Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. mars 1986 Tíminn 3 VALTYR SÝNIR Einkasýning Valtýs Péturssonar á Kjarvalsstöðum Nú nýverið opnaði Valtýr Péturs- son listmálari fyrstu einkasýningu sína á Kjarvalsstöðum. Þaðersíðbú- in veisla, því Valtýr á langan lista- mannsferil að baki og hefur getið sér landsfrægðar fyrir margt fyrir löngu. Hann hefur haldið fjölda málverka- sýninga, ýmist einn sér eða ásamt öðrum, bæði hér á landi og utan. Ósjaldan hefur hann verið fulltrúi íslenskra listamanna og íslenska ríkisins við tækifæri erlendis og hann hefur látið til sín taka í félagsmálum listamanna, meðal annars settist hann í stjórn Norræna listabanda- lagsins 1950 og varð á sama ári gjaldkeri Félags íslenskra myndlist- armanna. Valtýr er fæddur 27. mars 1919 í Grenivík. Hann stundaði verslunar- nám jafnhliða listnáminu og starfaði nokkuð við versiun. Einnig hefur hann fengist við sjómennsku og ýmislegt fleira sem til féll á yngri árum. „Það voru nefnilega engin náms- lán í þá daga. Ég fór til Bandaríkj- anna í list- og verslunarnám, en maður þurfti að hypja sig heim og vinna fyrir sjálfum sér," sagði Váltýr í viðtali við Tímann. „Það var nú ekki hin venjulega leið myndlistar- nemans að fara til Bandaríkjanna, en Evrópa var lokuð vegna stríðsins. Hún varð því að bíða betri tíma." Og að lokinni heimsstyrjöldinni hélt Valtýr í suðurátt og nam fagrar listir í Flórens á ítalíu og síðar í Parfs. Við Parísarborg varð hann svo viðloðandi af og til, allt til 1968. „Ég hef samt alltaf búið á íslandi," sagði Valtýr. Valtýr var spurður urri viðtökur er hann hafði fengið á fyrstu einkasýn- ingu sinni á Kjarvalsstöðum. „Ég er mjög ánægður með þær, - hef aldrei hlotið jafn góðar viðtökur áður. Ég hef þegar selt held ég fimmtán myndir, en allar eru sýningarmynd- irnar til sölu." Valtýr hefur verið myndlistar- gagnrýnandi frá 1952 og hefur lista- mönnum oft þótt svíða undir þeirri umfjöllun er þeir fá í dálkum hans. „Ég álít, að listamenn séu jafnvel einu mennirnir sem geta skrifað gagnrýni," sagði Valtýr að lokum, „- þeir sem stunda listgreinina sjálfir. Sjáðu til, listfræðingar eru bara sögumenn og hafa enga reynslu af sjálfri listgreininni í flestum til- fellum. Mönnum mislíkar stundum það sem ég skrifa, en það er eins og VÉLSLEÐA WÓNUSTAN Viögeröaþjónusta fyrir vélsleða og minni háttar snjóruöningstæki. FRAMTÆKNIstí Skemmuveg 34 N - 200 Kópavogur Sími6410 55 gengur og gerist. Menn verða bara að taka því. Það þýðir ekkert að sigla sléttan sjó álltaf. Til að skrifa gagnrýni þarf visst hugrekki, - það er nákvæmlega eins og á við um listiðkunina sjálfa." Magnús L. Sveinsson, formaður VR, og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, árna Valtý heilla við opnun SVnÍnqarínnar. ' Tíniamynd: Svcrrir Vilhelmsson. AHUGAVER YAMAHA RAFSTOÐVAR RAFGIRÐINGAR OG EFNI TIL ÞEIRRA a\ -rv BASAMOTTUR FRÁ ALFA-LAVAL Sterkar og einangra mjög vel. Stærð: 1400x1100 mm. ELTEX LAMBAMERKI Eltex lambamerki eru gerð úr þunnri álplötu, með bognum járnpinna, sem stungið er i eyrað og lokað. Númeraðar raðir á lager. 1-1000. RUNINGSKLIPPUR FYRIR KÝR, HESTA OG KINDUR. Lister rúningsklippur, barka- eða með mótor í handfangi. Breiðir eða mjóir kambar. DRYKKJARKER FYRIR KÝR, HESTA OG FÉ. Drykkjarstútur fyrir svín. BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.