Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 24

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 24
kynnir einfalda og öaigga rnörou án rnínnstu Rútuferðir um Mið-og Austur-Evrópu og hringferð um Norðurlönd Hringferð um Norourlönd í sumar efnir Úrval til tveggja 12 daga hring- ferða um Norðurlönd. Megináhersla er lögð á að kynnast höfuðborgun- um fjórum; Osló, Stokk- hólmi, Helsinki og Kaup- mannahöfn. , Brottfarir Fyrri ferðin stendur yfir frá 24/6 til 5/7 ogsúsíðari frá 15/7 til 26/7. Gott skipulag - íslenskur farar- stjóri Þessar ferðir hefjast með flugi til Oslóar. Þaðan liggur ieiðin með lest til Stokkhólms, síðan með ferju til Helsinki og aftur til Stokkhólms. Þaðan er farið með lest til Kaup- mannahafnar. Alls staðar veröur farið í skipulagðar skoðunarferðir, gist á fyrsta flokks gististöðum og góðurtími gefinn til að kíkja í verslanir. fslenskur fararstjóri sem öllum hnútum er kunnugur sér um að allt gangi eins og í sögu. Verð pr. mann: í þríbýli: 38.875,- kr. ítvíbyli: 39.675,- kr. íeinbýli: 44.000,- kr. Innifalið: Flug, lestar-og ferjuferðir, hótelgisting í 9 nætur, ferjugisting í 2 nætur, morgunverður í 11 daga, skoðunaríerðir, íslensk fararstjórn og akstur frá og að flugvelli úti. Rútuferðir Úrvals til Mið- og Austur- Evrópu njóta sífellt vaxandi vinsælda- og skyldi engan undra. í sumar bjóðum við tvær slíkar ferðir. í báðum ferðunum er boðið uppá einstaklega fyrirhafnar- lausan ferðamáta til margra víðf rægra staða. Farkostir og gististaðir eru fyrsta flokks og skipulagið pottþétt undir öruggri fararstjórn Friðriks G. Friðriks- sonar. Mið-Evrópa Við bjóðum 15 daga ferð um Þýskaland, Sviss, Frakkland, Austurríki og Lúxemborg. Brottför er 6. ágúst og komið heim þann 20. Ferðatilhögun Flogið er til Lúxemborg- ar. Þar bíður þín loftkældur, mjög þægi- legur langferðabíll. Ferðin hefst á skoðunar- ferð um Lúxemborg og um kvöldið er haldið til Trier í Þýskalandi. Þaðan liggur leiðin suður Móseldalinn, vínræktar- héruð skoðuð og vínkjallari heimsóttur. Á þriðja degi er farið í bátsferð á Rín og næstu viðkomustaðir eru Rúdesheim, Mainz, Heidelberg og Baden Baden. Á sjötta degi er komið til Freiburg, þeirrar fornfrægu borgar, og Svartiskógur rannsakað- ur. Síðan er haldið til Basel f Sviss. Þar heimsækjum við m.a. heimsfrægan dýragarð. Frá Sviss liggur leiðin til Frakklands og síðan aftur til Freiburg. Þar veröur slappað af í heilan dag og kíkt í verslanir. Múnchen er næsti áningarstaður og þaðan brunum við til Austurríkis og njótum Alpaloftsins. Að lokum er aftur haldið til Trier. Þar hvílumst við í einn dag - í Trier er verðlag sérstaklega hagstætt. Á 15. degi er á ný haldið til Lúxemborgar óg þaðan er flogið heim. Verð pr. mann: íþríbýli: 50.442,- kr. ítvíbýli: 51.562,-kr. íeinbýli: 59.262,-kr. Innifalið: Flug, gisting í 14 nætur á fyrsta flokks hótelum - öll herbergi eru með sér baðherbergi, 14 morgunverðir, 11 kvöld- verðir, allur akstur og skoðunaríerðir, aðgangur að söfnum, köstulum, skemmtigörðum, vín- kjöllurum o.fl., sigling á Rín og þaulkunnugur ís- lenskur fararstjóri. Austur og suður fyrir Alpafjöll Við bjóðum einnig 16 daga heillandi rútuferð um Austurrfki, Ungverja- land, Júgóslavíu og ítalíu. í þessari ferð er sérstök áhersla lögð á menning- ar- og listaborgirnar Vín og Salzburg. Brottför er 21. maí og komið heim 5. júní. Meðal viðkomustaða eru Saizburg, Vínarborg, Budapest, Plitvice, Portoroze, Feneyjar, Innsbruck og Múnchen. Siglt er á Dóná, farið upp í sjónvarpsturninn í Vín, legið á fyrirmyndar sólarströnd, ítölsk matargerðarlist könnuð, Ólympfuleikvangurinn f Munchen skoðaður og ferðast með skíðakláfi ( Innsbruck - svo nokkuð sé nefnt. Verð pr. mann: íþríbýli: 53.545,-kr. ítvíbýli: 54.745,-kr. íeinbýlí: 62.815-kr. Innifalið: Flug, gisting í 15 nætur á fyrsta flokks hótelum, morgunverður alla daga, kvöldverður 11 daga, allur akstur, skoð- unaríerðir og örugg far- arstjórn Friðriks G. Friðrikssonar. Allar nánari upplýsingar veita söiu- og umboðs- menn okkar um land allt. Munið að panta tfman- lega. Það borgar sig að bóka sem fyrst. FERMSKRÍFSTOFAN ÚRVAl Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.