Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 8
8Tíminn Fimmtudagur 27. mars 1986 M^PÁSKUM árið 1916, eða j^raL fyrir sjötíu árum urðu MA þeir atburðir í Dublin A aL á írlandi sem menn ^^^^Wk þar í landi sjá et til vili í svipu&um dýr&arljóma og íslendingar þjóðfundinn, þ.e. þegar undirokuð og magnvana þjóð hafði seint og um síðir þor til að risa upp og mótmæla, þótt árangurinn yrði lítill að sinni. PASKA- UPPREISNIN 1916 Hér verður minnst Páskaupp- reisnarinnar svonefndu, rakinn stuttlega aðdragandi hennar og sagt frá helstu söguhetjunum í þessu á ýmsa lund furðulega glæfraspili sem stundum minnir á reifaralegustu spennusögu. Enn er ekki friðsamlegt í írskum þjóðmálum og sumt af því sem um er barist enn í dag kristallast í sögu Páskauppreisnarinnar. Baráttan f yrir heimastjórn Nítjándu öldin, sem meöal margru Evrópuþjóöa var öld framfara og umbóta í ýmsum grcinum cr í írskri þjóöarsögu ákaflcga dimm öld. Hræðilcg hallæri undir miðbik aldar- innar og síðan að nýju um 1880 ollu gífurlcgum mannfclli í landinu og flótta til Nýja hcimsins. Landcigcnd- ur fengu fyrir vikið rýran arð af lciguliðum sínum og var gripið til þcss ráðs að hrckju fólk upp af jörðunum með stuðningi lögreglu og bresks hcrliðs, svo landcigendur gætu nýtt landið undir grasrækt í stað kartöfluræktar sem landslýður- inn einkum hufði framfæri sitt af. Bæði í Ameríku og í breskum iðn- aðarborgum, þar scm stórir skurar írskra örciga söfnuðust saman, myndaðist akur fyrir cins konar útlagasamtök scm hötuðu Brcta ákaflcga og réru öllum úrum að því uö frelsa írland undan yfirráðum þcirra. Unnu þcssir aðilar í sam- vinnu við menn sama sinnis heima ú írlandi, svo scm Isac Butt, sem vcrið hafði samvcldissinni, en sneri síðar við blaðinu ogstofnuði írsku Heimu- stjórnurflokkinn um 1890. Mcðal Breta gerðu ýmsir víðsýnni stjórnmúlumenn scr grcin fyrir að taka yrði aukið tillit til nuuðsynja írsku þjóðarinnar, svo sem Glad- stone, sem 1870 tryggði írskum bændum ábúðarrétt á jorðum þeirra James Connolly. Bretar urðu a& skjóta hann sitjandi á stól. og styrkti þá nokkuð til landbóta. Gladstone lugði fram frumvarp um heimastjórn handa írum í fyrsta sinn 1886, en flokkur hans klofnaði um málið og lávarðadeildin kolfelldi frumvarpið. Sama gerðist þegar hann lagði frumvarpið að nýju fram 1893. Áfram stóð í þófi með mál íra frum til 1912, þegar afnám neitunar- valds lávarðadeildarinnar virtist gefa fyrirheit um að heimastjórnarlögin gengju í gegn innan skamms tíma, svo fremi að friður héldist í álfunni. Þióðernisvakning Árið 1891 voru írar aðeins 6,7 milljónir, en höfðu verið 8,2 milljón- Sjötíu ár eru liðin frá Páskauppreisninni 1916. Hún var gjörsamlega vonlaus frá upp- hafi og það vissu uppreisnarmenn sjálfir. En samt hafði hún þau áhrif sem til var ætlast þegar frá leið ir 1841. En á þcssum myrku tímum varð þjóðcrnisvakning í landinu. Hreyfing vaknaði til eflingar írskri tungu og áhugi vaknaði á verklegum framförum, ekki síst undir formcrkj- um samvinnustcfnu. Andúðin ú Bretum vurð lundlæg og upp reis nýr flokkur, Sinn Fein (Vér cinir) stofn- aður árið 1900 af Arthur Griffith, scm gcrði gys að heimastjórnarhug- myndinni og taldi engu leið að skipta við bresk yfirráð nema með vopna- valdi og uppreisn. Þegar hillti undir að heimastjórn- arfrumvarpiö mundi ganga í gegn, umhverfðust margir mcðal írskra samvcldissinna, en þeir voru fjöl- mennastir í Ulster. Undir forystu eldibrandsins Carsons hótuöu þeir að grípa til vopna ef frumvarpið yrði að lögum. í fyrstu létu þcir þetta gilda um írland allt, en einskorðuðu sig síðan við Ulster eingöngu. Þeir úttu mikla samúð mcðal hcrforingj- anna í breska setuliðinu og urðu þuu stórtíðindi ímurs 1914 uð Sir Hubert Gough, hershöfðingi, hótuði að segja af scr, fremur en bcita liöi sínu gegn sumveldissinnum. Mönnum til furðu og blöskrunar beygði stjórnin í London sig fyrir þessum þrýstingi og lofaði að til einskis slíks mundi koma. samvcldissinnar fengu meira að segja óáreittir að kaupa og flytja inn vopnafarm, sem þeir keyptu í Þýskalandi, skömmu úður en heims- styrjöldin fyrri hófst. Vakti þetta uð vonum gífurlegan urg meöul írskra lýðvcldissina. Lýðveldissinnar brugðust við að- gerðum manna í Ulstcr með því að stofna hinar svonefndu írsku sjálf- boðasveitir, sem urðu fyrst til 1913 í Dublin einvörðungu, en höfðu 1914 skipulagt sig víðast hvar um landið. Leist mönnum svo ú sumarið 1914 að borgarastríð væri yfirvofandi og kallaði konungur fulltrúa andstæðra fylkinga saman til sáttafundar í Buckinghamhöll, sem þó leiddi ekki til neinnar niðurstöðu. Meðan þessu fór fram höfðu lýð- veldissinnar fest kaup á litlum farmi vopna frá Belgíu, sem skipað var leynilega á land þann 26. júh' um sumarið 1914 í Howth við Dublin- flóa. Bretar komust þó á snoðir um þetta og gerðu áhlaup á flokkinn sem veitti vopnunum viðtöku og féllu margir af lýðveldissinnum. Skapaði þetta mikla beiskju, ekki síst þar sem samveldissinnar höfðu óáreittir fengið að taka við sínum vopnasendingum. Bylting undirbúin Þegar hcimsstyrjöldin fyrri skall á er óhætt að segja aö í höfuðdráttum hafi írur strux skipuö sér af cinlægni við hlið Breta,-bæði samveldissinn- ar og lýðveldissinnar og ýmsir leiðtogar þcirra síðarncfndu hvöttu æskumenn landsins til þcss að gefa sig fram til herþjónustu. Bretar tor- tryggðu þó jafnan sveitir lýðveldis- sinna og mismunuðu þeim á ýmsu lund gugnvurt samveldissinum. En aðrir forystumenn lýðveldis- sinna beittu kröftum sínum að öðr- um hlutum en að.styðja stríðsrekstur Breta. Enn höfum viö ekki minnst á IRB, eða írska lýðveldisbræðralag- ið. Þetta var gamall félagsskupur semeinkum írskirútflytjcndurstóðu að, eldheitir fjandmenn Breta og þjóðcrnissinnaðir. Það vur ekki síst uð undirlagi þeirra sem sveitir írskra sjálfboðaliða höfðu verið stofnaðar 1913. írska lýðveldisbræðralagið þóttist sjá færi á að lýsa yfir stofnun lýðveld- is, ef til styrjaldar kæmi í Evrópu og Bretar yrðu bundnír á öðrum víg- stöðvum. Þeir tóku því að þreifa fyrir sér hjá Þjóðverjum um hugsan- legan stuðning við írsku uppreisn og komið vur ú föstu dulmálsskeyta- sambandi milli IRB í Bandaríkjun- um og Þýskalands. IRB hafði mjög ströng skilyrði fyrir inngöngu og þvi' var hlutur þess ú Púskuuppreisninni ekki uppgötvaður fyrr cn uppreisnin var afstaðin En í árslok 1914 var fullgerð áætlun um vopnaða upp- reisn, sem þó kom ckki til fram- kvæmda fyrr en 1916. Vegna styrjaldarinnar hafði nú fjöldi félaga í flokki (rskru sjálfboða- liða horfið til vígstöðvanna á megín- landinu, svo IRB hafði ekki þann mannafla sem fyrr hafði verið ráð fyrir gert. Takmarkaður hópur írskra sjálfboðaliða undir stjórn John MacNeill hafði þó haldið stöðugar hcræfingar og átti að heita við öllu búinn, en svo kynlega var að málunum staðið að MacNeill fékk ekkert að vita um hina fyrirhuguðu byltingu. Álitu menn að hann mundi hika við að hefja aðgerðir eins og á stóð en koma á vettvang með lið sitt ef á annað borð yrði látið til skarar skríða. Ófarir Sir Roger Casement Æðsta ráð IRB, sem sat í Banda- Casement stendur hér fyrir miðju í lyftingu kafbátsins U-19 á leið í hina afdrifaríku för sína til frlands. ríkjunum fól megnið af undirbún- ingnum cldhcitum ættjarðarvini, Sir Roger Casement, sem áður hafði verið virtur embættismaður í nýlend- um Breta og hlotið heiðursmerki fyrir mannúðarstörf í Belgíska Kongo og Putemayo. Var Casement sendurárið I914til þcssuðsemja við Þjóðverja um aðstpð og undirtektir fékk hann allgóðar. Var honum heitið bæði vopnum og tveimur skip- um til þess að flytja þau til írlands, auk ráðgefandi foringja, sem starfa áttu með uppreisnarmönnum. Margan kann að undra hvernig á því stóð að helstu og hatrömmustu félagar í IRB voru í Bandaríkjunum. En ástæðan var sú að þessir menn höföu farið úr landi aður en stjórn Bretu tók að skána og verða rétt- sýnni, eða þá að þeir voru synir útflytjenda frá dögum hungursneyð- arinnar sem alið höfðu þá upp í glóandi Bretahatri. Voru þeir því hálfu andbreskari en írar á írlandi. í Þýskalandi hcimsótti Casement landa sína í stríðsfangabúðum og reyndi að telja þá á að koma til liðs við uppreisnarmenn, en með litlum árangri. Ekki vildi hann þiggja'bein- un fjúrstuðning af Þjóðverjum'og má það teljast einkennilegt af bylt- ingarmanni. Casement stóð í stöð- ugu sambandi við landa sína í Amer- íku með dulmálsskeytum, en vissi ekki um að Bretar höfðu þegar ráðið dulmálið og gátu því fylgst með öllum hans athöfnum. Átti það eftir að hefna sín illilega sem nærri má geta. Loks var ákveðið að Casement sigldi til írlands frá Þýskalandi hinn 3ja apríl. Skyldi hann fara með káfbáti. en vopnin með flutninga- skipinu Aud. Voru menn smeykir um að skipinu tækist ekki að komast gegn um hervkí Breta á hafinu, en riú komst skipuð norður fyrir Skot- land til Tralee Bay á írlandi í versta veðri heilu og höldnu. (Bretar vissu nákvæmlega um ferðir þess og létu það sleppa í gegn.) Enginn beið skipsins þegar á áfangastað kom en eftir sólar- hringsbið bar að bresk gæsluskip, sem tóku það og færðu til hafnar. Skipstjórinn sprengdi hins vegar botn skipsins í hafnarmynninu og lauk þar sögu þess á hafsbotni. Casement, sem kom til Tralee Bay um svipað leyti var settur á land og beið hannlcomu írskra sjálfboðaliða úti á víðavangi. í stað þeirra bar hins vegar að breskan herflokk. sem færði hann rakleitt í fangelsi. Látið til skarar skríða Leiðtogi sá sem hefja átti upp- reisnina í Dublin Patric Pearse, fékk skjótt upplýsingar um afdrif þýska skipsins og Casements, - en upplýs- ingarnar bárust líka vopnabróður huns, MucNcill, sem eins og áður segir hafði verið dulinn þess sem til stóð. MacNeill áttaði sig strax á því hvað á gekk og gerði þegar ráðstaf- anir til þess uð afstýra þessu frum- hlaupi. Ætlunin hafði verið að boða írska sjálfboðaliða til vanalcgra æf- inga í Dublin á páskadag þann 23. • apríl en einmitt þá átti uppreisnin að hefjast. Setti MacNeill nú auglýsingu í blað þess efnis að æfingunum væri aflýst. Var þetta mikið reiðarslag fyrir uppreisnarmenn. Foringjarnir, Pearse og næst- ráðendur hans, hittust á páskadags- morgun og réðu ráðum sínum. Var ákveðið að þrátt fyrir að sendingin frá Þýskalandi hefði brugðist og Patric Pearse ákvað að láta til skarar skríða, þótt a&stoð MacNe- ill hefði brug&ist og þýska vopna- sendingin lægi á hafsbotni. liðsstyrkur MacNeill, yrði látið til skarar skríða. Skyldi uppreisnin hefjast daginn eftir, mánudag. Furðulegt má telja að Bretar höfðu ekkert aukið viðbúnað sinn í borginni, þrátt fyrirkomu Casement og vopnaskipsins. Voru margir helstu foringjar þeirra meira að segja í fríi eða á veðreiðum, þegar uppreisnin hófst. Hefur það löngum þótt skrýtið hvað þessu olli og hafa sumir viljað ganga svo langt að telja að Bretar hafi blátt áfram óskað eftir uppreisninni, til þess að geta tekið eftirminnilega í hnakkadrambið á lýðveldissinnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.