Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.03.1986, Blaðsíða 14
14Tíminn ^RARIK N RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-86002: Lágspennuskápar 1 kv, í dreifi- stöðvar Opnunardagur: Mánudagur 14. apríl 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 17. mars 1986 og kosta kr. 200.- hvert eintak. Reykjavík 13. mars 1986 Rafmagnsveitur ríkisins H F býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Við sögum i steinsteypu fyrir dyrum, gluggum. stigaopum, lögnum - bæði i vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Hífir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þu ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Fífuseli 12 109 Reykjavík sími91-73747 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN laðbera vantar / eftirtalin hverfi. Sólheima, Nökkvavog, Tjarnargötu, Skerjafjörð, Ármúla, Haga. Óskum einnig að ráða pilt eða stúlku til sendiferða með bíl- stjóra kl. 9-12. Ttmlnii SIÐUMULA 15 S686300 VÉLSLEDAÞJÓNUSTAN Viðgerðaþjónusta fyrir vélsleða og minni háttar snjóruðningstæki FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N - 200 Kópavogur Sími64 10 55 Þriðjudagur 18. mars 1986 lllllllllllllllllllllll NEYTENDASÍÐAN llllllllllllllllllllllllllllilillillllllilll NOTKUN GLERAUGNA EYKST VEGNA BREYTTRA ÞJÓÐFÉLAGSHÁTTA Meiri kröfur gerðar til góðrar sjónskerpu til að vinna að verkefnum nútímaþjóðfélags Vegna misfaka sem urðu við birt- ingu þessarar greinar sl. föstudag, 14. mars, þá birtum við hana hér í heilu lagi einsog hún upphaflega átti að vera: „Notkun gleraugna hefur aukist mjög á síðustu áruni í öllum aldurs- flokkum og meðal fólks í öllum at- vinnugrcinum. Ekki er talið að fólk hall verri sjón nú á tímum en meöan glcraugnanotkun var minni, lieldur eru meiri kröfur gerðar nú til sjón- skerpu. Aðalástæðurnar eru breyttir þjóðfélagshættir, breyting úr bænda- og sjóniannaþjóðtélagi í iðn- vætt nútímaþjóöfélag. Meirihluti þjóðarinnar gengur með gleraugu til þess að geta leyst þau verkefni sem af honum er krafist. Að öðrum kosti væri ckki hægt að lifa mcnningarlífi í landinu.“ Þetta er tekið upp úr grein Guð- mundar Björnssonar dr. med., prófessors við iæknadeild Háskóla íslands og yfirlæknis augndeildar Landakotsspítala. Greinin birtist í tímaritinu Heilbrigðismál á s.l. ári og eru þar settar fram nokkrar spurningar um sitt af hverju uin sjón og gleraugu. Greinin upplýsir síðan lesendur um ýmislegt, sem margir hafa áreiðanlega vclt fyrir sér, svo scm: Geta of sterk gleraugu skaðað sjónina? o.fl. o.fl. Við birtum hér með leyfi próf. Guðmundar þessar 10 spurningarog lcitum svara í grein- inni. • Hvers vegna þarf fólk á Iestrar- gleraugum að halda þegar komið cr á fimmtugsaldurinn, enda þótt það hafi eölilegt sjónlag? Aðlögunarhæfni augasteinsins til að fínstilla þá mynd sem fellur á sjónhimnuna, er mcst hjá börnum, eu með aldrinum minnkar þessi að- lögunarhæfni. Um miðjan fimmtugsaldur cr að- lögunarhæfileikinn orðinn það lítill að aldurstjarsýnin fer að segja til sín. Með aldrinum minnkar Ijósnæmi sjónhimnunnar og tærleiki auga- steins og glæru minnkar. Miðaldra og roskið fólk þarf því mun meiri birlu við lestur og nákvæmnisvinnu en þeir sem .yngri eru. • Hvernig stendur á því að gler- augnaskipti eru algcng á unglingsár- unum? Börn fæðast nær alltaf með fjar- sýni. sem minnkar þegar harnið eldist. En þeir sem fæðast með rétt sjónlag, eða því sem næst, verða nærsýnir á skólaárunum. Sennilegast er að erfðir ráði þar mestu um, en ekki - eins og stundum er talið - of mikill lestur eða áreynsla á augun við bóknám. Engin ráð þekkjast til að koma í veg fyrir eða stöðva nærsýni, og þróun hennar er sú sama hvort sem gleraugu eru notuð eða ekki. Pað er aðallega vegna aukinnar nærsýni að margir unglingar fara að nota gleraugu á skólaaldri. Síðan verður að fylgjast með sjóninni og skipta um gleraugu cf hún breytist. • Losna nærsýnir unglingar við gleraugu þegar þeir komast á full- orðinsaldur? Þaðerekki rétt, sem margirhalda, að nærsýnin eldist af fólki og gler- augna verði ekki þörf, þegar komið er á miðjan aldur. Fjarlægðarsjónin breytist ekki, en þeir sem eru nær- sýnir þurfa margir hverjir ekki á lestrargleraugum að halda og taka af sér gleraugun við lestur. Ekki er ráð- legt að unglingar noti iinsur fyrr en þeir eru orðnir það þroskaðir, að þeir geti hirt þær eftir settum reglum. • Geta of sterk gleraugu skaðað sjónina? Skökk gleraugu valda óþægind- um, en aldrei skemmdum á sjón. Það er ekki óhollara að horfa á óskýra Guðmundur Björnsson prófessor. mynd en skýra. Séu gleraugu of sterk eða of veik berst myndin sem horft er á óskýr til heilans, og það veldur óþægindum. • Er ráölegt að draga í lcngstu lög að fá sér glcraugu, þcgar aldursfjar- sýni fer að gera vart við sig, í þeirri von að sjónin endist lengur? Margir telja að gleraugnanotkun flýti fyrir sjónbreytingu og vilja ekki verða háðir gleraugum. Þetta mater byggt á vanþekkingu. Aldursfjar- sýni er eðlileg breyting á sjón, sem á sér stað hvort sem fólk notar gler- augu eða ekki. Auðvitað verða allir með aldursfjarsýni háðirgleraugum, en það er ekki gleraugunum að kenna. • Er hægt að spara sjónina, t.d. með því að lesa minna? Nei, það á ekki að koma að sök þó mikið sé lesið, en þreyta og vanlíðan í höfði getur hlotist af lestri við slæm skilyrði, en ekki varanleg meinsemd eða skerðing á sjón. • Er nauösynlcgt að nota dökk gler- augu í sól.skini? „Afstaða til gleraugna hefur breyst mjög síðustu áratugina. Fólk kinokar sér ekki eins og áður við að ganga með gleraugu,“ segir Guð- mundur Björnsson í grein sinni. Mikið er lagt upp úr að gleraugun séu í klæðilegum umgjörðum, sem í lit og lögun hæfa þeim sem nota á. Gleraugnasalar veita aðstoð við val á gleraugum og gott er að gefa sér góð- an tíma til að máta. Hér á iandi er sjaldan það mikil birta að sólgleraugna sé þörf fyrir fólk með heilbrigð augu. Sólgler- augu eru aðallega tískufyrirbrigði og oft notuð að ástæðulausu. Öruggara er þó að nota dökk gleraugu til varn- ar útbláum geislum, sem brennt geta glæruna í sól og snjó, t.d. þegar gengið er á jökla og við ár og vötn í sólskini. Sömuleiðis er verið er að rafsjóða. Hlífðargleraugu eru nauð- synleg þegar unnið er með hraðgeng- ar borvélar og slípivélar. • Er hættulegt fyrir sjónina að lcsa við lélega birtu? Ýmsir hafa á reiðum höndum ástæðu fyrir því að þeir hafi þurft að nota glejaugu snemma, t.d. að þeir hafi lesið við tunglsljós eða kertaljós í' æsku og aðrir að þeir hafi fengið of sterk gleraugu í byrjun. Þetta er reg- in firra. Enginn á að geta hlotið skaða á augum vegna lélegrar birtu eða af gleraugnanotkun. • Getur vinna við tölvur skemmt sjónina? Oft er spurt hvort sjónvarpsgláp og vinna við tölvuskjái geti skemmt sjónina. Svarið er nei, - en vissulega er þreytandi fyrir augun að laga sig að síbreytilegri birtu sem frá skján- um stafar. Því er ráðlegt að hafa sem jafnasta bakgrunnslýsingu. Oft þarf sérstök gleraugu við tölvunotkun. þar sem vinnufjarlægð er yfirleitt meiri en venjuleg lestrarfjarlægð. • Er óhollt fyrir börn að sitja nálægt sjónvarpinu? Ekki kemur að sök þó börn séu ná- lægt sjónvarpsskjánum, en þau þreytast síður ef þau sitja fjær tæk- inu. Slík hegðun barna þarf ekki að gefa til kynna að þau séu nærsýii. Á Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur og öðrum heilsugæslustöðvum í höfuðborginni hafa fjögurra ára börn verið sjónprófuð í nokkur ár af hjúkrunarfræðingum. Þau börn sem ekki hafa nógu góða sjón eru síðan skoðuð af augnlæknum. Af þeim börnum sem fæddust 1976 og 1977 þurftu um 7.8% á augnlæknishjálp að halda. Hefðu þessi börn ekki verið tekin . til meðferðar fyrr en þau voru komin í skóla hefði lækning orðið torveld, og í mörgum tilfellum ekki borið til- ætlaðan árangur. Skipuleg leit að sjóngöllum meðal barna á forskóla- aldri er mjög mikilvægur þáttur al- mennrar heilsugæslu og ætti að fara fram á öllum heilsugæslustöðvum á landinu, segir í grein Guðmundar Björnssonar prófessors í Heilbrigð- ismál 4/1985.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.