Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. mars 1986 Tíminn5 Frá David Keys í Hong Kong ÞORRINN GERIR VÍÐREIST íslenskur matur fluttur til Kína Nei, heyrðu mig, vinur. Nú er komið að mér að bjóða. Kínversk matargerðarlist hefur löngum vakið athygli sökum hinna óvenjulegu rétta, eins og soðinna hunda, hauslausra snáka og apa- heila. En nú stendur hún frammi fyrir sterkum samkeppnisaöila, - hinu hefðbundna íslenska þorra- fæði. Á eynni Hong Kong í suður- hluta Kína ætlar stærsta veitinga- sölukeðjan þar í borg, sem rekur alls sextíu og sex veitingastaði. að hrinda af stað áætlun sinni um íslenska matargerðarhátíð. Mestan áhuga hafa Kínverjar á íslenskum fiski og öðrum þeim réttum sem íslendingar eru hvað frægastir fyrir, en ef reynist mögulegt að færa 12 ára hákarl. sviðshausa eða hrútspunga inn á hátíðarmatseðilinn, er kínvcrskum furðuréttum ógnað fyrsta sinni. Jafn- vel er talið, að íslenskt brennivín yrði vinsælt í 5 milljón manna borg Hong Kong, en íbúar hennar hafa lcngi haldið tryggð við brjóstbirtuna þeirra, sem þeir kalla Moutai, og er bruggað úr grænmcti eftir 300 ára gamalli forskrift og mun vcra, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum kínverskum, 106% að styrkleika. Veitingahúsakeðjan, sem mun halda hina íslensku átveislu, heitir Maxims og til hennar sækja um hálf milljón hungraðra gesta ár hvert. „Okkur langar til að halda íslenska matargerðarhátíð vegna þess, að íbúar Hong Kong vilja reyna eitt- hvað nýtt," sagði aðstoðarsölustjóri Maxims, Frank Wuen. „Við munum reyna að hafa á boð- stólum hina scrkennilegu rétti ís- lenskrar matargerðarlistar, sem þá verður að fljúga með hingað, bcint frá íslandi." sagði Wucn ennfremur í viðtali við fréttaritara Tímans. „Við höfðum samband við heiðurs- konsúlinn íslenska í Hong Kong þcgar við höfðum fengið hugmynd- ina að hátíðinni og spurðum hann ráða," sagði Wuen. „Aðalstjórn fyrirtækisins fjallar nú um málið." Maxims hefur áður haldið fjórar sams konar hátíðir og þá einbeitt sér að amerískri, franskri, þýskri og ítalskri matargerðarlist. Allar hafa þær átt miklum vinsældum að fagna. Veitingasölukcðjan rckur tuttugu og fjóra cvrópska matsölustaði, tuttugu og sex kínverska. scxtan skyndibita- staði og auk þcss sextíu og fimm bakarí. - allt saman í Hong Kong. Hvcrgi eru fleiri vcitingastaðir á mann cn þar. Ef frá cru taldir allir útistaðir í Hong Kong stcndur samt sem áður eftir einn veitingstaður á hverja 1000 íbúa. Að borða er þjóðarástríða Kinverja. Stór hluti matsölustaðanna býður alls kyns kínverska rétti, mcðal annars súpu soðna úr hákarlauggum.djúpsteikt kjúklingalæri, soðna bjarnarhramma, hauslausa en óeifraða snáka og loks hundakássu. Hinsvegar er furðulcg- asti rétturinn í pottum þcirra Kína- manna, heilinn úr apa. bannaður meö lögum og þcss vcgna cr erfitt að fá hann auk þess sem hann er l'okdýr. Innflutningur á íslenskum þorramat til Hong Kong ætti að auka cnn mcira fjölbreytni matseðla á kínvcrskum matsölustöðum og vcrður jalnvel cnn ein skrautfjöður- iri í hatti þcirra hjá Maxims. -4 Til Hamborgar á afmælisdaginn Nýr áætlunarstaður Arnarflugs í Vestur-Þýskalandi JfARNARFWG ^^rt. Lágmúla 7, simi84477 Á tíu ára afmæli sínu, 10. apríl næstkomandi, opnar Arnarflug nýjan áfangastaö í Evrópu þvi þá hefst áætlunarflugið til Hamborgar. Hamborg er stærsta borg í Vestur-Þýskalandi og hefur, allt frá dögum Hansakaupmanna, verið ein helsta verslunarmið- stöð landsins. En Hamborg er meira en verslunarmiðstöð. Hún er ein grænasta borg í Evrópu og fagrir skemmti- garðar laða til sín þúsundir gesta á góðum dögum. Menning og listir blómstra í óperunni, ball- ettinum, hjá sinfóníu- hljómsveitunum þremur og í fjölmörgum myndlist- arsöfnum. Skemmtanalífið er svo kapítuli alveg út af fyrir sig. Hvort sem þú þarft að sinna viðskiptum eða vilt njóta lífsins, hefur Ham- borg það sem þú ert að sækjast eftir. Þaðan er líka stutt til margra annarra skemmti- legra borga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.