Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 20
20 Tíminn Fimmtudagur 27. mars 1986
listatíminn-listatíminn-listatími
Þriðjagrein Haraldar Jóhannssonarum Picasso ítilefniaf
væntanlegri sýningu á verkum hans á Listahátíð
BARNMEÐDÚFU var
eitt þeirra málverka,
sem Sabartés hafði séð
hjá Picasso í vetrarbyrjun 1901, (en
það kann að hafa verið honum
upprifjun. Sjá Mary MathewsGedo,
Picasso, Art as Autobiography,
Chicago, 1980). Að miklu leyti var
það í bláum lit. (Mynd 23) Fast á
eftir barnsmynd þessari mun hann
hafa málað fyrstu trúðamy ndir sínar.
Flafði hann snúið baki við
„landslagi, götulífi, söngdanshúsum
og uppstilltum blómum í öllum
myndum þeirra og málaði nær
einvörðungu mannverur, ósjaldan
einar saman og kyrrstæðar, gegnt
fábrotnum bláum bakgrunni, nær
útmáðum." Uppi eru getgátur um
hvaðan Picasso kom blái liturinn.
„Margar síðustu myndir Cezanne
voru gegnsýrðar bláum lit; rétt fyrir
aldamótin hafði Matisse málað í
bláum lit allmargarstórar myndir af
mannverum, en um þær mun Picasso
ekki hafa vitað; og Carriére, sem
Picasso dáði, málaði drungalegar
einlitar myndir, en gráar, ekki bláar.
Nokkrir catalónskir listskýrendur
geta áhrifa frá Isidro Nonell, en
dapurlegar mannverur hans eru
nauðalíkar mannverum Picasso."
(Barr, Picasso. bls. 22)
Til Barcelona kom Picasso aftur í
janúar 1902. Því sinni þáði hann að
búa í íbúð foreldra sinna í 3 Calle de
la Merced. Innhlaup fékk hann á
vinnustofu á snærum Angels
Fernandez de Soto, þótt leigð hefði
verið öðrum. „Hann lifði og hrærðist
á meðal utangarðsfólks, tötralýðs.
Var örbirgð þess meiri en honum
hafði nokkru sinni til hugar kornið."
(John Berger, The Success and
Failurc of Picasso, Harmondsworth,
1956, bls. 43) Og málaði hann
„niðurlútar mannverur með
undrunarsvip og vonleysis."
Á ytra borði voru dagar hans hver
öðrum líkir. Hann var sjaldan
snemma á fótum, nema ekki hefði
gengið til náða, eins og fyrir kom.
Spölinn á vinnustofuna þræddi hann
um þröngar götur miðborgarinnar
um ellefu-leytið. Að var hann fram
undir nónbil, að hann gekk á Els
Ouatre Gats, snæddi miðdegisverð
og ræddi við kunningja sína. Á
vinnustofunni málaði hann síðan, oft
drjúgar stundir, langt fram á kvöld.
Pá mataðist hann heima, en fór oft
út aftur síðla kvölds, settist á krá eða
gekk um og ræddi við kunningja á
förnum vegi. Heim kominn las hann
fram á nótt.
í París efndi Manach til sýningar
á mýndum eftir Picasso og franskan
málara í sýningarsal Berthe Weill í
apríl 1902, en ekki varð hún
sölusýning. Fréttir bárust Picasso frá
París og eitt bréf að minnsta kosti
skrifaði hann Max Jacob á stirðri
frönsku og sagði í því: „Ég ætla að
gera málverk eftir þessari teikningu,
sem ég sendi þér. Málverk þetta,
sem ég er að gera, er af hóru frá St.
23. „Barn með dúfu“
24. „Tvær systur"
25. „Tvær konur við bar“
26. „Corina Pere Romeu“
Lazare-sjúkrahúsi og nunnu. Sendu
mér eitthvað eftir þig til birtingar í
Pel y Ploma.“ í meðförum hans varð
nunnan að systur hinnar, og er
málverkið kallað „Tvær systur“.
(Mynd 24) Með lokuð augu drúpir
hóran höfði og leitar velvirðingar
systur sinnar, móður.
Um sama leyti mun hann hafa
málað „Tvær konur við bar“. (Mynd
25) Snúa þær baki við áhorfendum,
en ámilli þeirra erglaseða kaleikur.
Frá þessum mánuðum eru líka
„Corina,“, eiginkona Pere Romeu,
og „Andlitsmynd af manni".
(Myndir 26 og 27) Fátt fannst honum
samt sem áður verða sér til
uppörvunar, að fram kom í bréfi
hans til Max Jacob, og er sumri
hallaði 1902 hugðist hann bregða
undir sig betri fætinum.
TIL Parísar fór hann félítill
í október 1902. í Hotel du
Maroc í rue de Seine leigði
hann þakherbergi ásamt spænskum
myndhöggvara. Þar málaði hann
„Móður og barn á ströndinni“, en
hafði varla ofan í sig. Tók Max Jacob
hann þá til sín í herbergi sitt á efstu
hæð í 87 Boulevard Voltaire, en
hannvannþáístórverslun. SvafMax
Jacob á nóttunni, en Picasso á
daginn, og þröngt var í búi hjá þeim.
f nóvember 1902 stóð Manach fyrir
sýningu á myndum eftir Picasso,
Ramon Pichot og tvo franska málara
í sal Berthe Weill, en engin mynda
Picasso seldist. Hafði hann þá ekki
ráð á striga og litum og teiknaði
einungis. I bakkafullan lækinn bar,
þegar Max Jacob missti vinnu sína
um áramótin, en í þann mund seldi
Picasso „Móður og barn á
ströndinni" fyrir 200 franka og
hraðaði sér heim. Þessa hálfs þriðja
mánaðar hjá Max Jacob minntist
hann síðar í bréfi til hans: „Mér
verður hugsað til herbergisins í
Boulevard Voltaire,
eggjakökunnar, ostsins, baunanna,
steiktu kartaflanna, og ég minnist
fátæktar þessara daga og ég verð
dapur í huga.“
Til Barcelona kom Picasso aftur í
janúar 1903. Allt það ár hafði hann
innhlaup á vinnustofu, sem hann
hafði um hríð deilt með Casagemas
1900, en varð einn um vinnustofu í
ársbyrjun 1904. í þeim málaði hann
um 50 mikils háttar málverk á tæpum
fimmtán mánuðum, og eru þeir
sagðir miðbik bláa skeiðs hans. Um
látbragð og stöðu voru
myndpersónur hans enn samar við
sig, en hlutfallslegri lengingu
mannslíkamans í áhersluskyni beitti
hann enn frekar en áður, e'n á
ofanverðri 16. öld hafði það verið
stílbragð ýmissa málara, ekki síst E1
Greco. Taldi Picasso þá listaverk
lúta að tilfinningum manna, ekki
27. „Andlitsmynd af manni“
28. „Lífið“
álitlegum smámunum, en þær þyrfti
að sýna ljóslega, án undanbragða og
tilgerðar. (Maurice Roynal, Picasso,
Genf, 1953, bls. 27-28)
Veturinn 1903 vann hann að stóru
málverki,(um2,0 x l,3m). Þaðvar
af þremur mannverum. Annars
vegar hallar ung nakin kona sér upp
að karlmanni í mittisskýlu einni
saman og hins vegar stendur alklædd
kona með barn í fangi. Af
málverkinu gerði hann marga
uppdrætti. Fékk karlmaðurinn að
lokum á sig andlitssvip Casagemas
og á miðjum bakgrunni komu fram
tvær myndir, sú efri eftir Gauguin,
hin neðri eftir Van Gogh. Við
málverkið lauk hann á sumarmálum,
og er það kallað „Lífið“. (Mynd 28).
Annað málverk, því.ekki óáþekkt,
„Harmleik“, - málaði hann um líkt
leyti. (Mynd 29). Sterkum
stílbrögðum beitti hann á nokkrum
myndum haustið 1903, „Gömlum
gítar-leikara“, „Gömlum gyðingi“,
og „Máltíð blinds manns“. (Myndir
30,31 og 32) í allt öðrum stíl málaði
hann einnig stóra mynd. Á henni
hvílist Soler klæðskeri hans með
fjölskyldu sinni á grassverði, er þau
hafa brugðið sér út fyrir borgina, en
bakgrunni hennar breytti hann
síðar.
Samt sem áður fór svo, að í
Barcelona fannst honum vart
sólarsýn í myndlist, þegar liðið var
fram á 1904, og síst rofa til, eftir að
Pere Romeu hafði lokað Els Quatre
Gats 1903 og hjólaði um, og á
útmánuðum bjóst hann til að taka sig