 20

Tíminn - 18.03.1986, Qupperneq 20
Sykurlausar ATLI HILMARSSON handknatt- leiksmaöur varö fyrir því óláni aö þaö slitnaði í honum hásin í leik um helgina. Það er víst aö hann verðiir frá í þaö minnsta þrjá mánuði. Þetta kemur sér illa fyrir Atla svo og íslenska landsliðið í handknattleik sem sennilega mun spila landsleiki strax í lok apríl. Liö Atla, Gunzburg, sigraði þó í leiknum. Þriðjudagur 18. mars 1986 y Fimm efstu í Njarðvík Um helgina fór fram sam- eiginlegt prófkjör Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Njarðvík. • Hjá framsóknarmönnum kusu 101. 5 atkvæði voru ógild. Niðurstaða prófkjörsins varð sú að Steindór Sigurðs- son fékk flest atkvæði í fyrsta sæti, Hrefna Kristjánsdóltir og Ólafur Þórðarson hlutu jöfn atkvæði í annað sæti. Gunnlaugur Óskarsson var kjörinn í fjórða sæti og Gunn- ar Ö. Guðmundsson í fimmta sæti. Miðstjórnarfund- ur Framsóknar: Hafnar breyt- ingum á LÍN Á fundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins komu málefni Lánasjóðs íslenskra náms- manna til umræðu. Lögðu menn áherslu á að tryggja bæri jafnrctti til náms og að hafna bæri þeim hugmyndum sem komið hafa fram hjá sjálfstæðis- mönnum að setja ný lög um L.Í.N. í ályktun fundarinsscgir m.a.: „Tryggja verður jafnrctti til náms og beita félágslegum ráðum íþvískynieinsogFram- sóknarflokkurinn hcfur jafnan stuðlað að og haft forgöngu um. Miðstjórnin skorar á al- þingismenn Framsóknar- flokksins að standa vörð um það jafnræði til nánts sem nú- verandi lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna tryggja. Framsóknarflokkurinn: Ný f ramkvæmdastjórn kjörin Fjórir úr röðum yngri manna Á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins var kjörin ný framkvæmdastjórn flokksins. Samkvæmt lögum flokksins eiga þar sæti 9 menn og þrt'r til vara. Þá skipa framkvæmda- stjórn auk þess formaður flokksins, varaformaður, rit- ari, gjaldkeri og formaður Sambands ungra framsókn- armanna. Framkvæmdastjórn fer með yfirstjórn flokksskrifstofunnar og fer með umboð miðstjórnar milli miðstjórnarfunda. Erlendur Einarsson, for- stjóri, sem átt hefursæti í fram- kvæmdastjórn frá 1956gafekki kost á sér til endurkjörs. Það sama gcröu einnig Jón Sveins- son, Hákon Sigurgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Kosningu í framkvæmda- stjórn hlutu: Níels Árni Lund, 77 at- kvæði, Valur Arnþórsson. 74 atkvæði, Dagbjört Hösk- uldsdóttir, 64 atkvæði, Sigrún Magnúsdóttir, 60 atkvæði, Drífa Sigfúsdóttir, 54 atkvæði. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, 49 atkvæði, Hákon Hákonar- son, 48 atkvæði, Páll Péturs- son, 46 atkvæði og Jónas Jóns- son 40 atkvæði. Varamenn voru kjörnir Snorri Þorvalds- son, Gerður Steinþórsdóttir og Jón Kr. Kristinsson. I framkvæmdastjórn eiga nú sæti 4 úr röðum yngri manna. „Það væri alveg fráleitt að loka Miklagarði sem verslun. Hins vegar er það okkar skoðun að vöruverðiö hér sé verra en annars staðar, t.d. mun dýrara að ntörgu leyti en í Hagkaup. Ef við hefðum ekki lagt leið okkar í Miklagarð nú þá færum við sjá.lf- sagt þangað.“ María Haraldsdóttir: „Það snertir mig ákaflega lítið. Skiptir ekki miklu máli.Ég hcf ekki veitt því at- hygli að vöruverð hér sé öðru- vísi en í öörunt stórmörkuð- um. Ef Mikligarður væri ekki til staðar færi ég líklega í Víði eða Hagkaup.“ SigurbjörgSigurjóns- dóttir: „Ég cr á móti því að rnissa þessa verslun. Það er mjög skemmtilegt að versla héi í Miklagarði og hér eru mörg tilboð sent hægt er að nýta sér. Brynja Ólafsdóttir og Frímann Frí mannsson: Júlíus Friðriksson: „Það er fráleitt af íhaldinu að ætla að loka Miklagarði. Hins vegar gct ég sagt að ég kem hingað fyrst og fremst vegna þess að það er stutt að fara og grænmetið hér er mjög gott. Vöruverðið er nú ósköp svipað og í Hagkaup og þangað færi ég líklega ef Mikligarður væri ekki á sín- um stað." Björgvin Guðmunds- son: „Ég bý ekki í borginni þannig að það er ckki hægt að segja að ég sé fastur við- skiptavinur hér. en hins vegar yrði ég heldur óhress með það ef Miklagarði yrði lokað. Vöruverö hér er óneitanlega betra en það sem tíðkast í dreifbýlinu." Kristjón Kolbeins: „Ég vcrsla nú víðar en hér. Þetta er svo stórt svæði. Ég kem helst í Miklagarð þcgar lítið er að gera og þá gct ég ekki séð að t.d. aðkeyrslan sé óheppileg. Vöruverðið hérer í lagi. Hins vegar get ég tekið fram að ég versla yfirleitt ann- ars staðár vegna sérstakra tengsla í þeirri verslun." Verður Miklagarði lokað? Framtíð Miklagarðs hefur mikið verið til umræðu að undanförnu, þar sem upphaflegt starfsleyfi til 5 ára er nú útrunnið. Hafnarstjórn Reykjavíkur hefur haft málið til umfjöllunar og skilað því áliti að ekki eigi að veita stórmarkaðnum leyfi til frambúðar. Borgarstjórnarincirihlutinn hefur síðan tekið það álit upp á þann hátt að starfsleyfi verði veitt til bráðabirgða í 2 ár án þess að Ijóst sé hvað við taki. Af þessu tilefni tók blaðamaður Tímans nokkra viðskiptavini Miklagarðs tali og spurði þá álits á hugsanlegri lokun verslunarinnar. Finnur Ingólfsson formaður S.U.F. og nýkjörinn gjald- keri Framsóknarflokksins. Framsóknar- flokkurinn: Finnur Ingólfsson kjörinn gjaldkeri Á miðstjórnarfundi Fram- sóknarflokksins sem haldinn var um helgina var ný stjórn flokksins kjörin. Steingrímur Hermannsson var kjörinn formaður með 86 atkvæðum, Halldór Ásgríms- son varaformaður með 85 at- kvæðum, Guðmundur Bjarnason ritari með 91 at- kvæði, Finnur Ingólfsson gjaldkeri mcð 82 atkvæðum, Ragnheiður Sveinbjörnsdótt- ir vararitari með 80 atkvæð- um og Sigrún Magnúsdóttir varagjaldkeri með 78 at- kvæðum. Fyrir fundinn ítrek- aði GuðmundurG. Þórarins- son sem verið hefur gjaldkeri flokksins síðan 1979 þá ákvörðun sína, sem hann lýsti fyrir ári. að hann gæfi ekki kost á sér lengur í þá stöðu. Guðmundi voru þökkuð mik- il og ágæt störf með lófataki fundarmanna. Finnur Ingólfsson er for- maður Sambands ungra fram- sóknarmanna og er þetta í fyrsta skipti sem formaður þess er kjörinn í aðalstjórn flokksins. Þá má einnig geta þess að aldrei hefur nýkjörinn stjórnarmaður hlotið svo góða kosningu sem Finnur hlaut. I ávarpi sem Finnur flutti þakkaði hann þetta mikla traust sem honum væri sýnt með þessari kosningu og 3Ó ekki síður það traust sem Sambandi ungra framsókn- armanna væri sýnt. Hann taldi það vera vegna mikils starfs þeirra að undanförnu og að þessi kosning sýndi bet- ur en nokkuð annað að Fram- sóknarflokkurinn gæfi ungu fólki tækifæri á að koma sín- um skoðunum á framfæri og væri tilbúinn að veita þeim brautargengi. Að öðru leyti skipa stjórn hinir sömu og áður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.