Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 14
r 14TíminrT getrluna VINNINGAR! 30. leikvika - 22. mars 1986 Vinningsröð: 211 - XX1 - 212 - 2XX 1. vinningur: 12 réttir, kr. 839.345. 65238(Vn) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 27.670. 5940 7024+ 52438 65239 75856+ 99762+ 125043(^11) 129893 Kærufrestur er til mánudagsins 14. apríl 1986 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vínningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. *. íslenskar Getraunir, fþróttamiðstödinni vlSigtún, Reykjavík Hundahald í ^ Reykjavík Leyfisgjald 1986-1987 Gjaldið, sem er kr. 4.800.- fyrir hvern hund greiðist fyrirfram og óskipt fyrir allt tímabilið eigi síðar en á eindaga sem er 1. apríl 1986. Verði það eigi greitt fyrir þann tíma fellur leyfið úr gildi. Um leið og gjaldið er greitt skal framvísa leyfisskírteini og hundahreinsunarvottorði, ekki eldra en frá 1. september 1985. Gjaldið skal greiða í einu lagi hjá heilbrigðiseftir- litinu, Drápuhlíð 14. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis _____ Náttúruverndarráð "^ auglýsir stöður landvarða á friðlýstum svæðum, sumarið 1986, lausartil umsóknar. Námskeið í náttúruvernd - landvarðanámskeið, er skilyrði fyrir ráðningu til landvörslustarfa í þjóð- görðum, og veitir að öðru jöfnu forgang til staría á vegum Náttúruverndarráðs á öðrum friðlýstum svæðum. Skriflegar umsóknir skulu berast Náttúruvemdar- ráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir 15. apríl 1986. Á tímabilinu 1. apríl til 1. október 1986 verður afgreiðslutíminn frá kl. 8.20 - 16.00 BYGGDASTOFNUN PÓSTHÓLF 5*10 RAUDARÁRSTlC 25 - 105 REYKJAVlK Miovlkudágur 26. rhárs 1986 l!ll!!!l!!!!!lll!l!l! Illlllll MINNING ¦lllllll! Illiilllllllllllilll l!!!l!lll!!!UtUli!!!l!!! Margrét Elísabet Sigurðardóttir Fædd 20. september 1894 Dáin 19. mars 1986 f dag verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju Margrét Elísabet Sigurð- ardóttir frá Bóndastöðum. Hún lést á St. Jósepsspítalanum í Hafnarfirði miðvikudaginn 19. mars s.l. eftir stutta sjúkrahúslegu. Amma var fædd í Rauðholti í Hjaltastaðarþinghá 20. sept. 1894. Dóttir hjónanna Sigurðar Einars- sonar og Sigurbjargar Sigurðardótt- ur. Systkinahópurinn var stór og ekki auður í búi, fór hún því aðeins ellefu ára að heiman, til þess að vinna fyrir sér hjá vandalausum. Árið 1921 hóf hún búskap á Bóndastöðum með manni sínum Karli Magnússyni frá Hrollaugsstöð- um. Á Bóndastöðum bjuggu þau síðan til ársins 1957, tíu síðustu árin í tvíbýli á móti syni sínum og tengdadóttur. Brugðu þá búi og fluttu til Reykjavíkur, og áttu heim- ili þar syðra upp frá því. Fyrst hjá Guðbjörgu dóttur sinni, en síðar og lengst hjá Sædísi dóttur sinni í Garðabæ. 1 Garðabænum höfðu þau litla notalega íbúð útaf fyrir sig og nutu þar ástúðar og umhyggju dóttur, tengdasonar og dótturdætr- anna. Var það ómetanlegt einkum eftir að heilsunni tók að hraka. í maí 1968 dó afi og eftir það bjó hún ein. frá Bóndastöðum Á árunum 1922-1934 eignuðust þau þrjú börn. Sigurð sem búsettur er í Laufási í Hjaltastaðarþinghá. Kvæntur Sigfríð Guðmundsdóttur. Guðbjörgu er lést árið 1971. Hún var gift Guttormi Sigbjarnarsyni. Sædís Sigurbjörg búsett í Garðabæ, gift Herði Rögnvaldssyni. Amma BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:............91-31815/686915 AKUREYRI:................96-21715/23515 BORGARNES:........................93-7618 BLÖNDUÓS:..................95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.......95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.................96-71489 HÚSAVÍK:..................96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:......................97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:........97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .............97-8303 interRerrt appelsínu marmelaói á brauðið EFNAGERÐIN FLORA var miklum gáfum gædd og miðlaði öðrum af sínum andlega auði. Hún var ávallt hlýleg í viðmóti og ákaflega trygglynd, og nutum við barnabörn- in og síðar barnabarnabörnin þess- ara eiginleika hennar í ríkum mæli. Það var ávallt mikið tilhlökkunarefni þegar amma var væntanleg austur, en hún kom á hverju sumri og dvaldist nokkurn tíma í sveitinni sinni. Hugur hennar mun ávallt hafa verið bundinn æskustöðvunum, og var það fullkomnun sumarheim- sóknarinnar að fara í Bóndastaði og horfa þaðan til Dyrfjallanna. Þetta álit mitt um hug ömmu til Austur- lands finnst mér eftirfarandi staka hennar sanna. Hvar sem ég um foldu fer og fenni í gengin sporin. Tií Austuriands mig andinn ber einkanlega á vorin. Amma mín. þú varst ávaíthress í bragði og létt í lund, og í þeim anda verður minningin um þig. Ég vil þakka þér innilega fyrir ástúð og umhyggju, sem þú sýndir mér, konunni minni og litlu börnun- um okkar, sem fengu að njóta sam- vista við langömmu alltof stuttan tíma. Fyrir okkur hér á Laufási verður komandi sumar litminna, þegar þín er ekki lengur von í heimsókn. Með ljúfum trega lít til baka er lágu okkar slóðir saman. Þér hraut af vórum hnyttin staíca þú hugljúft veittir öðrum gaman. Hvíl þú í friði amma mín. Guðmundur Karl Sigurðsson. Elísabet Sigurðardóttir, amma mín, lést á St. Jósepsspítala að morgni þess 19. mars s.l. 91 árs að aldri. Hún veiktist fyrir þremur vik- um og óraði þá engan fyrir því að þetta væri banalegan. Amma bjó hjá foreldrum mínum 1 Garðabænum frá því að ég fyrst man eftir mér og nú þegar að hún hefur kvatt þennan heim streyma minningarnar upp í hugann um þá gömlu góðu daga þegar hún var enn í fullu fjöri. Amma hafði gaman af sögum og ljóðalestri og orti gjarnan sjálf. Margar stundir sat hún hjá okkur systrunum söng fyrir okkur og fór með vísur. Minnisstætt er mér þegar amma var að kenna mér að lesa og mér fannst illa ganga og lét öllum illum látum en amma gafst ekki upp eða missti þolinmæðina og hélt ótrauð áfram þar til markinu var náð. Gott fannst mér að leita til ömmu ef eitthvað bjátaði á því að hún var skilningsrík og gaf góð ráð. Ofarlega er mér í huga hvað hún hló hjartanlega og sló þá gjarnan á læri sér. Drengirnir mínir sakna þess að hitta ekki langömmu sína hjá ömmu og afa í Garðabæ því mörgum stund- um eyddi hún í að hafa ofan af fyrir þeim með því að spila við þá á spil og mörgu góðgætinu hefur hún laumað að þeim fyrir utan alla sokka og vettlinga sem hún hefur prjónað á þá. Já það er tómlegt heima í Garða- bænum núna þegar hún amma mín er farin þaðan en ég á minningarnar eftir og þær ætla ég að varðveita vel. Petta ljóð var ömmu minni einkar tamt og lýsir betur en mörg orð hugarfari hennar. Eitt hlýjubros eitt ástúðleikans orð eitt ylrfkt handtak stundum meira vegur. En pyngju full og borin krás á borð og bikar veiga dýr og glæsilegur. Ég þakka ömmu minni sem var mér svo góð fyrir allt. Hvíli hún í guðs friði. Margrét Elísabet Harðardóttir. Amma mín, Elísabet Sigurðar- dóttir, hefur búið hjá foreldrum, mínum og okkur systrunum síðan ég man eftir mér. Við áttum margar góðar stundir saman. Frá yngri árum mínum man ég best eftir því þegar við spiluðum „Lönguvitleysu" og „Gáfumann". Þegar ég lá veik sagði hún mér sögur, jafnvel frá æskuárum sínum eða söng vísur sem ég var farin að kunna svo vel. Oft beið amma með mat handa mér þegar ég kom úr skólanum og við vorum einar heima. Við vorum líka nokkrum sinnum saman í sveit- inni. Par hamaðist hún við að prjóna ullarsokka og ullarvettlinga handa ömmu- og langömmubörnunum sínum. Ég mun ætíð vera ömmu þakklát fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig. Katrín Rögn Harðardóttir. Almættið lagði hvíta dúnmjúka blæju sína yfir jörðina, aðfaranótt þess 19. mars síðastliðinn. Þessi kyrrláta nótt líktist í mörgu ímynd (slenskra barna um jólanóttina helgu. Á þessari stundu var helstríði hennar ömmu minnar Margrétar Elísabetar Sigurðardóttur frá Bóndastöðum að ljúka á Jósefs- systraspítalanum í Hafnarfirði. Kynni okkar hófust raunar áður en ég man eftir mér, því ég kom ungur sveinn í Bóndastaði til afa og ömmu, þar sem ég ólst up í ást og umhyggju. Mannkostir ömmu voru með þeim hætti að flesta tel ég hafi farið betri menn af hennar fundi, svo traust og skapgóð sem hún var. Amma var vel gefin kona, ljóðelsk var hún og hagyrt þótt það væri ekki á allra vitorði, enda ekki siður hennar að bera gleði sína og sorgir á torg. Börn mín voru svo lánsöm að kynnast henni og mörgum góðum sokkum eða vettlingum frá langömmu hafa þau slitið á litlum fæti eða hönd. Á þessari kveðjustund skortir mig orð til að lýsa atlæti hennar í minn garð. En enn þykir mér fegurst bæjar- stæði að Bóndastöðum og enn þykja mér fjöllin fegurst frá þeim stað, já þar sem er gott að vera þar er fallegt. Ég þakka þér elsku amma fyrir allt sem við áttum saman. Megi góður guð geyma þig. Kalli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.