Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. mars 1986 llllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllll Tíminn 5 Verftur Jacques Chirac næsti forsætisráðherra Frakklands? Flest bendir til þess en hætt er við aft stjórn hans verði veik og sundurleit. Frakkland: Mjótt á mununum París-Kcutcr Laurent Fabius forsætisráðherra Frakklands hefur boðist til að segja af sér eftir að ljóst varð að bandalag hægriflokkanna, sem eru í stjórnar- andstöðu. hafði unnið nauman sigur í þingkosningum sem fram fóru síð- astliðinn sunnudag. Uppsagnarboð Fabiusar var sent til Francois Mitterrrand forseta fimmta lýðveldisins sem á næstu dög- um mun að öllum líkindum fá Jacq- ues Chirac, leiðtoga stærsta stjórnar- andstöðuflokksins RDF eða gaul- lista, stjórnarmyndunarumboðið í hendur. Myndi Chirac nýja stjórn gerist það í fyrsta sinn í 28 ára sögu fimmta lýðveldisins að forsetinn og ríkis- stjórnin standa á sitt hvorum meiði stjórnmálanna. Sósíalistinn Mitter- rand mun þá þurfa að glíma við hægrisinnaða ríkisstjórn sem hefur nauman þingmeirihluta á bak við sig. Sigur hægriflokkanna RDF og UDF í kosningunum á sunnudaginn var mun minni en búist var við og meirihluti þeirra á þingi náðist aðeins með hjálp 14 hægrisinnaðra en óháðra fulltrúa. Enn á að vísu eft- ir að telja í nokkrum hjálendum Frakka en víst þykir að hægrimenn fái 293 af 577 einstaklingum sem sitja á franska þinginu. Líklegl þykir að framundan séu tvö ár óvissu og örðugleika í frönsk- um stjórnmálum vegna hins nauma sigurs hægriflokkanna. Að tveimur árum liðnum eru forsetakosningar fyrirhugaðar í Frakklandi og eins og málin standa nú er Mitterrand forseti i sterkri aðstöðu til að vinna þær kosningar bjóði hann sig fram til endurkjörs. Sigurvegari kosninganna í gærvar Þjóðernisflokkurinn sem byggir stefnu sína á andúð í garð innflytj- enda. Hann fékk nærri 10% at- kvæða. Hinsvegar tapaði Kommún- istaflokkurinn ntiklu fylgi, fékk und- ir 10% atkvæða ogmámunafífilsinn fegri. Sósíalistaflokkurinn, sem fékk hreinan meirihluta í kosningunum 1981, er enn stærsti stjórnmálaflokk- ur landsins og kom vel útúr kosning- unum sé tillit tekið til þess að hann hefur verið í stjórn síðustu fimm árin. Hægriflokkabandalagið hafði bú- ist við því að vinna hreinan meiri- hluta á þingi án þess að þurfa að treysta á óháðu fulltrúana og fylgi þeirra í kosningunum olli þeim því nokkrum vonbrigðum. Mitterrand forscti er því ekki al- veg bundinn af því að láta Chirac fá stjórnarmyndunarumboðið og raun- ar er ekki alvcg víst að Fabius for- sætisráðherra og stjórnmálafélagi Mittcrrands sé nokkuð á leið úr forsætisráðherrastólnum á næstunni. Japan: Nakasone vinsæll Tokyo-Reuler Kína: Bjórinn vinsæll Pckíng-Rcuter Að sögn dagblaðs eins í Kína eru framkvæmdir nú hafnar við byggingu sem kemur til með að verða stærsta brugghúsið þar í landi. Blaðið sagði nýju bjórverk- smiðjuna í Pekíng vera hannaða af innlendum sem og dönskum sérfræðingum og yrði hún tekin í notkun árið 1988. Verksmiðjan mun framleiða bjór í massavís, reyndar svo mik- ið að hver af hinum lOmilljón íbú- um Pekíngborgar gctur leyft sér að innbyrða innihald 30 flaskna á ári. Kína er ellefti stærsti bjórfram- leiðandinn í heimi og hyggjast stjórnvöld þar í landi tvöfalda bjórframleiðslu á næstu fimm árum. Bygging nýja brugghússins er þáttur í þeirri áætlun. Brassar Yasuhiro Nakasone forsætisráð- herra Japans á miklu fylgi að fagna um þessar mundir og var það fylgi staðfest í hinni árlegu skoðanakönn- un dagblaðsins Asahi Shintbun. Par kom í ljós að 46% aðspurðra vildu að Nakasone héldi áfram að gegna embætti forsætisráðherra cftir að kjörtímabil hans rennur út þann 30. október næstkomandi. Nakasone er formaður Frjáls- lynda lýðræðisflokksins sem fer með völd í landinu. Formennskan gerir hann að forsætisráðherra landsinsen samkvæmt reglum flokksins á Naka- sone ekki kost á endurkjöri eftir þetta tímabil scm er hans annað í röðinni. Margir sérfræðingar trúa þó að Nakasone vilji láta breyta reglunum svo hann eigi kost á að gegna embættinu áfram. Vinsældir hans í áðurnefndri skoðanakönnun gætu átt cftir að ýta undir sannfæringu Nakasones í þessu efni. Ekki nóg meft að Nakasone sé vinsæll heima fyrir heldur virftist hann einnig njóta hylli útlenskra glæsikvenna. geyma i sér orma Bclo Horizonte, Brasilíu-Rcutcr Ormar leynast í þörmum 60% af íbúum Brasilíu ser» telja 135 mill- jónir. Þetta kom fram í rannsókn- arniðurstöðum sem kynntar voru á þingi brasilíska hitabeltislækna- félagsins. Aðalorsök ormafaraldsins er lé- legt skolpræsakerfi og einnig rná nefna óhreint drykkjarvatn svo og litla fræðslu um heilbrigðismál. f rannsóknarniðurstöðunum kom fram að allt að 78,7% fólks á sumum verndarsvæðum indíána gekk með orma í þörmum sínum. Svoleiðis nokkuð veit ekki á gott enda eru kvillar á borð við blóðskort og hægðavandræði útbreidd á þessum svæðum. Sovétríkin: Pravda vill meiri „alvöru“ í listalífið Moskva-Kcutcr Pravda, dagblað kommúnista- flokksins í Sovétríkjunum, birti í gær grein þar sem listamenn voru hvattir til að koma fram með hug- myndaríkari leikrit, kvikmyndirog bækur. Sagði í greininni að al- menningur væri orðinn dulítið þreyttur á öllum þeim miðlungs „vanaritverkum“ sem flæða yfir landið. Blaðið sagði fólk ekki þola öllu lengur „ómerkilegar lýsingar af venjulegu lífi og vanabundnum störfum". Var greinilega verið að höggva að þreifingum sovéskra rithöfunda við að lýsa almennu lífi einstaklingsins án þess að setja það í pólitískt samhengi. Listamenn ættu að huga að „al- varlegum og mikilvægum verkum" stóð f Prövdu. Á 27. flokksþingi kommúnista- flokksins í síðasta mánuði kom fram að stjórnvöld vildu bæði í senn lífga við lista- og menningarlíf landsins og nota það sem beittari áróðursmiðil - hvernig sem það er hægt. Það borgar sig fyrir Indónesíumenn aft vinna af krafti, sérstaklega ef austan tjaldsþjóöirnar fara að versla við þá af fullum krafti. Indónesía: Fara viðskipti og vinátta saman? Jakarta-Rcutcr Hin and-kommúnísku stjórnvöld í Indónesíu hafa nú hug á auknum viðskiptum við lönd Austur-Evrópu. Margir segja þó þá stefnu lítið hafa að gena mað aukinn vinarhug fndó- nesíustjórnar til ríkja sósíalismans heldur sé hér um að ræða mótleik stjórnvalda við lækkandi olíuverði og afleiðingum þess fyrir indónesískt efnahagslíf. Talsmaður stjórnráðs fyrir verslun og iðnað (KADIN) sagði 40 manna sendinefnd frá Indónesíu leggja upp í samningaferð til Austur-Evrópu- landi í næsta mánuði. Sagði tals- maðurinn stjórnvöld í þeim ríkjum hafa áhuga á indónesískum verslun- arvörum á borð við te, kaffi pipar, gúmmí og krossvið. Stjórnin í Indónesíu, sem nýtur stuðnings hers landsins, hefur fylgt harðri and-kommúnískri stelnu síð- an Kommúnistaflokkurinn þar í landi var sakaður um að hafa staðið að baki misheppnaðri byltingartil- raun árið 1965. Nú eru stjórnvöld þessa stærsta múhameðstrúarríkis heims hinsveg- ar neydd til að leita að nýjunt , mörkuðum til að selja vörur sínar og * virðast Sovétríkin og önnur ríki Austur-Evrópu vera efst á lista í þessu sambandi. Suharto forscti Indónesíu heim- sótti Ungverjaland og Rúmeníu á síðasta ári til að ræða viðskipti og í október síðastliðnum fór Yakov Ryabov varaforsætisráðherra Sovét- ríkjanna í opinbera heimsókn til Indónesíu. Hann er hæst setti Sovét- maðurinn sem komið hefur til Indó- nesíu í tuttugu ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.