Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 22

Tíminn - 27.03.1986, Blaðsíða 22
22 Tírninn Fimmtudagur 27. mars 1986 Reagan hefur ýmsa mæðu af börnum sínum Sonurinn gerir grín að honum í sjónvarps- þáttum og dóttirin ætlar að gera kvikmynd um skavankana í fjölskyldulífinu Alls staðar þar sem Ronald Reag- an og kona hans Nancy koma gefa þau umheiminum heillandi mynd af sér: Það eru heillandi bros og handa- bönd og allt ber vitni um þá heimilis- hamingju og festu sem helst er hægt að óska sér. En samt eru aðstæðurnar í fjöl- skyldunni engin sérstök fyrirmynd. Sú pólitík sem forsetinn hefur rekið í eigin fjölskyldumálum er ekki sér- lega traust. Nú eru það börn hans sem fengið hafa sjálfar undirstöður Hvíta hússins til að skjálfa. Engin dæmi eru um það í sögunni að börn Bandaríkjaforseta hafi unnið sér það til fjár og frama að bera út slúðursögur um foreldra sína. Sonurinn Ron, sem er 27 ára, lét sig hafa það á dögunum að dansa rokk á nærbuxunum einum fata með sviðsmynd að baki sem var eftirlík- Reagan hjónin óskuðu Ron til hamingju árið 1981, þegar hann var ráðinn dansari við Metropolit- an. En sá ferill varð skammur. ing af embættisskrifstofu föður hans. Um svipað leyti gaf dóttirin Patti út bók með sjálfsævisögulegu ívafi, „Heimavígstöðvarnar". í bókinni, sem hún segist hafa samið til þess að bjarga sjálfsímynd sinni, ræðst hún gegn þeim gildum sem hinir frægu foreldrar hennar hafa staðið fyrir. Bokin, sem hefur selst gífurlcga, þótt eintakið kosti 16 dollara, segir frá stúlku sem vex upp á dögum MALLORKA SUMARAUKI 9. APRÍL Vegna frábærra samninga við samstarfsaðila okkar á Mallorka bjóðum við fjög- urra vikna ferð á þriggja vikna verði 9. apríl til 6. maí. Og við bjóðum enn betur. Börn innan 12 ára aldurs fá frítt með foreldrum sínum. Þetta er einstakt tækifæri, f rábær sumarauki. Allar nánari upplýsingar á skrifstof unni. Vfcrð frá 17.800,- pr. fjölskyldumeðlim.* "Verðdæmið er jafnaðarverð fyrir fjögurra manna fjölskyldu. FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, símar: 28388 og 28580. Víetnam stríðsins og er kúguð vegna óbilgirni erkiíhaldssamra foreldra sinna. Faðir hennar er kaliforníski fylk- isstjórinn Robert Canfield og er honum lýst sem valdagírugum harð- stjóra. Móðirin, Harriet Canfield, á hins vegar að vera köld kona og viljasterk, „tilfinningalítil og upp- stríluð". Tvímælalaust er nokkur svipur með þessu og foreldrum höfundar- ins. Þarna kom Patti algerlega aftan að föður sínum og móður. í bókinni veitir hún útrás ýmissi gamalli gremju: „Ef það skyldi koma til þess að loftvarnaflauturnar fara að ýlfra aftur," lætur hún föðurinn segja, „þá flýtið ykkur inn í búningsher- bergið, því þar eru engir gluggar." Eftir sigursæla kosningabaráttu læt- ur hún móður sína segja: „Ég get varla beðið með að breyta innan- hússskreytingunum í Hvíta húsinu." Patti sendi foreldrum sínum ekki bókina, fyrr en hún var komin í verslanir. Hún óttaðist að hinn langi armur föður hennar yrði réttur fram og útgáfan stöðvuð. Hún mótmælir því harðlega að hafa skrifað bókina í ágóðaskyni: „Ég varð að losna við þetta aílt," segir hún. „Ég gat ekki lengur flúið sjálfa mig. Mér er það aukaatriði að faðir minn er svona þekktur maður. Fyrir mér er hann aðeins faðir minn. Eftir að hafa komið bókinni frá mér er ég frjálsari og ánægðari." Ronald Reagan reynir að halda stillingu sinni á yfirborðinu, þrátt fyrir útgáfu bókarinnar, en undir niðri má ætla að forsetanum sé heitt í hamsi. Líklega hugsar hann svipað og hann eitt sinn sagði um Patti: „Það er leitt að flengingar skuli ekki tíðkast lengur." Frá barnæsku var Patti erfið og þrjósk og var hún að því leyti ólík hálfsystkinum sínum af fyrra hjóna- bandi Reagans, Maureen, sem er 44 ára og Michael, sem er 40 ára. AHir afkomendur Reagans búa í hinni sólríku Kaliforníu og þau láta nægja að hringja til Washington við sérstök tækifæri, en senda þó fremur póstkort. í>að er dæmigert að þegar Patti fékk taugaáfall 1981 vegna ofreynslu, lét hún foreldrana ekkert til sín heyra. Henni var meinilla við það er Reagan fór í framboð til forseta, því hún óttaðist að missa hann alveg út í stjórnmálin. Hún gerðist líka andvíg stjórnar- stefnu hans. Þegar Reagan fór að sækja um milljarða dollara framlög 'til vígbúnaðar, gerðist hún ákafur andstöðumaður kjarnavopna. Til þess að undirstrika sjálfstæði sitt tók hún líka að reykja hass og marijú- ana. Fleiru tók hún upp á í leitinni að sjálfri sér, sem varð föður hennar til skapraunar. Hún lék í ómerkilegri kvikmynd í nektarhlutverki. Þá spreytti hún sig sem sönglaga- höfundur, þótt platan sem hún hafði á prjónunum kæmi aldrei út. Einn vina Reagan fjölskyldunnar sagði um þessa þverúðugu dóttur forset- ans: „Hún gengur í gegn um vegginn í stað þess að nota dyrnar." Patti kaus að nota föðurnafn móð- ur sinnar í stað Reagan nafnsins og kallar sig því Davis, sem er jafn algengt í Ameríku og Guðmunds- dóttir á íslandi. Gegn vilja foreldra sinna bjó líún í fjögur ár í London Þegar Reagan kallaði eftir fjárveit- ingum til vígbúnaðar helgaði Patti sig óspart friðarbaráttunni. Patti Davis (Reagan) hefur þreifað fyrir sér sem leikona, sönglagá- smiður og skáldsagnahöfundur. með gítarleikaranum í „Eagles", Bernie og sannaði þar með að hún hefur að Iífsmottói: „Vísasti vegur- inn til þess að fá mig út í eitthvað er að banna mér það." Eftir annað samband með leikar- anum Peter Strauss, giftist hún loks jóga-kennaranum Paul Grilley. Það var hann sem lagði til nafnið á nýju bókina, „Heimavígstöðvarnar". Til þess að auka fagmannsbraginn á rituninni fór rithöfundurinn Maur- een Strange yfir handritið og lagaði það til. Ekki þurfti bróðirinn Ron Reagan hins vegar neinn hjálparkokk þegar hann skrifaði frásögn fyrir Playboy um topp-ráðstefnuna í Genf. Frá- sögnin jaðraði aftur á móti við að verða tilefni til milliríkjamáls. Til dæmis lýsti hann tveimur sovésku leynilögreglumönnunum sem „hálf- bjánum sem brytu valhnetur með hausnum, því það væri svo nota- legt". Bandarískur diplómat lá ekki á þeirri skoðun sinni að slík skrif væru skaðleg fyrir bandarísk-sovésk viðskipti. Annars hefur ferill þessa upp- flosnaða stúdents frá Yale háskóla orðið Reagan til lítillar gleði. Hann stóð í biðröð með atvinnulausum ballettdönsurum í New York 1983 og sást vera að sníkja út atvinnu- leysistyrk, sem nam 125 dollurum. Honum er farið að ganga betur upp á síðkastið, þar sem hann hikar nú ekki við að nota fjölskyldunafnið sér til framdráttar. Nýlega gerði hann samning við sjónvarpsstöðina ABC til eins árs. Áður reyndi hann fyrir sér sem gamanleikari. Þá stóð hann og hélt á kúst, sem hann þóttist Ieika á sem gítar, og hafði skrifstofu pabba gamla í baksýn. í sama þætti lék hann móður sína sem keðjureyk- ingakonu og ávann sér vanþóknun samstarfsmanna föður síns, sem sök- uðu hann um smekkleysu. Bandaríkjamenn mega búast við enn fleiri „smekkleysum" frá hendi barna forsetans á næstunni. Til dæm- is undirbýr Patti nú gerð kvikmyndar eftir skáldsögu sinni. Hún hyggst sjálf fara með aðalhlutverkið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.