Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 27. mars 1986 Tíminn 15 II iðnríkjuin Vesturlanda hefur sú ofurtrú á tækni sem þar er ríkjandi sett sinn svip á heilsugæslu. í sumum löndum Evrópu er um 'helmingi af öllum fjárframlögum til heilbrigðiskerf- isins varið í tæknivædd sjúkrahús, þó svo þar sé ekki hægt að lækna nema 10-20% af þekktum sjúkdómum. í þeim er reynt að bæta fyrir afleiðingar nútímalífs; hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein og aðra sjúkdóma sem tekið hafa við af eldri sjúkdómum sem algengustu dánarorsakir á Vesturlöndum. í þessari baráttu er ekkert til sparað og allri mögulegri tækni beitt, en á meðan eru orsakir sjúkdómanna látnar óáreittar úti í samfélaginu. 2Þó þær konur sem fæða börn sín á tækni- væddum sjúkrahúsum Vesturlanda geti verið vissar um að vel sé fylgst með öllu því sem mögulegt er að mæla í líkamsstarfseminni, þá er erfitt að finna til öryggis innan um öll þau tól og tæki sem þær mælingar krefjast. Mannleg sam- skipti sjúklinga og hjúkrunarfólks eru torvelduð nieð víruni, tökkum og blikkandi Ijósuni. 3Það cr erfitt að beita tækninni á andlega sjúkdóma. f Evrópu eru nú rúmlega milljón sjúklingar á geðsjúkrahúsum. Uni fjórðungur þeirra hefur fleiri en eitt þúsund rúiii, þar sem enginn möguleiki er á einkalífi og stofnanirnar bjóða ekki upp á neina þá hvatningu og örvun sem andlcga sjúkum mönnum er nauðsynleg. 4Er þessi steinsteypu-frumskógur heimili fyrir heilbrigt fólk? Lausnir Vesturlanda á húsnæð- isskortinuni cftir stri'ð mótuðiist af efnahagslcgum framförum, en einnig af litlum skilningi á þörfum cinstaklinganna. Umhverfi eins og þetta hcfur síðan orðið heimkynni einangraðs fólks, scm hcfur verið kippt út úr eðlilegu umhvcrfi sínu. Fjölskyld- ur hafa sundrast, þar sem unga fólkið hefur fiutt í úthverfin, en eldra fólkið orðiö eftir í gömlu hverfunum. Samgangur nágranna í úthverfunum hefur ckki komið í stað fjölskyldutengslanna, cnda cr það þekkt staðreynd að hann er lítill sem enginn í þessum steinsteypu-frumskógum. 5Atvinnuleysi er heilbrigðisvandamál. Kann- sóknir hafa leitt í Ijós að þunglyndi, asmi, höfuðverkur og bakveiki er algengari meðal þeirra sem eru atvinnulausir en hinna scm enn hafa starf. Áhrifa atvinnuleysis gætir einnig meðal barna á skólaaldri, því á meðan sú staðreynd blasir við þcim að ekki séu allir þcgnar þjóðfélagsins þarlir, dökknar framtíðarsýn þeirra. Álagið í skólanum eykst, þar scm almennt er álitið að árangur í skóla gcfi meiri möguleika á vinnu, - þó það sé ckki einhlítt. Heilbrigði er ekki bara að vcra laus við sjúk- dóma, heldur er heilbrigði það að geta lifað fullnægjandi lífi. Atvinnuleysi hindrar niilljónir Evrópubúa í að eiga möguleika á því. 61 stórborgum nútímans hefur einmanaleikinn vaxið, samhliða því sem borgirnar hafa stækk- að og breiðst út. Fjölskyldutcngsl hafa rofnað og hver einstaklingur lokast af. Færri og færri þekkja leiðir til að leita hjálpar við vanda sínum, og þær stofnanir þjóðfélagsins sem tekið hafa að einhvcrju leyti við hlutverkum fjölskyldunnar hafa orðið æ ópersónulegri og flóknari. Sökum fækkandi barneigna og lengri meðalald- urs víðast hvar í Evrópu hefur öldruðu l'ólki fjölgað hlutfallslega. Lausnir Vesturlanda á þeim vanda hafa verið byggingar clliheimila, þó svo aðstoð við gamalt fólk á hcimilum sínum sc bæði ódýrari og raski síður lífi hinna öldruðu. Heilbrigðiskerfi Evrópu hefur gert heilbrigði að einkamáli stofnana, í stað þess að halda því að íhúiiiu álfunnar. 7Þeir sem kjósa að borða meira en þeir þurfa skapa bæði sér og samfélaginu byrði. IVIeð ofáti er lögð það mikil byrði á líkamann að hann hlýtur fyrr eða síðar að láta undan, og þá kemur til kasta samfélagsins að reyna að bæta skaðann, sem í flestum tilfellum er orðið of seint. Með aukinni trú á tæknina hefur ábyrgð hvers einstakl- ings á sinni eigin heilsu minnkað. Það þykir allt að því sjálfsagt að misbjóða heilsu sinni um áraraðir og ætlast síðan til ao því vcrði kippt í liðinn þegar óefni er koiuið. 8Þrátt fyrir að flestum séu kunnar afleiðingar áfengis- og tóbaksneyslu á líkamann hefur ncysla þessara efna aukist jafnt og þétt í Evrópu. Frainlciðciidiir áfengis og tóbaks hafa löngum verið lunknir sölumenn og einatt má sjá í auglýs- ingum þeirra tilvísanir til æsku, heilbrigðis og kynþokka, þó svo afleiðingar af ncyslu þessara efna vinni gegn ofangreindum þáttum. Frelsi einstaklingsins til þess að misbjóða siimi eigin heilsu verður tvíbent þegar líf annarra er stefnt í hættu. Óbeinar reykingar geta verið hættulegar og áfengi er aðalástæðan fyrir mörgum slysum, en slys eru nú þriðja algengasta dánarorsökin í Evrópu á eftir lijarta- og æðasjúkdómum og krabbameini. Áfengis- og tóbaksneysla örvar líka vöxt þeirra sjúkdóma. 91 lcilbrigði er ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma, heldur að geta lifað eðlilegu lífi. Hin mörgu fórnarlömb sjúkdóma og slysa eiga erfitt með að lifa eðlilegu lífi utan stofnana, - og stofnanir bjóða uppá líf sem varla getur talist eðlilegt. 1f% Víða í Evrópu eru hafnar kostnaðarsamar \J framkvæmdir til varnar loftmengun. Þær eru kostnaðarsamar vegna þess að í upphafi voru önnur viðhorf látin stjórna byggingu stóriðjuvera en virðing fyrir heilbrigði íbúanna. Þrátt fyrir að loftmengun sé almennt viðurkennd sem ógnun við heilbrigði er mikið verk eftir áður en henni verður útrýmt, - og þá er eftir að ráðast gegn vatnsmengun og hljóðmengun, en skaðsemi hennar hefur ein- ungis að litlu leyti verið rannsökuð. ~gse i*>.i.t>.«.»>.v.#.i.' 'Mtí&Ú&J&é&Xtá ¦ ¦ .v^AWrfi I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.