Tíminn - 27.03.1986, Qupperneq 3

Tíminn - 27.03.1986, Qupperneq 3
Fimmtudagur 27. mars 1986 Tíminn 3 VALTYR SÝNIR Einkasýning Valtýs Péturssonar á Kjarvalsstöðum Nú nýverið opnaði Valtýr Péturs- son listmálari fyrstu einkasýningu sína á Kjarvalsstöðum. Það ersíðbú- in veisla, því Valtýr á langan lista- mannsferil að baki og hefur getið sér landsfrægðar fyrir margt fyrir löngu. Hann hefur haldið fjölda málverka- sýninga, ýmist einn sér eða ásamt öðrum, bæði hér á landi og utan. Ósjaldan hcfur hann verið fulltrúi íslenskra listamanna og íslenska ríkisins við tækifæri erlendis og hann hefur látið til sín taka í félagsmálum listamanna, meðal annars settist hann í stjórn Norræna listabanda- lagsins 1950 og varð á sama ári gjaldkeri Félags íslenskra myndlist- armanna. Valtýr er fæddur 27. mars 1919 í Grenivík. Hann stundaði verslunar- nám jafnhliða listnáminu og starfaði nokkuð við verslun. Einnig hefur hann fengist við sjómennsku og ýmislegt fleira sem til féll á yngri árum. „Það voru nefnilega engin náms- lán í þá daga. Ég fór til Bandaríkj- anna í list- og verslunarnám. en maður þurfti að hypja sig heim og vinna fyrir sjálfum sér,“ sagði Váltýr í viðtali við Tímann. „Það var nú ekki hin venjulega leið myndlistar- nemans að fara til Bandaríkjanna, en Evrópa var lokuð vegna stríðsins. Hún varð því að bíða betri tíma." Og að lokinni heimsstyrjöldinni hélt Valtýr í suðurátt og nam fagrar listir í Flórens á Italíu og síðar í París. Við Parísarborg varð hann svo viðloðandi af og til, allt til 1968. „Ég hef samt alltaf búið á íslandi," sagði Valtýr. Valtýr var spurður um viðtökur er hann hafði fengið á fyrstu einkasýn- ingu sinni á Kjarvalsstöðum. „Ég er mjög ánægður með þær, - hef aldrei hlotið jafn góðar viðtökur áður. Ég hef þegar selt held ég fimmtán myndir, en allar eru sýningarmynd- irnar til sölu.“ Valtýr hefur verið myndlistar- gagnrýnandi frá 1952 og hefur lista- mönnum oft þótt svíða undir þeirri umfjöllun er þeir fá í dálkum hans. „Ég álít, að listamenn séu jafnvel einu mennirnir sem geta skrifað gagnrýni." sagði Valtýr að lokum, þeir sem stunda listgreinina sjálfir. Sjáðu til, listfræðingar eru bara sögumenn og hafa enga reynslu af sjálfri listgreininni í flestum til- fellum. Mönnum mislíkar stundum það sem ég skrifa, en það er eins og VÉLSLEDA ÞJÓNUSTAN Viögeröaþjónusta fyrir vélsleða og minni háttar snjóruöningstæki. FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N - 200 Kópavogur Sími 64 10 55 gengur og gerist. Menn verða bara að taka því. Það þýðir ekkert að sigla sléttan sjó alltaf. Til að skrifa gagnrýni þarf visst hugrekki, - það Magnús L. Sveinsson, formaður VR, og Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, árna Valtý heilla við opnun er nakvæmlega eins og a við um sýningarinnar. 1 Tímamynd: Svcrrír viihcimsson. listiðkunina sjálfa." AHUG YAMAHA RAFSTOÐVAR I msjösj fm RAFGIRÐINGAR OG EFNI TIL ÞEIRRA % b Ú. m m b -tr’ t' .-r- --7 BASAMOTTUR FRÁ ALFA-LAVAL Sterkar og einangra mjög vel. Stærð: 1400x1100 mm. o ELTEX LAMBAMERKI Eltex lambamerki eru gerð úr þunnri álplötu, með bognum járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. Númeraðar raðir á lager. 1-1000. RUNINGSKLIPPUR FYRIR KÝR, HESTA OG KINDUR. Lister rúningsklippur, barka- eða með mótor i handfangi. Breiðir eða mjóir kambar. DRYKKJARKER FYRIR KÝR, HESTA OG FÉ. Drykkjarstútur fyrir svín. BUNADARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.