Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. apríl 1986
Tíminn 13
Félagframsóknarkvenna í Reykjavíh
Félag framsóknarkvenna i Reykjavík heldur aöalfund miðvikudagin:;
16. apríl nk. kl. 20.30 aö Hótel Hofi.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Ráðstefna - sveitarstjórnarmál
Ráöstefna um sveitarstjórnarmál veröur haldin laugardaginn 19. april
nk. aö Hótel Hofi i Reykjavík, og veröurdagskrá hennareftirfarandi:
Ráðstefna frambjóðenda og kosningastjóra 19. apríl 1986.
Dagskrá:
Kl. 10.00 Setning, Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra.
10.15 Ávarp, Guðmundur Einarsson
10.30 Kynning þátttakenda.
10.45 Ríkisstjórnin og sveitarfélögin, Alexander Stefánsson
félagsmálaráöherra
11.15 Sameiginleg stefnumál
a) Atvinnumál
b) Æskulýösmál
c) Umhverfismál
d) Fjölskyldumál
12.15 Matarhlé
13.15 Hópvinna
14.15 Umræöur
15.30 Kosningarnar og flokksskrifstofan, Guömundur
Bjarnason, ritari Frams.fl.
15.45 Umræöur
16.15 Handbók um kosningastarfiö
16.30 Starfiðtil kosninga, Magnús Ólafsson
16.45 Umræöur
17.15 Ráöstefnuslit
18.00 Móttaka
19.30 Sameiginlegur kvöldveröur
Þátttaka í ráðstefnunni óskast tilkynnt flokksskrifstofunni fyrir 12.
apríl. Vegna samningar handbókar um kosningastarfiö þarf aö
tilkynna skrifstofu flokksins heimilisfang og símanúmer kosningaskrif-
stofa strax og slíkt hefur veriö ákveöiö.
Framsóknarflokkurinn
Húsvörður
Óskum eftir að ráða mann í húsvarðarstarf.
Við leitum að heilsuhraustum manni á góðum aldri.
Nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAG A
STARFSMANNAHALD
LINDARGÖTU 9A
Framsóknarfólk Vestfjörðum
Fundir meö trúnaðarmönnum Framsóknarflokksins veröa
haldnir á eftirtöldum stööum dagana 12. og 13. apríl n.k.
BÍIdudalur laugardaginn 12. apríl kl. 15.00
Tálknafjörður sunnudaginn 13. aprílki. 14.00
Patreksfjöröur sunnudaginn 13. apríl kl. 20.30
Á fundina koma formaöur Framsóknarflokksins, Steingrímur
Hermannsson, Unnur Stefánsdóttir formaöur Landssam-
bands framsóknarkvenna og Jón Sigfús Sigurjónsson fyrir
hönd Sambands ungra framsóknarmanna.
HLJÓMSVEITIN R0CKET
VANN FYRSTU L0TU
STRÁKARNIR í R0XZY
Landsbyggðin vann með yfir-
burðum á fyrsta Músiktilrauna-
kvöldi Tónabæjar og Rásar 2, sem
fram fór síðastliðið fimmtudags-
kvöld. Sigurvegari á kvöldinu var
hljómsveitin Rocket frá Vík í
Mýrdal, í öðru sæti var hljómsveit-
in Þema frá Akranesi. Þessar tvær
hljómsveitir keppa til úrslita
lokakvöldi Músiktilrauna, ásamt
tveim efstu hljómsveitum næstu
tilraunakvölda.
Aðrar hljómsveitir sem fram
komu þetta fyrsta tilraunakvöld
voru Drykkir innbyrðis frá Akur-
eyri og hljómsveitirnar Sex púkar
og Fyrirbæri frá Reykjavík.
Aðsókn og stemmning á þessu
fyrsta Músiktilraunakvöldi lofar
mjög góðu. Salurinn í Tónabæ var
þétt setinn og tölvísir menn full-
yrða að þar hafi verið vel yfir tvö
hundruð manns að fylgjast með
hljómsveitunum.
Áheyrendur greiða hljómsveit-
unum atkvæði á tilraunakvöldun-
um, svo það telst sveitunum óneit-
anlega til tekna efþæreru vinmarg-
ar. Það kom líka vel í ljós í
Tónabæ, því stór og mikil rúta
fylgdi Rocket alla leið frá Vt'k í
Mýrdal. Þeir Víkverjar og aðrir
áhorfendur hvöttu sína menn og
settu skemmtilegan svip á tilrauna-
kvöldið.
í fyrra vann bárujárnssveitin
Gypsy, en á þessu fyrsta tilrauna-
kvöldi bar ekki á bárujárninu.
Hljómsveitirnar fluttu texta sína
ýmist á íslensku eða ensku og
vandséð var hvort tungumálið var
ofaná, þrátt fyrir heilmikinn áróð-
ur fyrir íslenskunni á síðustu mán-
uðunt.
Hljómsveitin Possibillies var
gestur kvöldsins og stóðu þeir sig
með ágætum, þetta fyrsta skipti
sem þeir spila opinberlega eftir að
sveitin skipti úr Bítlavinafélaginu
yfir í Possibillies.
Næsta tilraunakvöld vcrður
haldið næstkomandi fimmtudags-
kvöld og þá koma fram sjö hljóm-
sveitir, Antarah frá Kópavogi, Spl-
endit frá Njarðvíkum, Zappa úr
Reykjavík, Orvis úr Keflavik,
Sweet Pain úr Reykjavík, Greif-
arnir frá Húsavík og Voice úr
Reykjavík. Gestir kvöldsins verða
Strákarnir.
Það var þörf breyting sem þeir
Roxzy-menn gerðu á húsnæðinu
áður en þeir opnuðu staðinn.
Breyting sem gerir það að verkum
að hægt er með góðu móti að halda
tónleika í húsinu, nokkuð sem
varla var mögulegt í Safarí.
Löggiltur ljósmyndari poppsíð-
unnar hryllti sig í hvert skipti sem
honum var stefnt á staðinn, mald-
aði í móinn og sagði það lífsins
ómögulegt að mynda í húsinu, því
vegna þrengsla sæjust hljóðfæra-
leikararnir ekki því eigin hljóðfæri
skyggðu á þá. En nú er tíðin
önnur, sviðið hefur verið fært um
set, það er rýmra og það sem
skiptir máli er að áhorfendur fá
tækifæri til þess að virða hljóðfæra-
leikarana fyrir sér, nokkuð sem
telja má nauðsynlegt á tónleikum,
eða hvað?
Það voru sem sagt tónleikar
síðastliðið fimmtudagskvöld í
Roxzy og þeir sem þá stóðu á
sviðinu kalla sig Strákana. Ég verð
að viðurkenna það í upphafi máls
að ég var nokkuð spenntur fyrir
þessa tónleika, því allt of lengi
hefur okkur vantað frambærile^t
rock’n’roll band hér á íslandi. Ög
þeir sem hafa gaman af rokki, hrái
og upprunalegu rokki, verða ekkí
fyrir vonbrigðum nteð Strákana
enda eru þarna menn sem sannar-
lega kunna til verka. Fyrst skal
nefna gítarleikarann Björgvin
Gíslason, sem fyrir áratugum síðan
sannaði að ekki er hægt að lýsa
gítarleik hans með orðum. Bassa-
leikarinn er heldur enginn aukvisi;
Þorleif Guðjónsson kannast margir
við. Færri þekkja væntanlega
trymbilinn, Sigfús Óttarsson sem
fyrir fermingu var farinn að lemja
trommur norður á Akureyri, varð
síðan liðsmaður Baraflokksins. þá
barn að aldri, síðan var það
Mannakorn sem nýtti sér krafta
hans, þá hljómsveitin Rikshaw og
nú Strákarnir. Jens Hansson sann-
aði ágæti sitt í bandi Megasar, þar
sem saxafónn hans stal senunni
oftar en einu sinni. Þá er ónefndur
sjálfur Pétur Stefánsson rokkari af
Guðs náð, aðalsöngvari og rythma-
gítarleikari sveitarinnar.
Strákarnir voru gríðarlega kraft-
miklir í Roxzy, hver rokkarinn rak
annan og keyrslan var góð, þó
stjörnuskrúfurnar í settinu hans
Fúsa hafi sett strik í reikninginn.
Þeir kunna svo sannarlega að spila
Strákarnir og samæfingin var góð,
þeir náðu upp ágætri stemmningu,
það mikilli að dyraverðir hússins
voru á nálum um að dansandi
stúlkubörn veltu um kollstórum
mótorhjólum Sniglanna sem notuð
voru til að skreyta húsið. Snjöll
hugmynd þetta með hjólin,
ákveðna ímynd og ekki hefði verið
verra að hafa leðurklædda töffara
á hjólunum, en það er ekki á allt
kosið.
Ég sagði að stemmningin hafi
verið góð og kemur þar þrennt til.
í fyrsta lagi hrátt rokk sem auð-
veldlega nær tökum á salnum, í
öðru lagi pottþéttur flutningur
Strákanna og í þriðja lagi gleði og
strákslegur galsi Strákanna sem
sannarlega smitaði út frá sér. Það
eitt á horfa á Strákana er óborgan-
legt. Sviðsframkoman er létt og
kúnstug á köflum, Björgvin er
algert bíó, Pétur skemmtileg
blanda af Lou Reed og Bob Dylan,
Jens fellur hreinlega saman við
Saxinn og á tíðum minnir hann á
liðamótalausa slöngu frekar en ís-
lenskan saxófónleikara. Þorleifur
og Fúsi cru sannarlega með á
nótunum og útkoman var stór-
skemmtilegur konsert, með hljóm-
sveit sem bætir úr mikilli þörf.
Lengi lifi rokkið. ÞGG
Sigurvegarar á fyrsta Músiktilraunakvöldi Tónabæjar og Rásar tvö,
hljómsveitin Rocket frá Vík í Mýrdal. (Tímamynd; Sverrir)
Selfossbuar
Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að
Eyrarvegi 15.
Komið og ræðið málin.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss
Félag ungra framsóknarmanna
í Hafnarfirði
Fundur verðu haldinn föstudaginn 18. apríl kl. 20.
Fundarefni: Kosningastarf.
Stjórnin
Lengi lifi rokkið:
Músíktilraunir ’86