Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 14
14Tíminn FimmtuH.0'-"-r. . mars 1986 \ heilbrigðis stefnuna • Evrópulönd endurskoða heilbrigðis- stefnu undanfarinna fjörutíu ára. }Framfarir Evrópu hafa verið mestar á efnahagssviðinu og sinnuleysi um aðra þætti mannlífsins hefur komið niður á heilbrigði íbúa álfunnar. Evrópudeild WHO skorar á alla að taka þátt í mótun nýs lífsmátafyrir Evrópu- búa sem komið geti í stað þess sem nú er ríkjandi. Núverandi heilbrigðiskerfi í ójafnvægi; áherslan hefur verið lögð átæknivædd sjúkrahús sem geta ekki fengist við nema lítið brot af heilbrigðisvandan- um. Evrópudeild WHO hélt í síðustu viku ráðstefnu á Hótel Sögu þar sem kynnt var nýleg stefnumótun deildarinnar í heilbrigðismálum. Við gerð hennar var gengið útfrá könnunum á raunverulegri þörf Evrópubúa á heilsugæslu. í þeim könnunum kom fram að fjárfestingum Evrópuríkjanna í heilbrigðiskerfinu hefur einkum verið beint til fullkominna og tæknivæddra sjúkrahúsa, en eiginleg heilsugæsla látin sitja á hakanum. Stefna Evrópuríkja í heilbrigðis- málum virðist því hafa verið lituð af þeirri trú að tæknin gæti leyst öll vandamál mannsins og einungis tímaspursmál Jivenær henni takist að sigrast á dauðanum. En sérfræðingar WHO rtefa komíst að því að þessi trú býr til fleiri vandmál en hún leysir. Peir hafa komist að því að sjúkdómar og skortur á heilbrigði (ef nota má svo klúðurslegt orðalag) sé breytilegt eftir þjóðfélagsgerðum og því er baráttan fyrir heilbrigði endalaus, því heilbrigðisvandamálin breytast jafnharðan og þjóðfélagið. WHO hefur mælst til þess að Evrópuþjóðirnar endurskoði stefnu sína í heilbrigðismálum og leggi meiri áherslu á heilsugæslu, leiðbeiningar og áróður til fólks um hvernig heppilegast sé að lifa lífi sínu og halda andlegu og líkamlegu heilbrigði. En hver eru helstu heilbrigðisvandamál Evrópu í dag og á hvern hátt hefur núverandi heilbrigðiskerfi brugðist? Svör sérfræðinga WHO eru eitthvað á þá leið að heilbrigði hafi orðið einkamál stofnana og verið aðskilið frá öðrum þáttum þjóðfélagsins. Það hefur því verið látið viðgangast að vissir þættir samfélagsins brjóti niður heilbrigði íbúanna á meðan öðrum þáttum er ætlað að mæta afleiðingum þess.' Á myndunum hér á opnunni má sjá nokkrar svipmyndir sem gefa hugmyndir um þá þætti sem WHO hyggst berjast gegn í samráði við ríkisstjórnir Evrópulandanna, heilbrigðisstéttirnar, fjölmiðla og aðra þá sem geta orðið þeim að liði. En fyrst og fremst er heilbrigði hvers einstaklings í hans eigin höndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.