Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timinn MÁLSVARi FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Miðstjórn Framsóknar- flokksins ályktar um kjarasamningana Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem hald- inn var um helgina voru efnahagsmál og nýgerðir kjara- samningar mikið til umræðu. Sú skoðun kom skýrt fram að með gerð þessara samninga hefði verið farin sú niður- talningarleið sem framsóknarmenn hafa lagt áherslu á að væri hin rétta til að vinna á verðbólgunni. í viðamikilli stjórnmálaályktun sem fundurinn sam- þykkti var sérstaklega ályktað um þetta atriði: „Fundurinn fagnar nýgerðum kjarasamningum og þeirri miklu samstöðu sem náðist við gerð þeirra. Fyrir frumkvæði forsætisráðherra Steingríms Hermannsson- ar, hillir nú undir það að verðbólga hér á landi verði svip- uð og í nágrannalöndum okkar. Slíkt hefur ekki gerst í áratugi og mun hafa úrslitaáhrif í þróun efnahagslífsins. Framsóknarflokkurinn hefur lagt höfuðáherslu á hjöðnun verðbólgu, enda er hún sú meinsemd sem versi hefur leikið íslenskt efnahagslíf undanfarna áratugi. Hér hefur því fyrir forystu Framsóknarflökksins verið lagður sá grundvöllur sem efling atvinnulífs, framfara og hagsældar í landinu hlýtur að byggjast á“. Því verður ekki á móti mælt að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar átti verulegan þátt í því að samningar tókust með þeim hætti sem raun varð á. Hún hafði frum- kvæði með því að gera aðilum vinnumarkaðarins tilboð um ýmsar aðgerðir stjórnvalda til að minnka útgjöld heimilanna og auka þar með kaupmátt þeirra. Án þáttr töku ríkissjóðs hefðu samningar ekki tekist enda tekur hann á sig verulegar byrðar sem óvíst er hvernig verður mætt. Hinu má þó ekki gleyma að aðilar vinnumarkað- arins létu sitt ekki eftir liggja. Þeir voru sammála um að þær leiðir sem farnar hafa verið til þessa hafa ekki skilað þeim árangri sem vænst hefur verið eftir, hvorki til laun- þega né atvinnurekenda. Þörf var á breyttum aðferðum. Nú er að sjá hverju þær skila. Því er ekki að neita að tilefni hafa gefist til að ætla að verslanir hækki sínar vörur fram yfir það sem eðlilegt er. Raunhæfasta leiðin til að fylgjast með vöruverði er að fólkið í landinu láti enga verðhækkun athugasemdalausa og í hverju tilviki sem það kemur upp verði skýringa leit- að. Með hjöðnun verðbólgunnar eflist verðskyn fólks og það tekur betur eftir ef vara eða þjónusta hækkar. Víða um land eru starfandi öflug neytendafélög sem hafa miklu hlutverki að gegna. Sjálfsagt er þörf fyrir fleiri og að þau hafi gott samstarf sín á milli og við fjölmiðla. Pá hafa verkalýðsfélög lýst yfir því að þau séu á varðbergi og muni láta til sín taka ef þörf er á. Treysta verður á að Verðlagsstofnun starfi ötullega að þessum málum. Með samstilltu átaki þessara aðila ætti að vera hægt að tryggja að verðlag fari ekki úr böndum. Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins var mikið um þessi mál rætt og sérstaklega ályktað: „Standa verður vörð um nýgerða kjarasamninga. Sú skylda hvílir á stjórnvöldum að fylgjast nákvæmlega með þróun framfærsluvísitölu og gera allt sem af opin- berri hálfu er unnt til þess að koma í veg fyrir að verðlag fari úr skorðum“. Tíminn tekur undir þessa ályktun fundarins og lýsir sig reiðubúinn til að taka þátt í þeim aðgerðum. Þriðjudagur 18, mars 1986 lllllllllllllHIHI Á ÞINGPALLI 'lllllllllllllillllllllílllllíllljlil Niðurgangur kommúnismans í cina tíð þótti afskaplega fínt og scrstaklega menningarlegt að vera kommúnisti í Frakklandi. Verka- lýðurinn taldi sig vera i stéttabar- áttu og að nýtt þjóöfélag undir gunnfána hamars og sigðar mundi leysa hann undan þrarldómsokinu og tryggja l'relsi, réttlæti og bræðra- tag. Nú er ökiin önnur. Paö er bcin- línis hallærislegt að kenna sig við kommúnisma í því landi sem gerði stéttabaráttuna nánast að trúar- brögöum á sínum tíma. Þeir seni cru læsir og annað borð ályktunar- hæfir hafa snúið baki við deiiu- mökurum marx-ienínistnans og verkalýðurinn veit að hann sækir aidrei gull í greipar harðsnúins ríkisvalds. Kommúnistafiokkur Frakklands var einu sinni stærsti stjórnmála- flokkurinn þar i landi og réði nán- ast þvt sem hann vildi t verkalýðs- hreyfingunni. Hugmyndafræði stna sækir itann til marx-lenín- ismans og línuna til Moskvu. í þingkosningunum 1981 galt flokkurinn afhroð og fckk aðeins um 16 af hundraöi atkvæða. f kosn- ingunum s.l. sunnudag fór kjör- fyigið niður í um 10%. Meira að segja sterkasta vígið, Rauða beltið umhverfis París, brást flokknum svo illilega að þar er hann oröinn nánast brolabrot. Hægri flokkarnir og sósíalistar sópuðu til sín fylginu þar. Kommúnistaflokkur Frakklands nýtur álíka fylgir og Þjóðernis- flokkur Le Pens. Sá cr þó munur- inn að þjóðernissinnar eru ört stækkandi flokkur. en Komma- flokkurinn hjaðnar. Það voru frönsku mcnnta- mennirnir scm fyrst snéru baki við kommunum. Áhrifamiklir rit- höfundar, listamenn og blaðamenn sáu söma sinn t að hætta að mæla kúgun og harðstjórn bóf og gerðust þess t staö talsntenn lýðræðislegra stjórnarhátta og gengu til liðs við þau stjórnmálaöfl sem virða frelsi cinstaklingsins og tnannhelgi. Þeir telja Vesturlönd ekki uppsprettu alls þess sem miður fer vftt um heim eins og kommúnistar og tagl- hnýtingar þeirra hamra á í síbylju. Þaö var þcssi áróðursvcJ sem al- ræðissinnarnir gátu ávallt treyst. Marchais, leiðtogi kommúnista, eins og nátttröll. Le Pen, foringi þjóðernissinna, nýtur nær sama kjörfylgis og kommúnistur. Mitterrand er sterki maðurinn í frðnskum stjómmálum. Þegar hún bilaði fór að haila undan fæti. Kommúnistar áttu mikil ítök í allri útgáfustarfsemi og í menntak- erfinu voru þeir alit að því einráð- ir. Þess vegna var svo fínt og menn- ingariegt að fylgja þeim að ntálum. Veður Itafa skipast í lofti. Það er ekki ncrna óþjóðhollt afturháld sem kennir sig við stjórnmálaflokk sem starfar í anda tnarx-lenínis- mans. Þjóöernisflokkur Le Pens getur oröið oðrum vfti til vamaðar. Hann byggir tilvcru sína á því að mikill fjöldi útlendinga, sem cru af öðrum kýnstofni en Frakkar, hafa flykkst til landsins. Þeir hafa annan menningarlegan bakgrunn og játa önnur trúarbrögð en heiinamenn. Mörgum Frökkum |>ykir nóg koni- ið af svo göðu, en frjálslyndir stjórnmálamenn hlustaekki áslíkt. Lc Pen skar upp herör gcgn straumi útlendinga til landsins, stofnaði stjórnmálaflokk sem hefur það nánast eitt á stefnuskrá sinni að Frakkar búi einir í landi sínu og sýnist svosem að hann fái allgóðan- hljómgrunn. Að minnsta kosti cr fylgi hans orðið áiíka mikið og kommanna, og fer ekki ilia á því: Sósfalistaflokkur Mitterrands er sigurvcgari þessara kosninga. Að vísu náði flokkurinn ekki hreinum þingmeirihluta og samsteypa hægri i flokkanna rétt mer meirihlutann . Maður getur svo sem gcrt sig gáfu- lcgan í frantan eins og allir hinir og spáð erfiðleikuin í frönsku stjórn- málali'fi vegna hins nauma meiri- hluta hægri flokkanria og tuggið upp að forsetanum sé mikiii vandi á höndum o.s.frv. En þrátt fyrir að á ýmsu hefur gcngið í stjórnartíð sósialista nýtur flokkurinn greinílega trausts og má vel viðfylgið una. Franskir sósfalistar fara sínar eigin götur í flestuni niálum. Þcir eru ekki rígbundnir viö gamiur kenningar um þjóðnýtingu og miðstjómarveldi. Þeírstanda íastir fyrir þegar um vamarmál er að ræða. Þeir halda fast við þá stefnu að vera f Atlantshafsbandalaginu þótt þeir taki lítinn þátt í hernaðar- samvinnunni, en treysta þeini mun betur á eigin vamamiátt. Þeir hafa t.d. ekki látið undan miklum þrýst- ingi um að hætta kjarnorkutilraun- um eða draga santan seglin í vjg- búnaði. Þeir sem fyigjast með frönskum stjömraálum telja að línur ntilli flokka séu ekki eins skarpar og áður. Hægri flokkarnir eru inargir og um margt sundurieilir og getur stjórnarsamstarf þeirra því oltið á ýmsu cf úr verður. Þá cr stefna borgaraflokkanna og sósíalista ckki eins andstæð og áöur var og þvt skiptir kannski ekki cins miklu máli og af er látið hvorir fara með völdin. Það sem er hvað athyglisverðast við niðurstöður frönsku kosning- anna er uppgangur flokks þjóðern- issinna og hrun Kommúnista- flokksins. Hægri menn neita aiiri stjórnarsamvinnu viö Le Pen og af- nei'a honum því sem hægrisinna svo að flokkurinn verðuráhrifalaus á þingi. Sóstalistáflokkurinn hefur mjak- ast heldur til hægri f stjórnartíð Mitterrands, sérstaklega eftir að leið á kjörtímabiUð. En það hefur síður en svo orðið vatn á myllu kummaflokksins sem er að daga uppi eins ög nátttröll í viðjum úreltra kennisctninga, sleikjuhætti við erlent stórveidi og slagorða- glantri um ekki neitt. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.