Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn
BÍLASALAN BLIK s/f
Við vorum að fá AKTIV CRIZZLY 2ja belta
snjósleða, henta sérstaklega á skíðalöndum
fyrir og bændur.
Góð greiðslukjör ef samið er strax. Til sýnis
og sölu á
Bílasölunni Blik, Skeifunni 8, sími
686477.
Hundahald í Reykjavík
Leyfisgjald 1986-1987
Gjaldið, sem er kr. 4800,- fyrir hvern hund greiðist
fyrirfram og óskipt fyrir allt tímabilið fyrir eindaga
sem er 1. april 1986.
Verði það eigi greitt fyrir þann tíma fellur leyfið úr
gildi.
Um leið og gjaldið er greitt skal framvísa leyfisskírt-
eini og hundahreinsunarvottorði, ekki eldra en frá
1. september 1985.
Gjaldið skal greiða í einu lagi hjá heilbrigðiseftirlit-
inu, Drápuhlíð 14.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis.
Lögmenn
Aðalfundur Lögmannafélags íslands 1986 verður
haldinn að Hótel Esju 2.hæð á morgun föstudaginn
21. mars og hefst kl. 14.00.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf skv. 19.
gr. samþykkta félagsins.
Árshóf félagsins verður haldið að kvöldi aðalfund-
ardags á Naustinu og hefst kl. 19.00.
Stjórnin.
Barnaheimilið
Litla kot
Vantar stuðningsfóstru í 4 til 6 tíma á dag, eða
starfsmann allan daginn. Upplýsingar í síma
19600 - 297 alla virka daga frá kl. 8.00-16.00.
Reykjavík 17.3.1986.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar borg-
arverkfræðings óskar eftir tilboöum í aö fullgera lóö umhverfis Borgar-
leikhúsiö í Reykjavík.
Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 5.000 skilatryggingu.
Tilboöin veröa opnuð á sama stað fimmtudaginn 10. apríl n.k. kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR
Frfkirkjuv«gi 3 — Sfmi 25800
Bændur athugið
Óska eftir dráttarvél með ámoksturstækjum. Verð-
hugmynd 30 til 80 þúsund. Upplýsingar í síma 98-
2945 eftir kl. 20.
Þriðjudagur 18. mars 1986
iilllllliilllliiiiil- íþróttir . .......................................... ..............- ■ ................... ;,:j!iiii:: niniiii- ^iííí^ .......................................
Maradona heldur Napólí á floti. Hann skoraði úr víti um helgina.
Evrópuknattspyrnan:
Af íslendingum
Arnór Guðjohnsen stóð sig vel
um helgina er hann kom inná í
leik Anderlecht og Waregem í
belgísku 1. deildinni f knatt-
spyrnu. Arnór kom inná fyrir
Lozano og náði að skora niark.
Það var þriðja mark Anderlect í
leiknum sein endaði 3-1. Arnór
átti færi til að bæta við marki en
það tókst ekki.
Ragnar Margeirsson varð að
fara af velli í 0-0 leik Waterschei
og Searing. Það voru búnar um 10
mínútur af síðar hálfleik þegar
hann varð fyrir smávægilegum
meiðslum. Leikurinn var þóf-
kenndur og slakur.
Sigurður Grétarsson og Ómar
Torfason'léku báðir með Luzern í
jafnteflisleiknum gegn Grass-
hoppers en tókst ekki að skora
frekar en öðrum leikmönnum á
vellinum. Guðmundur Þor-
björnsson varð að bíta í það súra
epli að tapa lcik enn einu sinni
með Badcn.
Pétur Pétursson var heldur
ekki á skotskónum er Hercules
tapaði fyrir Sporting í spænsku
knattspyrnunni 0-1. Hercules er
nú komið í alvarlega fallhættu i
deildinni.
Roma lagði Juve
- og nú munar aðeins þremur stigum á liðunum - PSG tapaði líka og
Nantes vinnur á - Anderlecht lætur forystuna ekki af hendi - Hercules lá
- Real næsta víst með meistaratitilinn.
Roma tókst að minnka muninn á
milli sín og Juventus í ítölsku 1.
deildinni í knattspyrnu um helgina.
Roma vann þó Juve 3-0 í Róm og nú
munar aðeins þremur stigum á liðun-
um. Það voru 64 þúsund áhorfcndur
á Ólympíuleikvanginum í Róm er
liðin áttust við og áttu heimamenn
ekki í vandræðum með efsta iiðið
sem var án framherjanna Serena og
Briaschi. Markahæsti leikmaður 1.
deildarinnar, Roberto Pruzzo hjá
Roma var með á nótunum í þessum
leik eins og svo mörgum öðrum.
Hann skoraði annað mark Roma eft-
ir að Graziani hafði náði forystunni
með 400asta marki ítölsku deildar-
innar í vetur. Mark Pruzzo var hans
16. í deildinni.
Þrátt fyrir að hafa yfir 2-0 og að-
eins tíu mínútur væru eftir þá var
spilað af fullum krafti og Pruzzo
gerði þann óþarfa að brjóta illa á
Laudrup og var í staðinn rekinn af
velli. Þetta hafði engin áhrif á Roma
sem bætti við þriðja markinu er
Brasilíumaðurinn Cerezo skoraði
með góðu skoti úr teignum. Sann-
gjarn sigur.
Diego Armando Maradona held-
ur áfram að skora. Hann gerði eina
mark Napólí úr víti í leiknum gegn
Inter og Napólí er nú í þriðja sæti
deildarinnar. Þá var enski landsliðs-
maðurinn Mark Hateley á skotskón-
um því hann skoraði bæði mörk AC
Mílanó í sigrinum á Udinese. Udin-
ese, Bari og Lecce eru neðstu liðin
en Pisa er þar rétt fyrir ofan eftir
jafntefli gegn Como. Brassinn Dirc-
eu skoraði fyrir Coma en unglinga-
landsliðsmaðurinn ítalski Paolo
Baldiere jafnaði fyrir Pisa.
Úrslit leikja:
Atalanta-Bari 0-0
Como-Pisa 1-1
Fiorentina-Verona . 0-0
Lecce-Sampdoria . . 0-1
Milan-Udinese . .. . 2-0
Napoli-Inter 1-0
Roma-Juventus .. . 3-0
Torino-Avellino . .. 1-0
Staða efstu liða: Juventus 25 15 8 2 37 13 38
Roma 25 16 3 6 43 21 35
Napoli 25 10 11 4 28 18 31
Milan 25 10 10 5 24 18 30
Torino 25 9 9 7 25 20 27
Inter 25 10 7 8 32 28 27
Fiorentina 25 6 13 6 22 19 25
Verona 25 8 9 8 25 31 25
FRAKKLAND:
Það kom að því að Paris Saint
Germain tapaði leik. Valsbanar
Nantes komu þeim niður á jörðina
með 2-0 sigri og um leið skáru þeir
forystu PSG í deildinni niður í sex
stig og eiga þar að auki leik til góða.
Vinnist hann þá er munurinn aðeins
fjögur stig og allt getur gerst.
Það voru 25 þúsund áhorfendur á
leikvelli þeirra Nantes-manna og
fögnuðu allir mjög er markamaskína
þeirra Vahid Halilhodzic hristi af sér
tvo varnarmenn og skoraði með fall-
egu skoti framhjá Joel Bats franska
landsliðsmarkverðinum í marki
PSG. Nantes hélt uppi látlausri sókn
í fyrri hálfleik en tókst ekki að bæta
við marki. í síðari hálfleik reyndu
leikmenn PSG að rétta sinn hlut og
voru á góðri leið með það er Burruc-
haga skoraði annað mark Nantes og
leikurinn var úti.
Bordeaux fékk kjörið tækifæri til
að komast upp á milli toppliðanna en
mátti sætta sig við 0-1 ósigur fyrir
Lille og situr í þriðja sætinu.
Toulon-Lens .... 0-0
Strasbourg-Nice . 2-0
Monaco-Le Havre 2-2
Bastia-Marseilles 0-3
Lille-Bordeaux . . 1-0
Nantes-PSG 2-0
Metz-Auxerre . . . 2-0
Toulouse-Laval . . 2-0
Rennes-Nancy . . 1-0
Sochaux-Brest. . . Stada efstu liöa: 4-2
ParisS-G 32 20 9 3 59 27 49
Nantes . 31 17 9 5 44 22 43
Bordeaux . 32 16 10 6 45 35 42
Lens . 32 13 10 9 47 39 36
Auxerre . 32 14 8 10 37 31 36
Toulouse . 33 15 6 12 52 40 36
Monaco . 33 9 16 7 45 35 35
SPÁNN:
Eftir leiki helgarinnar er það orðið
nokkuð víst að Real Madrid fagnar
sigri í spænsku deildinni. Liðið lék
sér að Cadiz á útivelli og sigraði 3-1 á
sannfærandi hátt á meðan að Barce-
lónumenn urðu að sætta sig við jafn-
tefli gegn Celta og dragast þar með
níu stigum afturúr Real.
Hercules, lið Péturs Péturssonar,
varð að sætta sig við enn eitt tapið.
Nú á heimavelli gegn einu af topplið-
unum, Sporting. Hercules er nú í
bullandi fallhættu en öll nótt þó ekki
úti enn.
Úrslit leikja:
Las Palmas-Valladolid.............. 1-0
Cadiz-Real Madrid.................. 1-3
Barcelona-Celta.................... 1-1
Hercules-Sporting.................. 0-1
Sevilla-Sociedad................... 3-1
At Bilbao-Real Betis............... 2-1
Osasuna-Valencia................... 2-0
At Madrid-Espanol.................. 2-0
Real Zaragoza-Racing............... 1-0
Stada efstu liða:
Real Madrid ....... 29 23 4 2 68 21 50
Barcelona ......... 29 17 7 5 51 26 41
AtMadrid........... 29 15 7 7 49 32 37
AtBilbao........... 29 15 7 7 39 26 37
Zaragoza........... 29 13 9 7 42 31 35
Sporting .......... 29 11 13 5 30 24 35
Sevilla............ 29 12 9 8 36 25 33
HOLLAND:
Það var sannkallaður stórliða-
slagur í hollensku 1. deildinni. Efsta
liðið, PSV og liðið í öðru sæti, Ajax,
áttust við á heimavelli þess fyrr-
nefnda. Eins og stórliðaleikur á að
vera þá var bæði spenna á leikvellin-
um og meðal áhorfenda sem voru um
27 þúsund og troðfylltu völlinn. PSV
náði forystu með marki frá Valke en
leikmaður ársins og aðal-
markaskorari Evrópu, Marco Van
Basten sá um að jafna fyrir Ajax er
aðeins átta mínútur voru til leiks-
loka. PSV heldur því enn forystu í
deildinni með 38 stig eftir 21 leik en
Ajax er í öðru sæti með 35 stig eftir
22 leiki. Feyenoord vann Deventer
og er í þriðja sæti með 32 stig eftir 21
leik. Nokkuð langt er í næsta lið.
SVISS:
Um síðustu helgi léku þeir Ómar
og Sigurður hjá Luzern gegn efsta
liðinu Xamax en um þessa helgi var
leikið gegn næst efsta liðinu Grass-
hoppers. Jafntefli varð 0-0 á heima-
velli Luzern og þar sem Sion vann
Guðmund Þorbjörnsson og félaga
hjá Baden þá hrapar Luzern í fjórða
sæti deildarinnar. Xamax er efst með
26 stig eftir 17 leiki en Grasshoppers
er með 23 stig eftir jafnmarga leiki.
Sion hefur leikið leik meira og er
með 23 stig en Luzern er með 22 stig
eftir 17 leiki.
BELGÍA:
Anderlecht lætur ekki forystu sína
af hendi í Belgíu og um helgina sigr-
aði liðið Waregem 3-1 á heimavelli.
Anderlecht er með 45 stig eftir 29
leiki en Club Brugge er með 43 stig
eftir sigurinn 5-0 á Lokaren um helg-
ina. Þessi tvö lið eru langt á undan
öðrum í Belgíu.
PORTÚGAL:
Porto tapaði stigi um helgina er
Iiðið gerði jafntefli gegn Boavista á
heimavelli 1-1. Á meðan vann Ben-
fica léttan sigur á Chaves 4-0 og þar
skoraði Rui Aguas þrennu og Dan-
inn Manniche bætti því fjórða við.
Sporting varð líka fyrir áfalli eins og
Porto því liðið náði aðeins marka-
lausu jafntefli gegn einu af botnlið-
unum Maritimo. Benfica er nú með
41 stig eftir 24 leiki en Porto er með
40 stig eftir 25 leiki og Sporting er
með 36 eftir 25 leiki.