Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 16
16 TírYiihn ~\ «* r p . ^ - -,- VO *. ¦¦ ír i* ¦ (¦* i' ¦ 'VflÍH Fimmtúdagur 27. mars 1986 AUÐLEGÐ UNDIRDJUPANNA Hvað var rússneska orrustuskipið að gera með slík ógnarauðæfi innanborðs ástríðstímum? Ftil vill er hlutur- inn ekki mjög merkilegur á að líta í fyrstu, - að- eins grár málmklumpur um tveggja feta langur. Hann vegur 11 kíló. En þó lítur út fyrir að þessi hlutur ætli að verða tilefni milliríkjadeilu ámilli RússaogJapananæstuárin. Málmklumpsins er vandlega gætt á siglingasafninu í Tokyo, því þetta er platína og verðgildið er yfir 4.8 milljónir ísl. króna. Þetta er ein af 30 slíkum stöngum og eru margar eftir á þeim stað sem þær komu frá, ásamt gullstöngum og 5500 kössum af breskum gullpen- ingum. Hér er um að ræða hluta af stærsta fjársjóði á hafsbotni, sem sögur kunna frá að greina. Sumir hafa áætlað verðgildið þúsund mill- jónir sterlingspunda og búast menn við að það taki nokkur ár enn að ná góssinu á þurrt. Það eru breskir kafarar, reyndir í olíuborun á Norðursjó, sem við björgunina vinna. Skipið sem flutti öll þessi auðævi var rússneska orrustuskipið Admiral Nakhimov, sem sökk hinn 28. maí 1905 í viðureign við japanska flotann, sem var undir stjórn Togo aðmíráls í japansk- rússneska stríðinu þetta ár. Stríðið var hrapallegt áfall fyrir Rússa. Þeir misstu niður á hafsbotn sex af átta orrustuskipum sínum og tvö voru tekin herskildi. Af 37 rússneskum skipum sem tóku þátt í orrustunni úti fyrir Kóreu sökktu Japanar 22 og hertóku sex. Sex skipum tókst að komast til hafnar í hlutlausu landi og aðeins þrjú komust íáfangastaðí Vladivostok. Hins vegar misstu Japanar ekki nema þrjá fallbyssubáta og þrír tundurspillar þeirra löskuðust mikið. Þeir misstu aðeins 115 sjó- liða en Rússar aftur á móti 4830. Friðarsamningarnir sem á eftir fylgdu urðu til mestu niðurlægingar fyrir Rússa. Ekki kom neinum því á óvart þegar sovéski sendiherrann í Tokyo Boris Zinovjev gekk á fund þess embættismanns, sem fer með hafréttarmál í utanrfkisráðuneyti Japana og lýsti yfir að Rússar teldu sig eiga skipsflakið og að engar björgunaraðgerðir mættu fara fram án leyfis frá Sovétríkjunum. Japanska stjórnin heldur hins veg- ar fram eignarrétti sínum, þar sem flakið er innan japanskrar land- helgi. Hér virðist það á endanum gilda að sá eigi fundi sem finnur. Japani sá sem stendur fyrir björguninni vinnur í samráði við japanska fjármálaráðuneytið, sem hefur áhyggjur af hvað gerast mundi ef slíkum firnum af gulli yrði steypt út á markaðinn. Fjármálamaður sá sem gengst fyrir björguninni, Ryoichi Sasak- awa, sem er 83 ára, hefur safnað að sér gífurlegum auðæfum frá því eftir síðari heimsstyrjöld og það án nokkurrar hjálpar kominni frá f jár- sjóðnum í Admiral Nakhimov. Hann hefur boðið Rússum allan fjársjóðinn, ef þeir í staðinn vilja láta af hendi Kúrileyjar, sem þeir hemámueftirsíðari heimsstyrjöld. Hann kveðst þegar hafa bjargað eðalmálmum að verðmæti 455 mill- jónir ísl. króna úr rússneska skip- inu með hjálp tólf breskra kafara. sem hann hefur leigt til starfans. Þeir þéna 360 þúsund ísl. krónur á m;ínuði. En kafararnir fá að vinna fyrir launum sínum. Flakið liggur niðri á 350 feta dýpi undan eyjunni Tsushima og flakið er mikið skemmt vegna fyrri björgunartil- rauna, m.a. hafa menn reynt að beita á það djúpsprengjum. Efstu þrjú þilförin eru pressuð saman í eitt og kafararnir hafa orðið að logsjóða sér leið inn í skipið. Stundum hefur orðið að fjarlægja hluta sem eru allt að 200 tonn að þyngd. Rússar hafa hótað að skerast < leikinn og stöðva björgunina sem á japönsku gengur undir nafninu „Tan Oh" að „Himnesk ábyrgð". En þetta veldur köfurunum ekki nærri jafn miklum áhyggjum og hvirfilvindar á þessum slóðum og stríðir straumar á svæöinu. Fróðir menn hafa áætlað að björgunin muni á endanum kosta 420 milljónir ísl. krónaog lágmarks mat á verðmæti málma þarna er 1020 milljónir ísl. króna. En ekki mun björgunarstarfið verða til þess að svar finnist við þeirri spurningu hvað rússneskt orrustuskip var að gera þarna méð öll þessi auðæfi. Uppi eru tvær tilgátur. Önnur er sú að fyrir þetta fé hafi átt að efla rússneska flotann í Austurlöndum fjær, kaupa sér stuðning og hafa ERLEND MALEFNI Þórarinn Þórarinsson skrifar: Svisslendingareru að mörgu leyti óvenjuleg þjóð Þrátt fyrir sparnað halda þeir fast við kostnaðarsamt hlutleysi SVISSLENDINGAR eru á margan hátt sér á báti meðal þjóðanna, Þeir höfnuðu í þjóöaratkvæðagreiðslu , 16. þessa mánaðar að sækja um inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar, enda þótt fleiri scrstofnanir Samein- uðu þjóðanna séu staðsettar í Sviss en nokkru öðru landi, auk margra annarra alþjóðlegra stofnana og samtaka. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem tóku þátt í atkvæða- greiðslunni, var andvígur inngöngu- beiðninni, en rétt er að getaþess að þátttakan var ekki mikil. Sjö manna ríkisstjórn, sem styðst við fjóra aðalflokkana, og mikill meirihlutix þingmana höfðu mælt með inntökubeiðninni, en enginn flokkanna þó tekið beina afstöðu rrtéð henni, nema sósíaldemókratar. Aðrir flokkar tóku hvorki afstöðu með eða móti. Svissnesk stjórnvöld ákváðu, þeg- ar Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar, að taka ekki þátt í þeim, þar sem þær væru stofnaðar af sigurvcg- urunum í síðari heimsstyrjöldinni og þátttaka í þeim gæti því talist hlut- leysisbrot. Síðan hefur viðhorf Sviss- lendinga einkennst af því að taka sem virkastan þátt í sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna en hafa aðeins áheyrnarfulltrúa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og nefndar- fundum þess. Jafnframt skyldi Sviss vera opið öllum stofnunum Samein- uðu þjóðanna, sem óskuðu eftir að hafa aðsetur sitt þar. Fyrir um það bil tíu árum hófust umræður um það meðal svissneskra ráðamanna, hvort ekki væri rétt að Sviss'gcrðist fullgildur aðili að Sam- cinuðu þjóöunum. Þctta hefur vcrið í dciglunni síðan, en nú fyrst var ííkveðið að ganga til þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru tíðari í Sviss en nokkru landi öðru, enda oft skylt, Iögum og hefðum samkvæmt. 1 fylkjunum fara cinnig fram atkvæðagreiðslur um stærri rriál þeirra. í flestum svcitarfélögum fara fram almennar atkvæðagrciðslur á torgfundum um öll stærri mál þeirra, og fór atkvæðagrciðslan fram með handauppréttingu. Slíkar atkvæða- greiðslur, sem cru að verða einstakar í heiminum, draga oft að sér athygli erlendra ferðamanna. i Oftast er þátttakan í slíkum at- kvæðagreiðslum heldur lítil. Það þykir gott, cf þátttakan er milli 40-50%. Þó er hún oft meiri á torgfundunum. ÝMSAR ÁSTÆÐUR eru taldar hafa ráðið því, að Svisslcndingar höfnuðu þátttöku í Sameinuðu þjóðunum. Veigamest er sennilega sú, að þeir töldu hana ekki samrýmast hlutleys- isstefnu sinni, þar sem sáttmáli Sam- einuðu þjóðanna felur í sér vissar skyldur, ef til styrjaldar kemur, sem Sameinuðu þjóðirnar hlutist til um. Þá gæti þátttakaíSameinuðu þjóðun- um leitt til þess, að Svisslendingar þyrftu að taka afstöðu til ýmissa alþjóðlegra deilumála, sem þeim bæri að standa utan við samkvæmt hlutleysisstefnu sinni. Þá var lögð á það áhersla, að Svisslendingar gætu með þátttöku í sérstofnunum tekið þátt í afgreiðslu flestra eða allra mála, sem beint snertu hagsmuni þeirra. Tryggði þetta Svisslendingum þátttöku í hafrcttarráðstefnunni, þar sem þeir lctu talsvcrt að sér kveða í hópi landluktra ríkja. Hlutleysisstefnan á sér sterkar rætur hjá Svisslendingum, enda má segja að hún hafi gefist þeim vel. Fjárhagslega er hún þeim þó dýr, því að þeir verja miklum fjármunum til landvarna og halda uppi her- skyldu, sem krefst öðru hverju þátt- töku í þjálfun í landvörnum. Þótt Svisslendingar hafi flestum þjóðum minni ástæðu til að óttast kjarnorku- árás, búa þcir við einar fullkomnustu kjarnorkuvarnir í heimi. Skylt er að hafa fullkomin kjarnorkubyrgi í öll- um nýbyggingum, ásamt tilteknum matarforða, sem þolir langa geymslu. Þá var í áróðrinum gegn aðild að Sameinuðu þjóðunum lögð veruleg áhersla á kostnaðarhliðina. Birtar voru tölur um, að hún myndi kosta ríkið um 20 milljónir svissneskra franka á ári umfram það, sem það kostar að hafa áheyrnarfulltrúa, sem fylgjast nú með störfum allsherjar- þingsins og ýmissa nefnda, sem beint og óbeint tengjast því. Þetta er þó mun minni upphæð en aðildin að sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna kostar Svisslendinga, en hún nemur nú um 170 milljónum franka á ári. fl«\íí!ÍÍ l"*H*^ »% Wi ' - soía ¦ h w^T^jÁj'yhm «f* m jVfj- 'm '.«¦- .t . > ¦¦'/-, $^cSeæ$ t. '¦ ' " ' *"-¦' T -.'. , mN*?:.' IR^^*^*f^^^^*^**| Bw^-^MM^'^iir'w^r^K V^-S'vrMB^^ií^*. ¦S" **- •"'-..*-^,í>. „-&, *: /,:í! (f* »- ; ¦ ¦ ' *-•*, ' ' : mm \ ^^^m^t'í^im^-iíO^KlJÉi f-:^.,;;"™ *$ 'h % mm :'± 4 "'¦'t •"t .*:.¦ 'p^- | 'F' •'< Ksik •!'''" •/:¦•: ( -.<•* '¦¦- '¦ , > 1 ^^^/•""^' \M§ m& , ;. :• +*$ * l c '' ,:fl •" ífl* í: ¦^i» J ';< '• ^l^H ^^^afid Wm ' ttl^l HShÍ t - • t , w. V 1 •. ' 4 ' . ¦fc .-l-....... ' ¦•*!*?- Frá atkvæðagreiðslu um héraðsmál á torgfundi í Sviss. En 20 milljónir svissneskra franka er eigi að síður upphæð, sem sparnað- armenn eins og Svisslendingar telja nokkurs virði. ÖNNUR' meginástæðan til þess, að Svisslendingar höfruðu aðildinni að Sameinuðu þjóöunum er talin andúð þeirra á útlendingum, þótt slíkt hljóti að koma mörgum á óvart.. Svisslendingar vilja gjarnan græða á útlendingum, en að öðru leyti vilja þeir hafa sem minnst af þeim að' segja. I Genf, þar sem flestar al- þjóðastofnanir hafa aðsetur sitt, er íbúunum skipt í þrjá nokkurn veginn jafnfjölmenna hópa. í fyrsta lagi eru það Svisslendingarsjíílfir, íöðru lagi eru það útlendir starfsmenn, sem eru fulltrúar hjá alþjóðastofnunum og fjölskyldur þeirra, og í þriðja lagi útlent verkafólk, sem vinnur ýms hin launalægstu störf, t-d. á hótelum og veitingastöðum, og fjölskyldur þess. Svisslendingar einangra sig veru- lega frá báðum erlendu hópunum og hafa sem minnsta umgengni við þá. A vissan hátt haga þeir sér eins og nokkurs konar yfirþjóð. Svisslendingar vilja á þennan hátt og annan vera sem minnst útlending- um háðir og má það þó merkilegt teljast, þar sem þeir eru í raun ekki sérstakur þjóðstofn, heldur tengdir ýmist frönskum, þýskum og ítölsk- um þjóðernum. Þess vegna brjóta þeir þá meginreglu, að þörf sé sér- staks tungumáls til að halda þjóð saman. Svisslendingar eiga ekkert tungumál, heldur tala ýmist þýsku, ítölsku eða frönsku sem móðurmál eftir landshlutum, þegar lítill lands- hluti er undanskilinn, þar sem töluð er sérstök mállýska, en íbúar þar verða þó að kunna eitthvert hinna þriggja aðalmála. Það er eitt af furðuþáttum sögunn- ar, að á einum mestu vegamótum í Evrópu hefur myndast samstæð blönduð þjóð, sem stendur vörð um sjálfstæði sitt flestum þjóðum betur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.