Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 27. mars 1986 Fjöllistafélag unga fólksins sem ber hið sérkennilega nafn „Veit mamma hvað ég vil“ hefur nú ráðist í stórvirki, eins og áhugamannafélög- um er von og vísa. Ekki einungis hefur það tekið til meðferðar verk Frcdcricks Knotts, ..Wait until dark". heldur og ráðist í nákvæma staðfærslu á leikritinu. svo að nú taka menn ekki lestina frá Brighton. heldur rútuna til Keflavíkur. Lcikhópurinn var fyrst stofnaður í febrúar 1985 afátta Hagskælingum, sem sömdu eigin leikþátt, fóru til Finnlands og gerðu lukku. Akváðu þá áttmenningar að opna klúbbinn og héldu framhaldsstofnfund í sept- ember síðastliðnum, samkvæmt ströngustu fundarsköpum og stækk- aði þá félagið urn 82 menn. Eins og títt er um áhugamannafé- lög, þarl' öll leiklistarvinna að fara fram utan skóla eða vinnutíma. Vinnubrögð hafa þess vegna oft orðið hroðvirknisleg, cn Mömmu- hópurinn hefur gefið sér nægan tíma til æfinga. í þrjá mánuði stanslaust hafa leikarar farið með rullur sínar, smiðir útbúið leikmyndina og leikstjóri setið þolinmóður yfir áhugamönnunum á ókristilcgustu tímum sólarhrings. En vinnan hefur borið árangur og má nú líta leikverk á efstu hæð Hafnarstrætis9 í Reykja- vík, sem sannarlega ber þess merki að þriggja mánaða vinna liggur að baki. Þar heitir á Galdralofti og- gefur nafnið fyrirheil um ýmsar furður. en fyrst og fremst góða skemmtun. „Myrkur" eins og leikurinn heitir í íslcnskri þýðingu, var frumsýndur að kvöldi tuttugastaogfyrsta dags þessa ntánaðar og verður á fjölum Galdralofts í kvöld og á laugardag- inn klukkan 20.30. Sýningar cru áætlaðar þrjár í viku. cftir því hvcrn- ig til tckst. . „Viðtökur hafa vcrið mjög góðar," sagði Felix Bergsson, lcikari í Myrkri. „Leikritið cr gílurlega spennandi. Það fjallar í stuttu máli um blinda stúlku. sem fyrir tilviljun dregst inn í plott hjá þremur stór- hættulegum glæpamönnum." „Spennan er slík, að ósjaldan skrækja áhorfendur af hryllingi, „en við gífurlegan fögnuð lcikenda," bætti Vilhjálmur Hjálmarsson, for- maður Mömmunnar, við og kímdi. Myrkur fjallar um okurlán og heróínsmygl í brúðu, undirhcimaog brask. misferli og morð, - og inn í hringiðu glæpastarfseminnar villist saklaust fólk og börn. Það er ekki að ófyrirsynju, sem lcikhópurinn mælir gegn því, að óhörðnuð börn líti leikinn. „Tæknilega er þetta mjög erfitt verk. Húsnæðið er svo lítið, að áhorfendur sitja næsturn inni í miðri atburðarásinni. Síminn þarf þess vegna að hristast þegar hann hringir, því annars skynjar salurinn leikritið sem leikrit en ekki blákaldan raun- veruleikann, eins og við viljum og höfum Iagt okkur fram um," sögðu félagarnir. „Staðfærsla leikritsins er þess vegna eins fullkomin og mögu- legt er. Leikurinn gerist virkilega á efstu hæð Hafnarstrætis 9. Þýðingin íslenska, sem komin var til ára sinna. hefur öll verið snurfusuð og bætt inn í hana nýrra utangarðsmáli cn hið eldra fellt úr. Einnig vildi svo skemmtilega til, að á meðan á æfing- um stóð, komst upp unt fíkniefna- smygl til íslands á nákvæmlega santa hátt og í leikritinu. - eiturlyf falið í brúðu. Spurningin er, getur leikur- inn gerst í íslensku þjóðfélagi í dag?“ „Veit mamma hvað ég vil" hefur ýmislegt annað á stefnuskrá sinni, en að smygla heróíni og drepa menn. Fjöllistafélagið mun taka þátt í Norrænu leiklistarhát íðinni sem fer fram hér á íslandUf sumar og sitthvað fleira smátt er í bígerð. En þangað til er Myrkur. I > I co > Hertz Okeypis hjá íDanmörku • Ókeypis vegakort/bók • Tölvuútskrift meö leiöbeiningum um stystu leiðir til þeirra áfangastaða sem þú hefur valið þér. • Afsláttarbók sem veitir margs konar afslátt á veitingastöðum, gististöðum, skemmtistöð- um, leikhúsum, skemmtigörðum og víðar. Afsláttarbókin getur hæglega sparað þér margar þúsundir króna. • Handhæg taska fyrir léttan farangur - fram- tíðareign sem alltaf kallar á góðar ferða- minningar. Samvinnuferdir-Landsýn ( AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ^^ Prófodu flug og Hmtz bíl íDanmöiku ÞAÐER • •• að vera á nýjum eða nýlegum bíl, traustum og skemmtilegum og líða eftir hinum full- komnu akvegum Evrópu. • •• að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af kílómetragjaldi, lélegum merkingum eða bilunum. ••• að geta skotist á stuttum tíma til spennandi áfangastaða um alla álfuna; borga, bæja, skemmtigarða, veitingastaða, baðstranda - hvert sem er. • •• að skipta um veður, menningu, þjóðtungur, eftir því sem hentar hverju sinni. • •• að vera í Kaupmannahöfn í dag og Rínar- dalnum á morgun. • •• að njóta aðstoðar SL-veganestisins, (Euro- guide bókarinnar) þar sem þú hefur ógrynni upplýsinga um fallegar ökuleiðir og athygi- isverða staði, borgakort, gististaðaskrár og fleira og fleira. ••• að borga aðeins krónur 15.900,- fyrir flug og Ford Escort í 2 vikur, svo dæmi sé tekið. ••• að borga ekkert fyrir þriðju vikuna þegar fjórir eðafimmeru íbílnum. SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727 ÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.