Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 19
Laugardagur 12. apríl 1986 Tíminn 19 lllllllllllllllllllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP Sjónvarp sunnudag kl. 20.50: Kvöldstund með listamanni Annað kvöld kl. 20.50 verður í sjónvarpinu „Kvöldstund með listamanni". Listamaðurinn er Ind- riði G. Þorsteinsson og það er Matthías Viðar Sæmundsson sem hefur umsjón með þættinum. Stjórn upptöku annast Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Indriði G. Þorsteinsson er löngu þjóðkunnur maður. Þarbernáttúr- lega ritstörf hans hæst, bæði í bundnu máli og óbundnu og hafa sumar sögur hans verið þýddar á erlend mál. Hann hefur líka sjálfur þýtt erlend verk á íslensku, t.d. Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett. Hann hefur verið viðrið- inn kvikmyndir, í stjórn ísfilm sf. og Edda film m.a. Saga hans Land og synir hcfur verið kvikmynduð og var t.d. sýnd í sjónvarpinu í vetur. Indriði var ritsljóri T'ímans í mörg ár. Indriði hefur áhuga á mörgu og víða komið við. Stundum hefur gustað um hann og ekki allir verið sáttir við skoðanir hans. Sem sagt, engin lognmolla í kringum Indriða G. Það verður gaman og fróðlegt að sjá hvað Matthías veiðir upp úr honum! Á sunnudag kl. 13.30 verður í útvarpi dagskrá í umsjá Sverris Hólmarssonar um skáldið T.S. Eliot. T.S. Eliot fæddist í Bandaríkj- unum en bjó lengst af í Bretlandi. Sagt verður frá lífi hans og verkum, fyrst og fremst Ijóðum hans en hann er eitt af höfuðskáldum mód- ernismans í enskum bókmenntum. Af verkum hans ber hæst ljóða- bálkinn „The Waste Land“ eða Sjónvarp mánudag kl. 21.45: Flcstir þeir íslendingar sem hafa komið út fyrir landsteinana á ann- að borð hafa brugðið sér í Tívolí í Kaupmannahöfn og eiga þaðan góðar minningar. Þar er m.a. djasshúsið Slukcfter þar sem þeir Svend Asmussen, Niels Henning Örsted Pedersen o.fl. leika fyrir sjónvarpsáhorfendur. Á mánudagskvöld kl. 21.45 sýnir Sjónvarpið þátt frá djasshúsinu Slukefter í Tívolí í Kaupmanna- höfn. Það er danski djassfiðlarinn Svend Asmussen sem þar leikur, ásamt Niels Henning Örsted Ped- ersen bassaleikara og fleiri. Svend Asmussen á sér marga trygga aðdáendur hér á landi. Hann á langan feril að baki í fiðluleiknum og hér á árum áður vöktu hann og spilafélagi hans Ulrik Neumann gítarleikari álíka tilfinningar í brjóstum áheyrenda sinna og poppstjörnur nútímans. Þeir komu hingað til lands ásamt söngkonunni Alicc Babs fyrir all- Eyðilandið. Lesnir verða kaflar úr Eyðiland- inu og fleiri ljóð í þýðingum Helga Hálfdanarsonar og Sverris Hólm- arssonar. Lesari með Sverri verður Viðar Eggertsson. Um þessar mundir er Alþýðu- leikhúsið að sýna leikritið Tom og Viv, sem fjallar urn T.S. Eliot og konu hans Vivian. Sverrir Hólm- arsson þýddi leikritið og fer með hlutverk í sýningunni. mörgum árum og heilluðu fólk upp úr skónum. Niels Henning Örsted Pedersen hefur líka komið hingað til lands og það oftar en einu sinni. Hann á sinn aðdáendaskara hér og nú eru margir sem hugsa gott til glóðar- innar að bregða sér í Slukeftir í Tívolí til að hlusta á danska djass- leikara. Sverrír Hólmarsson þýddi m.a. leikritið Tom og Viv sem fjallar um T.S. Eliot og konu hans. Útvarp sunnudag kl. 13.30: Eliot og Eyðilandið - dagskrá í umsjá Sverris Hólmarssonar Svend Asmussen í T ívolí Laugardagur 12. apríl 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesiö úr forustugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Step- hensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, framhald. 11.00Á tólfta tímanum Blandaöur þáttur úr menningarlífinu I umsjá Þorgeirs Ólafssonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú Fréttaþáttur i vikulokin. 15.00 Miðdegistónleikar. Píanókonsert nr. 1 í C-dúr op. 25 eftir Ludwig van Beet- hoven. Arthuro Benedetti og Sinfóníu- hljómsveitin í Vínarborg leika; Carlo Maria Giulini stjórnar. 15.50 íslenskt mál Gunnlaugur Ingólfsson flytur þáttinn 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Listagrip Þáttur um listir og menn- ingarmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 17.00 Framhaldsleikrit barna og ungl- inga: „Árni í Hraunkoti11 eftir Ármann Kr. Einarsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Sögumaður: Gisli Alfreösson. Leikendur: Hjalti Rögnvaldsson, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Valgeröur Dan, Þórhallur Sigurösson, Jón Júlíusson, Valur Gíslason og Bessi Bjarnason. Sjö- undi þáttur: „Svarta taskan". (Áður út- varþaö 1976) 17.35 Siðdegistónleikar. Anneliese Rot- henberger syngur rómantiska söngva eftir Giacomo Meyerbeer og Louis Spohr. Gerd Starke og Norbert Weissenborn Haröljóö eftir Giocome Meyerbeer. b. Sex þýskir söngvar op. 103 eftir Louis Spohr. 18.00Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Sama og þegið“ Umsjón: Karl Ágúst Úlfsson, Siguröur Sigurjónsson og Örn Árnason. 20.00 Leikrit: „Auglýsingin" ettir Nataliu Ginzburg. Þýöandi: Álbert Aðalsteins- son. leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikend- ur: Anna Kristín Arngrimsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Alda Arnardóttir. (Endurtekiö frá fimmtudagskvöldi). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orö kvöldsins. 22.20 í hnotskurn - Undir vestrænum himni.Umsjón: Valgarður Stefánsson. Lesari meö honum: Signý Pálsdóttir. (Frá Akureyri) 23.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Einar Guömundsson og Jóhann Sigurðsson. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 til kl. 03.00. 21.00 Djassspjall. Vernharöur Linnet ræöir viö Árna Egilsson bassaleikara í Los Angeles. ■MT laugardag 12. apríl 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Siguröur Blöndal. 12.00 Hlé. 14.00 Laugardagur til lukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salv arsson. 17.00 Hringborðið. Erna Gunnarsdóttir stjórnar umræðuþætti um tónlist. 18.00 Hlé. 20.00 Bylgjur. Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júliusson kynna framsækna rokk- tónlist. 22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk i umsjá Sigurðar Sverrissonar. 23.00 Svitflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Á næturvakt meö Pétri Steini Guöm- undssyni. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 12. apríl 16.00 íþróttir. 16.00 Enska knattspyrnan / 17.00 Stjörnuleikurinn i bandariskum körfuknattleik /18.30 Vetrariþróttir. Um- sjónarmaöur Bjarni Felixson. 19.25 Búrabyggð (Fraggle Rock) Þrett- ándi þáttur Brúðumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Dagbókin hans Dedda (The Secret Diary of Adrian Mole Aged 13 %) Þriðji þáttur Breskur myndaflokkur i sjö þáttum, geröur eftir bók Sue Townsends. Leikstjóri Peter Sasdy. Aðalhlutverk: Gian Sanmarco, Julie Walters, Stephen Moore og Beryl Reid. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 21.00 Spurningakeppni framhaldsskól- anna - Úrslit. Stjórnendur: Jón Gústafs- son og Þorgeir Ástvaldsson. 21.40 Sumarleyfið (Summer Holiday) Bresk söngvamynd frá 1962. Leikstjóri Peter Yates. Aöalhlutverk: Cliff Richard, Lauri Peters og Melvyn Hayes. Fjórir ungir Lundúnabúar fá lánaöan stræt- isvagn í sumarleyfisferö til meginlands- ins. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 23.25 Miðja heimsins (Le milieu du monde) Frönsk-svissnesk biómynd frá 1974. Leikstjóri Alain Tanner. Aöalhlut- verk: Olivia Carlisi, Philippe Léotard, Juliet Berto og Jacques Denis. Ungur og efnilegur verkfræðingur í Sviss býður sig fram til þings. I miöri kosningabaráttunni hrifst hann af italskri alþýðustúlku og teflir meö því stjórnmálaframa sinum í tvísýnu. Þýöandi Ólöf Pétursdóttir. 01.25 Dagskrárlok. Auglýsing frá Verkakvennafélaginu Framsókn um orlofshús sumarið 1986 Mánudaginn 14. apríl til og meö 21. apríl nk. veröur byrjað aö taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl í orlofshús- um félagsins. Þeir sem ekki hafa dvalið áöur í húsunum hafa forgang til umsóknar dagana 14., 15. og 16. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a, Reykjavík kl. 9-17 alla daga. Símar 688930 og 688931. Athugið, ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Vikugjald er kr. 2.500.- Félagið á 3 hús í Ölfusborgum, 1 hús í Flókalundi og 2 hús í Húsafelli. Stjórnin llltOSSABÆIMDA BÆNDAf IÖLLINNI HAGATOHGI 107 REYKJAVlK ISLAND Frá Félagi hrossabænda Vantar sláturhross til útflutnings. Skilaverð um kr. 12.000,- til seljenda, sem greiðist innan tveggja mánaða. Móttaka skráningar er hjá Búvörudeild SÍS og Markaðsnefnd Félags hrossabænda. Hagræðingar- ráðunautar Vinnumálasamband samvinnufélaganna óskar eftir aö ráöa 2 menn í hagræðingardeild og á annar að veita deildinni forstööu. Nauðsynlegt er að hann hafi reynslu á sviði hagræðingarmála. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til framkvæmdastjóra Vinnumála- sambandsins sem gefur nánari upplýsingar um störfin. Umsóknarfrestur er til 25. þessa mánaðar. Vinnumálasamband samvinnufélaganna Ármúla 3 108 Reykjavík. Forstöðumaður Fatadeildar Starf forstöðumanns Fatadeildar Sambandsins er laust til umsóknar. Starfið krefst yfirgripsmikillar reynslu í stjórnun og markaðsmálum. Fatadeildin hefur með höndum heildsölu, fram- leiðslu og verslunarrekstur með tilbúinn almennan fatnað og fleira. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra Sambands- ins er veitir nánari upplýsingar, ásamt aðstoðar- framkvæmdastjóra Verslunardeildar. Umsóknarfrestur er til 17. þessa mánaðar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD LINDARGÖTU 9A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.