Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Laugardagur 12. apríl 1986
fLausarstöðurhjá
Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Forstöðumannastaða við skóladagheimilið Forn-
haga 8. Umsóknarfrestur til 23. apríl.
Fóstrustöður á eftirtalin heimili: Dagheimilin Aust-
urborg, Suðurborg, Völvuborg, Múlaborg, Dyngju-
borg og Flagaborg. Dagheimilin/leikskólana
Hraunborg, Rofaborg og Ösp.
Leikskólana Arnarborg, Feilaborg, Leikfell, Lækja-
borg og Staðarborg.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar-
fóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27222 og
forstöðumenn viðkomandi heimila.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást
fyrir kl: 16.00 mánudaginn 28. apríl.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í
breytingar á vatnslögn frárennslislögn og bíla-
stæði við veiðimannahús við Elliðaár.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
22. apríl nk. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYK1AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvtgi 3 — Simi 25800
Viðskipti þín eru þitt
einkamál.
Djarfan leðurfatnað
frá „The Leather
mistress'*.
Hjálpartæki ástalifs-
ins frá „House of
Pan“.
Meira úrval á staðn-
um en þig grunar.
Auglýsum daglega í
DV-smáauglýsingum.
Viðskiptatraust í fyr-
irrúmi.
Sendum i ómerktum
póstkröfum.
aðu, hjá okkur er
viðskiptavinurinn
númer eitt.
Litbæklingar yfir
alla vörutitla kr.
lSOstk.
Hamingja þín er Tökum upp nýjar
okkarfag. vörur í viku hverri.
Sexý undirföt frá
„Lady of Paris“.
Post box 7088 — 127 Reykjavík
Brautarholti 4—105
Símar 1 44 48 og 15 14 5
opiðfrá 10.00 tíl 18.00.
Bankaábyrgð á ávísunum
mikið fagnaðarefni
- segir Erla Jónsdóttir hjá RLR
„Rannsóknarlögreglu ríkisins hef-
ur alltaf borist töluvert af kærum út
af lágum ávísunum, en lítið hefur
verið hægt að sinna þeim, vegna þess
að það eru svo mörg mál með þyngri
sakarefni, sem eru látin ganga fyrir,"
sagði Erla Jónsdóttir hjá RLR og
sagði hún að það væri því mikið
fagnaðarefni, að ákveðið hefur verið
að gefa út bankakort fyrir heiðarlega
ávísananotendur. Til þess að mál út
af lágum ávísunum séu tekin fyrir,
þarf fleiri en eina kæru á sama aðila,
eða ef viðkomandi aðili hefur áður
verið dæmdur fyrir auðgunarbrot.
En nteð tilkomu bankaábyrgðar á
ávísanir allt að kr. 3000.- má ætla að
þessum kærum fækki all verulega.
Erla benti á, að þetta myndi fækka
kærum vegna falsaðra ávísana svo
framarlega sem viðtakendur ávísana
notuðu sér þessa þjónustu rétt,
þ.e.a.s. með því að bera saman
rithönd á bankakortinu og ávísun.
Ef ávísun fer yfir þrjú þúsund króna
markið, tekur bankinn enga ábyrgð
á neinum hluta upphæðarinnar, og
er ávísun alveg á ábyrgð viðtakanda
ávísunar.
Umboðssvikamál vegna kredit-
korta voru á síðasta ári alls 52 að
tölu og samtals upphæð þeirra um
sjö milljónir króna. Umboðssvika-
málum (þar sem úttekt er umfram
heimild) hefur heldur farið fjölgandi
upp á síðkastið, en engin stórmál á
því sviði hafa komið uþp nýlega, að
sögn Erlu.
-ABS
Hið konunglega billjardborð var óðum að taka á sig sína fyrri mynd, eftir að hafa legið í nær 60 ár í kassa, þegar
Ijósmyndari blaðsins kom við í Ballskák á Skúlagötunni. Gylfi Guðmundsson, einn af eigendum Ballskákar hf.,
lítur stoltur ylír eign sína meðan iðnaðarmaður skrúfar borðið saman.
Konunglegt billjardborð
Billjardborð Carol II næst síð-
asta konungs Rúmeníu hefur nú
lcnt upp á íslandi, eftir að hafa
legið ofan í kassa frá 1928.
Það var fyrirtækið Ballskák hf.
sem festi kaup á gripnum og mun
það prýða billjardstofu þess á
Skúlagötu, sem opnar í dag klukk-
an sex. Borðið keyptu þeir Ball-
skákmenn í Portúgal af manni sent
boðið hafði í búslóð Carol II frá
útlegðarárum hans í París. Borðið
er vandað að gerð, þó ekki fari
mikið fyrir konunglegu útflúri á
því. Með borðinu fylgdu ýmsir
aukahlutir, m.a. kúlur úrfílabeini,
en það efni var notað í billjardkúl-
ur áður en gerviefni leysti það af
hólmi.
Pjóðverjar neyddu Carol þenn-
an II til þess að afsala krúnunni til
sonarsíns, Micael, árið 1940. Áður
hafði hann unnið sér það helst til
frægðar að láta Sovétmenn neyða
sigtil þess að gefa Ungverjum þá
frægu Transilvaníu gse
Endanlegar aflatölur 1985:
Besta af laár til þessa
Endanlegar tölur liggja nú fyrir
frá Fiskifélagi íslands unt fiskaflann
árið 1985. Heildaraflinn nam
1.672.757 tonnum og er það mesti
afli á einu ári í sögu fiskveiða við
landið. Verðmæti aflans upp úr sjó
nam 12,8 milljörðum króna og er
það um 47% hærra en árið áður.
Aflaverðmæti bátaflotans var 7,1
milljarður og aflaverðmæti togara-
flotans5,7 milljarðar. í þessum afla-
tölum er rétt að benda á að hlutur
loðnunnar var lang mestur eða 993
tonn og er það 128 þúsund tonnum
nteira en í fyrra. Verkunarskipting
aflans sem hér segir: í frystingu
410,200 tonn; í söltun 171,486 tonn;
í herslu 5,159 tonn; í mjölvinnslu
928,184 tonn; innanlandsneyslu
7,074 tonn; í ísfisk 147,577 tonn.
Breytingar milli áranna 1984 og
1985 í heildaraflamagni námu 10%
aukningu. Þorskaflinn jókst unt 15%
og loðnuaflinn unt 15%, ýsuafli um
5%, en skarkolaaflinn jókst lang-
mest eða 27%. Hins vegar minnkaði
aflamang annarra helstu fisktegunda
ss. ufsa (—9%), karfa (-16%) og
löngu (—10%). -BG
Starfslaun listamanna:
40 listamenn fá starfslaun
Úthlutunarnefnd starfslauna
listamanna hefur nú sent frá sér
tilkynningu unt hvernig þeim verði
skipt í ár. Alls fengu 40 listamenn
starfslaun af þeim 120 sem um þau
sóttu.
Samkvæmt fjárlögum skal
4.692.000 kr. skipt á milli lista-
manna, og skal starfstíminn vera
frá þremur og uppí tólf mánuði og
miðast launin við byrjunarlaun
menntaskólakennara.
Tveir listamenn fengu 12 mán-
aða starfslaun; Haukur J. Gunn-
arsson leikstjóri og Jóhanna Krist-
ín Yngvadóttir. 7 listamenn fengu
6 mánaða laun og 31 þriggja mán-
aða laun.
Skipting á milli listgreina var
þannig; 27 myndlistarmenn. 8 tón-
listarmenn, 3 rithöfundar og 2
leikhússmenn.