Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 10
lOTíminn Fimmtudagur 27. mars 1986 HEFUR GREINDI-HANS DULRÆNA HÆFILEIKA? Hinn einstæði hestur, GREINDI-HANS, gerði áhorfend- ur furðu lostna með óviðjafnanlegum hæfileikum sínum. Hann var níu vetra og hafði „stundað nám" hjá William Von Osten, þýskum kennara á eftirlaunum, í u.þ.b. fimm ár. Hans komst á hátind frægðar sinnar árið 1904, þegar hann næstum dag hvern kom fram fyrir fjölda manns, þ.á.m. sálfræðinga, náttúrufræðinga, uppeldisfræðinga, stjórmálamenn og jafnvel keisarann sjálfan. Þetta var í kyrrlátum hallargarði í Norður-Berlín. „Undrahesturinn hefur tónlistarhæfileika og stærðfræðigáfur", var for- síðufyrirsögn í New York Times og í framhaldi af henni stóð: „Frábæri Berlínarhesturinn getur gert næstum allt nema talað." IL að sýna lausnir hinna ýmsu ialnaþrauta, krafsaði Hans með hófunum í jörðina jafn oft og þurfti. Hann stafaði orð á líkan hátt. Auglýsing um innlausn happdrættísskuldabréfa ríkissjóðs Hflokkurl976 Hinn 1. apríl nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í H flokki 1976, (litur: grænn). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1976 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 851,90 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innleyst f afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10. Reykjavík. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu . framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 30. mars 1986. Reykjavík, mars 1986 og krafsaði mismunandi oft fyrir hvcrn staf. Hann „svaraði" einnig með því að hneigja höfuðið við jákvæðu svari eða hristi ef svarið var nei. Námshestur „Auk þess að geta lagt saman, dregið frá, margfaldað og deild", stóð í Times, „leysir Hans flóknari þrautir, hann endurtekur ekki að- eins það sem honum er kennt, heldur finnur lausnir sjálfur. Hesturinn myndar einnig stuttar setningar og man þær daginn eftir, hann þekkir a.m.k. 12 liti og kann heiti þeirra. Ennfremur hefur hann tónlistarhæfi- leika, greinir vissa tóna og veit hvar þeir eru á tónstiganum, bætir við tóni þar sem honum finnst við eiga!" Von Osten, prófessor fullyrðir að hesturinnn kunni jafn mikið og drengur er sótt hafi skóla í jafn langan tíma. Margir gagnrýnir áhorfendur hafa orðið-vitni að frábærum gáfum Hans, en geta enga skýringu gefið. I þágu SEÐLABANKI ÍSLANDS vísindanna leyfði Von Osten sál- fræðingum við háskólann í Berlín að rannsaka fyrirbærið með ótal ströng- um og lýjandi prófum. Þeir fylgdust einnig grannt með aðferðum Von Osten við að kenna Hans: Endur- taka spurningu hvað eftir annað eða þar til hesturinn svaraði rétt. Ekki refsa fyrir rangt svar, heldur verð- launa rétt með gulrót, brauðbita eða sykurmola. Meðan sálfræðingarnir rannsök- uðu Undra-Hans, barst orstír hans víða. Hann varð heimsfrægur. Söngvar voru sungnir um Hans, gerð voru póstkort með höfði hans, miðar á vínflöskur og börnin léku sér með leikföng sem líktust Hans. Farið var að nota orð eins og „náms- hestur". Nefnd sálfræðinganna komst að furðulegri niðurstöðu, sem komst á forsíður heimsblaðanna. „Hesturinn Hans getur ekki hugsað, en það eru samt engin brögð í tafli af hálfu tamningamanns hans." Sálfræðing- arnir komust að raun um að Hans gat aðeins svarað spurningum rétt ef einhver innan hans sjóndeildar- hrings vissi svarið. Fólkið umhverfis Hans „gaf honum lausnina", ómeð- vitað ýmist með vart greinanlegri hreyfingu eða hljóði. Þeir sem spurðu hestinn, beygðu sig ósjálfrátt t.d. örlítið fram á við, til þess að fylgjast með því þegar Hans krafsaði í jörðina. Þegar Hans hafði klórað jafn oft og rétt svar krafðist, leit spyrjandinn ómeðvitað upp, brot úr sentimetra, í von um að Hans hætti að krafsa. Hans greindi þessa hreyfingu og hætti því að krafsa. Sálfræðingarnir sönnuðu þessa kenningu með því að viljandi beygðu þeir höfuð sitt fram á við og Hans krafsaði stöðugt þar til þeir af ásettu ráði lyftu höfði. Það brást ekki, Hans hætti þegar í stað að róta. Og meira að segja fengu þeir hann ekki til að byrja að krafsa ef þeir reigðu höfuðin aftur. Enginn svika-hestur Sálfræðingarnir fullyrtu að jafnvel Von Osten vissi ekki að hann væri að gefa Hans merki - og frekari rannsóknir sýndu að hann var ekki svindlari. Von Osten trúði statt og stöðugt á hæfileika Hans að hann skýrði röng svör hans sem stirðlyndi eða stutta einbeitingu. Tröllatrú Von Osten á Hans yar ekki hnikað við birtingu niðurstöðu sálfræðing- anna. Hann einfaldlega hafnaði þeim og bannaði frekari tilraunir á dýrinu. Átta árum síðar komst Hans aftur á blað vísindanna er áhugi fyrir rannsóknum á hugsanaflutningi vaknaði á ný. Einkennandi próf fyrir hugsanaflutning er tilraun, þar sem notuð eru 25 spjöld. Fimm mismun- andi táknmyndir eru á hverju spjaldi, ein á hverju og því kemur hver mynd fyrir á fimm spjöldum. Sá, er greinir tilraunina, dregur eitt spjald, lítur á það, einbeitir sér að myndinni og biður „tilraunadýrið" að nota hugsanalestur til að finna réttu táknmyndina. Þá er spjaldið lagt til hliðar, annað spjald dregið úr bunkanum og tilraunin endurtekin. Á sama hátt er haldið áfram þar til ekkert er eftir. Ef fórnarlambið er ekki hugsana- lesari, hversu mörgum spjöldum ætli hann svari rétt að meðaltali? Þar sem jafnir möguleikar eru á milli spjalda, ætti hann að svara 5 rétt af 25! Þessari niðurstöðu má aðeins vænta eftir nokkrar tilraunir þegar farið hefur verið yfir öll spjöldin mörgum sinnum. Til dæmis getur viðkomandi alltaf svarað síðasta spjaldi rétt með þvf að nota útilok- unaraðferðina. í byrjun eru allar táknmyndirnar jafnlíklegar til að koma upp. Þegar fyrsta hefur verið dregið út eru líkurnar minni á því að það komi aftur þar sem þá eru aðeins fjögur af því, en fimm af hinum eftir í stokknum. Líkurnar eru þá orðnar 8.64675 af 25! að geta rétt. (Lausl. þýtt og endursagt). r ^\v^v^*v*w4í»vvví.Hf*>*:tv»*t-.:,- .,«««»•?*.., &!»>&*^«i5ð^^ &*$4\?M r vy,V*V*V*.i*^Vií*-* í*V«•»'**V.'.¦* * »- - - - 3>-V- .. - .»-.....»...........****** * * . « MJUUMJUILiJ&SMMUM^^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.