Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 27. mars 1986
r-~—**^—r~~ i' i ii i---------1 i ' i w » i--------1------
md-ÍKRQSS5ATAN
rr*
rr^-
ATA
Þcssi skcöi á námsárum mínum í
ónefndri borgíBandaríkjunum,ég
ætlaði á tónleika ásamt nokkrum
amerískum vinum mínum.
Þegar við komum að miðasöl-
unni tjáði tröllvaxinn dyravörður
okkur að þaö væri uppseít.
Við höfðum ekki farið alla þessa
leið fyrir ckki neitt og því reyndum
við að bera fé á hann til þess að
leysa málin, en vöðvabúntið var
ekkert nema heiðarleikinn. En
þegar við hækkuðum mútuféð þá
varð hann þægilegri og að lokum
sagði hann að ckki væri hægt að
hleypa okkur inn að framan, en
baka til væri brunastigi og hann
væri fús til þess að laumast og opna
dyrnar fyrir okkur. Þetta var að
sjálfsögðu fjarri löghlýðnu eðli
okkar að laumast inn en allt fyrir
málstaðinn.
Einhvern vcginn atvikaðist það
þannig að ég var sá fyrsti upp stig-
ann og þegar ég komst alla leið upp
sá ég að hurðin var læst og rúða
brotin í glugga við hliðina á. Það
var frekar þröngt þarna en við bið-
um hinir rólegustu eftir að dyra-
vörðurinn kæmi og uppfyllti sinn
hluta af samningnum.
Eftir smá stund heyrðum við að
eitthvað var rjálað við hurðina og
síðan laukst hún upp. í dyrunum
stóðu þrír fílefldir og stukku til
okkar. Þetta voru ekki viðtökurnar
sem við áttum von á og því ætluð-
um við að láta okkur hverfa hið
snarasta. Vinir mínur bókstaflcga
flugu niður en ég sem sá síðasti var
dæmdur til þess að lenda í klónum á
vörðunum. Síðan var ég dreginn
inn og niður í einhverja smá kompu
og látinn dúsa þar. U.þ.b. korteri
síðar opnuðust dyrnár og tveir lög-
regluþjónar komu inn og byrjuðu
að lesa mér rétt minn. Allt sem þú
getur og mun verða notað
þér o.s.frv., síðan var ég
handjárnaður og út í bíl og niður á
stöð.
Þegar þangað kom var cg leiddur
fyrir varðstjórann, sem spurði mig
að nafni. (Eg verð að lauma því inn
að ég talaði ensku án hreims.) Ég
svaraði að ég héti hinu ágæta ís-
lenska nafni Gunnar Jónsson.
Ha. ha hcyrðist í varðstjóranum
og fannst honum þetta greinilcga
ágætur brandari, síðan sagði hann
byrstur, út með nafnið. Gunnar
Jónsson frá íslandi endurtók ég, þá
fauk í hann og hnefinn á loft og á
mig. Það small í kinnunum á mér,
helvítið hafði haft hring þannig að
þaðsveið.
Þannig gekk það í smátíma,
varðstjórinn vildi fá gott og gilt
amerískt nafn, sagðist ekki kunna
við svona hortuga snáða og það
væru ýmis ráð til þess að fá gutta
eins og mig til þess að tala.
Skilríkjalaus eins og ég var þá
gat ég lítið sannað og ckki þorði ég
fyrir mitt litla líf að gefa upp
heimilisfangið á fjöskyldunni sem
ég dvaldi hjá, þau hefðu fengið
taugaáfall, drengurinn í fangelsi.
Loksins þegar ég hélt að hann ætl-
aði alveg að sleppa sér þá sagði ég
John Wayne eða eitthvað álíka.
Það leist honum betur á.
Þess skal getið að ég var aðeins
við skál þannig að það hefur senni-
lega spilað inn í að hann trúði mér
ekki.
Þegar ég hafði játað þetta nafn
¦var mér tilkynnt að ég væri ákærður
fyrir innbrotstilraun og brot á rúðu
og sfðan var ég drifinn inn í klefa
og... Klefinn var sirka 2x2 metrar
ogtveirfélagarvoruþarfyrir. Ann-
ar var sá svipljótasti maður sem ég
hef séð um æfina og ekki var mikið
fyrir vingjarnlegheitunum að fara
hjá honum. Mælti ekki orð við mig
þá liðlega þrjá tíma sém ég dvaldi
þarna, sat bara og starði blíðlega á
mig. Hinn var sennilega heróín-
neytandi og var það átakanlegt að
heyra öskrin í honum, kvaldist óg-
urlega greyið. Ég hef rekist á margt
ömurlegt um æfina en heróínneyt^
andi er eitt það versta sem ég hef
séð.
Hvað um það, eftir þrjá tíma var
ég leystur út gegn tryggingu af vin-
um mínum sem höfðu farið að
grennslast um mig. Tryggingar-
gjaldið var 50 dollarar. Strákarnir
gáfu upp rétta nafnið á mér, voru
með skilríki mín og varð varðstjór-
inn þá hinn blíðasti.
Málalokin á þessu öllu urðu þau
að þrem vikum síðar var ég dæmd-
ur til þess að greiða 100 dollara
sekt og rúðubrotið. Ég varð feginn
þessum endi og taldi mig sleppa
ágætlega miðað við aðstæður eftir
því sem fróðir menn sögðu mcr.
Eftir þetta litla æfintýri þá held
ég að ég vildi frekar lenda í klónum
á íslenskú réttvísinni, heldur en
þeirri bandarísku. En greiðvikni
dyravörðurinn, mér verður alltaf
hugsað hlýlega til hans.
Frímann
15-2-86
vn E T F
-í KO N A N -* E R E KK T ^V J
F a L D fí F E Y K I R J2> ö L
S u M fí R r Ðlll d| 'o L
fl T fl P A R WhVÆ R i M
¦v l||l NEfl K R fl D I
L E N fi ¦ N h\Ð J '0 D 4 Ð
E Y Ð U M W ft R| S M r A s Á L fl A
K fl T M a V D U ms f\Tp s T fl N T> m
fi K\V E GjMv r|ó ||m fi^ K G fi V M S
R« E tHH^Iik ö S K| Á S U L i V R
H L V 1 T U K M fí N ft r s X R 'ftW I 6
S> T, t? S 0 r fi N D 1 > E T fi ¦ SIV i p S u K
Æ R M I L S • ¦R ft A L i T f o l k> T I N M
5 fl v l s K ft L U s F F fl|N P
LJÓÐAKVÖLD
Á GAUKNUM
Félagið Ljóðormurinn heldur
fund þriðjudaginn 1. apríl. Ljóð-
ormurinn er félag áhugamanna um
Ijóðlist og hcfur sá háttur vcrið
hafður á fundum þcss að fengin eru
nokkur skáld til að kynna Ijóð sín,
þekkt og önnur minna þckkt.
Fundirnir,' sem haldnir eru 1.
þriðjudag í hverjum mánuði, hafa í
scinni tíð verið haldnir á loftinu á
Gauki á Stöng. Og geta viðstaddir
neytt kaffis eða annarra veiga undir
ljóðlistinni.
Formaður Ljóðormsins er Pjetur
Hafstein Lárusson skáld. Félagið
gcfur út tímarit, samnefnt félaginu.
Síðasta tölublað Ljóðormsins (2)
kom út í október sl. Par er að finna
Ijóð m.a. cftir Porstein frá Hamri,
Gyrði Elíasson, Sonju B. Jósdóttur,
Berglindi Gunnarsdóttur, Jón úr
Vör og Ölaf Haraldsson. Einnig
Ijóðaþýðingar og umsagnir um
bækur.
Þá eru og í Ljóðorminum upplýs-
ingar um þá höfunda sem Ijóð eiga í
tímaritinu og einkar merk skrá um
útgefnar Ijóðabækur ársins 1985,
þ.e. þær bækur sem ritstjórum Ljóð-
ormsins var kunnugt um í október-
lok.
Ritstjórar eru: Eysteinn Þorvalds-
son. Hcimir Pálsson, Pjetur Haf-
stcin Lárusson og Þórður Hclgason
(ábm.).