Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 20
íslandsmótið í vaxtarrækt: BESTVAXNA FÓLKIÐ Sjá nánar á íþróttasíðu . Tímirin Laugardagur 12. apríl 1986 ÞRIGGJA MÁNADA KJARA- BÓTUM EYTT Á 5 VIKUM „Kjarabættir“ íslendingar keyptu 1760 nýja bíla á þeim tíma Þaö tók íslcnska launþcga aðcins örfáa daga aö „kaupa sér kjarabæt- ur“ fyrir allar nýfcngnu kjarabæt- urnar. Á rúmum mánuði (scm bílaumboðin koma til mcð að muna cftir) kcyptu þcir alls 1.760 nýja bíla. Miðað viö aöcins 340 þús. króna meðalverð á bíl hefur þessi floti kostað um 600 milljónir króna (700 millj. miðað viö 400 þús. mcðal- verð). Sú 5% kauphækkun sem samið var um hcfði átt að skila öllum íslenskum launþcgum sam- tals rúmlega 200 milljóna kaup- hækkun í mars. Þær þreföldum þessum kjarabótum tókst íslending- um að cyða í kaup á nýjum bílum á aöeins 5 vikum, frá 3. marstil 10. apríl. Samt heyrist að margir bíði nú eftir nýjum bílum crlendis frá sem þeir eru búnir aö panta og jafnvcl borga, cn umboðin hafa ekki annað að flytja til landsins ennþá. Til að nefna íbúðakaupendum dæmi um stærð upphæðarinnar má nefna að hér er um a.m.k. 150 millj. króna hærri upphæð að ræða en þeim tókst að kría út úr Hús- næðisstofnun í G-lán vegna kaupa á um 2 þús. íbúðum á öllu árinu í fyrra. Sjómönnum þykir kannski fróðlegt að 600 milljónir jafngilda rösklega þriðjungi af útflutnings- verðmæti allra sjávarafurða á álíka löngu tímabili. Fyrstu þrjá mánuði ársins 1985 keyptu íslendingar aðeins 1.239 nýja bíla og voru ekki komnir í nema 3.087 á miðju ári. Fimm vikna sala nú slagar því vel upp í hálfs árs sölu 1985. En menn hafa ekki aðeins keypt „nýjar kjarabætur". Á þessum sömu 5 vikum létu 5.460 manns skrá fyrir sig bíl hjá Bifreiðaeftirlit- inu, þar af um 3.400 sem létu sér nægja að skipta gamla bílnum sínum fyrir annan væntanlega nýrri og betri. Þetta svarar til að um 55 þús. rnundu kaupa eða skipta um bíl á einu ári, sem samsvarar meira en helmingi allra bíleigenda í landinu. Samkvæmt því ættu fáir að hafa farið varhluta af þeim „kjarabót- um“ sem felast í bílakaupum þegar líður á árið. -ES/HEI Flak TF-ORM í Ljósufjöllum: Fjarlægt af síysstaðnum - ef veður leyfir Þrettán manns frá Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík ætla að freista þess að ná flaki TF-ORM úr Ljósu- fjöllum af slysstað í dag. Veður á staðnum mun þó ráða úrslitum um hvort reynt .erðurað fjarlægja flug- vélarflakið. Ingvar Valdimarsson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Rcykja- vík hefur yfirumsjon með aðgerðinni og sagði hann að fyrirhugað væri að fara mcð snjóbíl sveitarinnar upp að flakinu og nota hann til þess að slaka því niður. Þetta er sami snjóbíllinn og kom fyrstur að flakinu þegar leitað var að því. „Þegar komið verður niður á sléttlcndi verður flakið drcgið frant dalinn alveg niður að snjólínu. Þar mun þyrla Land- helgisgæslunnar taka flakið í þrcmur pörtum og flytja það niður á veg,“ sagði Ingvar. Vélin verður síðan flutt á vörubíl til Reykjavíkur þarsem rannsóknar- nefnd flugslysa mun hefja rannsókn á flakinu. Snjóbíll þeirra llugbjörgunar- sveitarmanna hefur enn ekki hlotið nafn, en nú hefur verið auglýst eftir hugmyndum. Þeir sem hafa hug- myndir um hentugt nafn geta haft samband við Flugbjörgunarsveitina. -ES Fyrsti okurdómurinn: Skatturinn fylgist með framtalsskilum Verkfall Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Veitingahallarinnar varð sjálfur að vaska upp í gærdag. Ófaglært starfsfólk í vcitingahúsum gerði verkfall á hádegi. Hann varð sjálfur að skafa matarleifar af diskunum og hreinsa til eftir gesti. Verkfallið stendur til hádegis í dag. Tímamynd: Sverrir - þeirra sem dæmdir veröa Skattrannsóknarstjóri mun rannsaka framtalsskil þeirra 123ja einstaklinga sem nú eiga yfir höfði sér dóm vegna okurmálsins. Garð- ar Valdimarsson skattrannsóknar- stjóri sagði í samtali við Tímann í gær að einnig yrði kannað hvaðan þeir peningar sem voru lagðir í okurlánastarfsemina, væru komnir. Fyrsti dómur í okurmálinu svo- kallaða var birtur í gær. Það var Ásmundur Vilhjálmsson bæjarfóg- eti Akranesi sem kvað upp dóminn og var hann birtur viðkomandi í gær. Dómurinn segir að viðkom- andi skuli greiða 176 þúsund krón- ur í sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fimm mánaða varðhaldi. Einnig var hinum dæmda gert að greiða allan sakarkostnað, sektin rennur í ríkissjóð. Fullsannað þótti að viðkomandi hefði lagt Hermanni Björgvinssyni til fé, og fengið í kringum fjörutíu þúsund krónur í vexti umfram það sem leyfilegt var á þeim tíma. Sektin sem dæmd var er fjórföld sú upphæð. Ásmundur Vilhjálmsson bæjar- fógeti á Akranesi sagði í samtali við Tímann f gær að annar dómur hefði verið kveðinn upp, en þar sem hann hefur ekki verið birtur viðkomandi vildi Ásmundur ekki fjölyrða um efni hans. Ásmundur vildi ekki láta uppi nafn mannsins vegna ættingja hans. Skemmtun í stað basls Velta þjónustugreina jókst um rúm 46% milli 1984 og 1985 á sama tíma og framfærslu- og launavísitala hækkuðu um 33-34%. Hér er átt við veitinga-, gisti- og skemmtistaði, hárgreiðslu- og snyrtistofur, kvik- myndahús, ljósmyndstofur, efna- laugar, bílaviðgerðir og fleira. Þjóðhagsstofnun telur veltu þess- ara greina hafa numið 9.450 milljón- um króna á árinu, sem svarar til um 40 þús. krónum á landsmann, eða um 144 þús. á vísitölufjölskylduna. Veltuaukningin umfram verðlags- hækkanir er um 870 milljónir, eða um 3.600 kr. á hvern landsmann. Veltuaukning heildsölu- og smásöluverslunar varð rúmlega 40% á sama tíma, samkvæmt söluskatts- framtölum. Smásöluverslunin er tal- in hafa velt um 30.890 milljónum króna á árinu. Það samsvarar um 129 þús. á hvern landsmann eða um 470 þús. á vísitölufjölskylduna (3,66 manns). f því sambandi má nefna að um helmingur þess sem er í vísitölu- grundvellinum eru vörur úr smásölu- verslun þannig að ársgrundvöllurinn 1985 gæti verið um 940 þús. að meðaltali. Veltuaukning smásöluverslunar- innar umfram verðlagshækkanir er um 1.680 milljónir niilli ára, sem bendir til um 6 þús. króna aukinnar neyslu á hvern landsmann. Velta byggingarvöruverslana jókst hins vegar aðeins um 26%, eða verulega minna en verðlagshækkun- um nam og sala bifreiða og varahluta aðeins um 17%. Á þessum liðum hafa landsmenn sparað sér um 900 milljóna króna útgjöld miðað við 1984, eða nær sömu upphæð og þeir eyddu meira í kaup á þjónustunni en sem verðhækkunum nam. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.