Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 11
Miövikudagur 26. mars 1986 Tíminn 11 Fimm liða mót í blaki: KFUM Osló mætt Keppir við íslensk úrvalslið um páskana Noregsmeistararnir 1982 KFUM Osló taka þátt í 5 liða móti sem Blaksamband íslands heldur í Haga- skóla nú um páskana. Sá kunni blakmaður Tómas Jónsson, sem leikið hefur 28 lands- HM knattspyrna „Þcir sem ferðast mcð Samvinnu- ferðum-Landsýn til sumarhúsanna í Hollandi fá nú nokkurn aukabónus í ferðum sínum. Þeir geta fylgst með HM í knattspyrnu í beinni útsend- ingu í allt að 66 klukkustundir eða um 44 leiki," sagði Kjartan Pálsson hjá Samvinnuferðum-Landsýn er Tíminn hafði samband við hann í gær. „Við höfum náð góðum samning- um við Hollendinga sem lækka verð- ið á húsunum í Kempurvennen og Meedal um 7-11 þúsund sem þó kemur alls ekki niður á þjónust- unni," sagði Kjartan ennfremur. Þetta eru góðar fréttir fyrir knatt- spyrnuunnendur og verður ekki dónalegt að geta séð leikina frá HM í beinni útsendingu jafnframt því að njóta sumarleyfisins. Heppnir kokkar Það voru átta starfsmenn Veit- ingahallarínnar sem áttu einu röðina sem fram kom með 12 leikjum réttum hjá Getraunum um síðustu helgi. Fengu þeir í sinn hlut tæpa eina mUIjón. Það komu fram 13 seðlar með 11 leikjum réttum og fyrir hvern þeirra fengust um 28 þúsund krónur. ¦MiiVi!Maii Molar, ¦ Forráðamenn allra 22 liðanna í 1. deild ensku knattspyrnunnar samþykktu í fyrradag að stofna nýja deild ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra um 10-Iiða breyt- ingu á skipulagi ensku deildar- keppninnar. Meðal þessara til- lagna er að stóru klúbbamir fái stærri skerf af sjónvarpssamning- um og styrktarpeningum. Fulltrú- ar deildartiðanna hittast al'tur þann 21. apríl og þá kemur í Ijós hvað gerist. ¦ Svisslendingar unnu liða- keppni heimsbikarkeppninnar á skíðum en Austurríkismenn urðu í öðru sæti. Mestu munaði um að svissnesku konurnar unnu stóran sigur í liðakeppni kvenna en karl- amir urðu í öðra sæti á eftir Austurríkismönnum. ¦ Martina Navartilova undir- strikaði stöðu sína í tennis kvenna sem sú besta með því að sigra á kvennameistaramótinu í tennis í þriðja sinn í röð. Mótið fór fram í New York og vann Navratilova Hönnu Mandlikovu í úrslitum 3-1. ¦ Breska stjórnin og knatt- spyrnusambandið hafa látið gera lista yfir þá menn sem valdið hafa ólátum á leikjum í Englandi til að reyna að koma í veg fyrir að þessir sömu menn fari til Mexíkó og geri skandal. Lista þessum hefur verið komið til ferðaskrif- stofa og annarra aðila sem hafa með ferðir að gera og vonast knattspyrnuyfirvöid þannig til að sleppa við ólátaseggina. ¦ Marc GirardeUi varð sigur- ve'gari í karlaflokki í heimsbikar- keppninni á skíðum. Þetta er annað árið í röð sem hann vinnur samanlagða stigakeppni heims- bikarkeppninnar. >. leiki fyrir ísland, er þjálfari KFUM Osló. Björgólfur Jóhannsson landsliðs- þjálfari mun tefla fram tveim liðum úr landsliðshópi sínum og þjálfar- arnir Gunnar Árnason og Hannes Karlsson hafa í sameiningu valið leikmenn í tvö lið og munu stjórna þeim á mótinu. Þetta mót er liður í undirbúningi karlalandsliðsins fyrir Norðurlanda- meistaramótið 1986, sem haldið verður í fyrsta skipti á íslandi, dagana, 9. og 10. maí í Digranesi í Kópavogi. Þetta verður mikil próf- raun fyrir landsliðshópinn. Það verður örugglega hart barist og ekkert gefið eftir á þessu móti: Þetta er því kjörið tækifæri fyrir alla, sem hafa gaman af blaki eða vilja kynnast því, til að koma í Hagaskóla og sjá þar blak eins og það gerist best hér á landi og þaðan af betra, þégar KFUM Osló leikur. Kristjana Sigurðardóttir úr Gerplu horfir hér upp til Elínar Evu úr Þórshamri með grimmdarsvip sem ekki dugði þó til sigurs. Á litlu myndinni er Sigurjónl Gunnsteinsson KFR í kata. Tímamyndir Róbert íslandsmeistaramótið í karate: Kristín vann Jónínu - í uppgjöri bestu karatestúlknanna- Atli sigraði Ævar í harðri glímu - Hvolsvellingar fá verðlaun - Mótið í harðara lagi og nokkuð um meiðsl fslandsmótið í karate var haldið um helgina í Laugardalshöll. Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar for- manns Karatesambands íslands þá var mótið nokkuð vel heppnað en helsti gallinn var að ekki fékkst erlendur dómari til landsins. Dóm- gæslan var þó ekki slök og í heild betri en í fyrra en þó er hún enn sem komið er höfuðverkur karatemanna á íslandi. Gróska er í karateiðkun á Iandinu og nú voru til dæmis kepp- endur frá Hvolsvelli með á mótinu. Keppnin var hörð og því miður nokkuð um meiðsl hjá keppendum. Rennum þá yfir úrslitin í einstök- um flokkum. Kata kvenna: Jónína Olesen KFR, sigurvegar- inn í þessri grein í fyrra sigraði nú aftur með Kata Saifa. Þær Kristín Einarsdóttir og Jónína voru í sér- flokki í þessari grein. Kata unglinga: Halldór Narfi Stefánsson Þórs- hamri, sýndi Kata Niju Shi-ho og sigraði hér í annað skipti á íslands- meistaramóti. Á hæla hans kom Kristjana Sigurðardóttir Gerplu, og loks efnilegur drengur úr Stjörn- unni, Gísli Helgason. Kata karla: í þessum flokki skaut Árni Einars- son KRF, sigurvegaranum síðan í ,fyrra, Atla Erlendssyni KFR, aftur lyrir sig, en Árni hefur verið í mikilli framför í Kata undanfarið og er skemmst að minnast þess að hann náði 10. sæti á EM í fyrra og 3. sæti áNM. Kumite kvenna: Bestu karatestúlkur okkar kepptu til úrslita um 1. sætið og varð sú viðureign bæði mjög spennandi og tæknilega góð. Kristín sigraði Jón- ínu eftir jafna keppni, 3-2. Það er í fyrsta skipti sem Gerpla hlýtur Is- landsmeistaratitil. Kumite -65 kg: Árni Einarsson sigraði Halldór Svavarsson 5-2 í léttleikandi glímu þeirra um 1. sætið. Sölvi Rafnsson Baldri, Hvolsvelli, sigraði Ágúst 0sterby Selfossi, í bráttuni um 3. sætið, 1-0. Kunúte -73 kg: Úrslit í þessum flokki komu vægast sagt á óvart. Finnbogi Karlsson Kar- ateskólanum í Reykjavík, komst í 1. sæti án mikillar mikillar fyrirhafnar mundur Isak gaf sína glímu vegna meiðsla sem hann hafði orðið fyrir gegn sigurvegaranum í þessum flokki frá því í fyrra, Atla Erlends- syni. Atli missti þar af 1. sætinu vegna of mikillar snertingar og þurfti að sætta sig við 3. sætið. Kumite -80 kg: Konráð Stefánsson KFR sigraði Sigurjón í framlengingu 1-0 eftir langa og þreytta viðureign þeirra. Víkingur Sigurðsson Þórshamri, sigraði Einar Karl UBK, 1-0 í viður- eign um 3. sætið. Kumite +80 kg: Úrslitaglíman milli Ævars Þor- steinssonar Breiðablik og Ómars ívarssonar KFR, var æsispennandi og lengi vel hafði Omar yfirhöndina enda sýndi hann mjög góðan keppn- isstíl og var lifandi í sókn sem vörn. En Ævar náði sér síðan verulega á strik og raðaði inn stigum í lokin. Viðureigninni lauk því með sigri Ævars 5-2. Kumite opinn flokkur: Fyrirfram var búist við mestri keppni í þessum flokki, sú varð og raunin. Atli og Ævar komust í úrslit, Ævar eftir að hafa sigrað Árna 2-0 og Atli eftir að hafa sigrað Sigurjón KRF, 6-0. Úrslitaglíman varð mjög spennandi. Atli byrjaði að skora með högg að andliti 1-0. Síðan fengu þeir báðir refsistig fyrir ógrundaða tækni, staðan 2-1 fyrir Atla. Atli skoraði annað högg að andliti, stað- an orðin 3-1 Atla í vil og þá ar komið að Ævari að skora, fyrsta spark að andliti og minnkaði muninn í 3-2 og að lokum kom hann Atla úr jafnvægi og skoraði Ippon með höggi að andliti og þá var staðan orðin 4-3 Ævari í vil. Síðan kom eitt leiðinleg- asta atvik mótsins, þeir lentu í samstuði og Atli hlaut meiðsl sem urðu til þess að Ævari var dæmt refsístig og Atla dæmdur sigurinn. Árni hlaut 3. sætið eftir að hafa gjörsigrað félaga sinn Sigurjón 6-0. Ahorfendur voru milli 200 og 300 á mótinu og keppendur 43 frá 8 félögum. Mun fleiri félög hlutu verð- laun nú en f fyrra og sýnir það að breiddin í karate er að aukast. Gullverðlaunin skiptust á 5 félög og bar þar hæst KFR sem hlaut 5 gull en þeir hlutu 6 í fyrra. Gerpla Frá Júdósambandinu: Sjö á NM Næsta verkefni Judosambandsins er keppni á Norðurlandameistara- mótinu í júdó í Eskilstuna, Svíþjóð, 29. og 30. mars n.k. Þangað verða sendir 7 keppendur, þeir Eiríkur Ingi Kristinsson, Karl Erlingsson, Halldór Guðbjörnsson, Halldór Hafsteinsson, Magnús Hauksson, Bjarni Ásgeir Friðriks- son og Sigurður Hauksson. Baldur og Karateskólinn bættu árangur sinn frá fyrra móti. Dómgæslan var mun betri nú en í fyrra, en hún er enn sem fyrr helsti veikleiki karatemóta hérlendis. Nokkuð bar á meiðslum keppenda, og að sögn yfirdómara mótsins Ólafs Walleviks er um að kenna lítilli keppnisreynslu hérlendis. Sveitakeppni karla og drengja í júdó: KAkomáóvart Sveitakeppni drengja, yngri en 15 ára og karla í júdó var haldin í íþróttahúsi Kcnnaraháskólans sunnu- daginn 23. mars s.l. f sveitakeppni drengja tóku þátt 6 sveitir frá tveim félögum, Ármanni og KA, Akureyri. 5 keppendur eru í hverrri sveit drengja og voru þær allar fullskipaðar nerna C-sveitirnar, í þeim voru 4 í hvorri. Leikar fóru þannig í A-riðli að áfram í undanúrslit komust KA B með 4 stig og Ármann A með 2 stig, en úr B-riðli komust KA A með 4 stig og KA C með 2 stig. I undanúrslitum kepptu því ann- ars vegar KA B og KA C og fóru leikar þannig að B-sveitin sigraði með 4 vinninga gegn einum. Hins vegar kepptu Ármann A og KA A, þar sem KA-sveitin fór með sigur af hólmi með 5 vinhinga gegn engum. KA-sveítirnar A og B kepptu þar með til úrslita. Varð það hin skemmtilegasta viðureign, sem lyktaði með sigri A-sveitarinar, 3 vinningar og 25 tæknistig gegn 2 vinningum og 10 tæknistigum B-sveitarinnar. f 3. sæti urðu svo Ármann A og KA C. Sigursveit KA skipuðu þeir Krist- ján Ólafsson, Friðrik Hreinsson, Auðjón Guðmundsson, Aðalsteinn Jóhannesson og Freyr Gauti Sig- mundsson. Bestum árangri einstakl- inga náðu þeir Rúnar Þórarinsson, B-sveit KA með 4 vinninga og 35 tæknistig, Friðrik Hreinsson, A- sveit KA með 4 vinninga og 33 tæknistig, Firðrik Hreinsson, A- sveit KA með 4 vinninga og 33 tæknistig og Auðjón Guðmundsson með 4 vinninga og 30 tæknistig. í sveitakeppni karla tóku þátt 3 sveitir allar frá Ármanni og lauk með yfirburðasigri A-sveitar Ármanns. Sigursveit Ármanns skip- uðu þeir Eiríkur Ingi Kristinsson, Magnús Kristinsson, Karl Erlings- son, Halldór Hafsteinsson, Páll M. Jónsson, Arnar Marteinsson og Bjarni Ásgeir Friðriksson. Þær urðu margar byltumar í júdókeppninni um helgina. Túnamynd Ámi Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.