Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. apríl 1986
ÍÞRÓTTIR
Oryggisráðstafanir ráða
Þýska 1. deildarliðiðíknattspyrnu
Saarbrucken hefur ákveðið að reka
jijálfara liðsins vegna „öryggis hans
sjálfs,,. Saarbrucken er nokkuð víst
með að falia í 2. deild og áhorfendur
Jón Páll er sterkasti maður íslands.
Er hann sá best vaxni?
íslandsmótið í vaxtarrækt:
kenna þjálfaranum, Klimaschefski,
um ófarirnar. Hann er á förum í
sumar en ákveðið var að reka hann
fyrr svo ekki hlytust af nieiri læti frá
áhangendum liðsins.
NýstjórnKRAFT
Nú nýverið var haldið ársþing
Kraftlyftingasambands íslands og
voru eftirtaldir kosnir í stjórn fyrir
næsta starfsár:
Formadur: Ólafur Sigurgeirsson,
Meðstjórnendur: Óskar Sigurpálsson, Matt-
hías Eggertsson, Halldór E. Sigurbjörnsson,
Jón Páll Sigmarsson.
Velta sambandsins var um
70.000,00 og er það tíu sinnum hærri
fjárhæð en árið á undan, en þá voru
kraftlyftingar innan Lyftingasam-
bands íslands og þar með innan ÍSÍ.
Mikill hugur var í þingfulltrúum um
áframhaldandi öflugt starf utan ÍSÍ
um sinn, að minnsta kosti meðan
ýmsir keppnismenn í kraftlyftingum
eru í banni innan ÍSÍ.
Best vaxna fólkið
Jón Páll og íslandsmeistarar fyrra árs verða með
íslandsmótið í vaxtarrækt fer fram
á sunnudaginn. Keppnin verður í
Broadway að vanda og hefst með
forkeppni kl. 14:00. Úrslitin hefjast
síðan kl. 20:30 um kvöldið. Keppt
verður í fjórum flokkum karla,
tveimur flokkum unglinga og tveim-
ur flokkum kvenna. Það er ferða-
skrifstofan Útsýn sem er bakhjarl
mótsins og gefur glæsileg verðlaun.
Islandsmeistarar tveggja síðustu
ára í karlaflokki þeir Jón Páll Sig-
marsson og Sigurður Gestsson verða
meðal keppenda svo og Marta Unn-
arsdóttir, Islandsmeistari kvenna á
síðasta ári. Auk þeirra' verða um 30
aðrir keppendur.
Aukakörfuleikir
Auk þess að leika fjóra lands-
leiki í Evrópukeppninni í körfu-
knattleik þá mætast íslendingar
og Norðmenn í aukaleik á mánu-
dagskvöldið 21. apríl. Verður
spilað í Njarðvíkum (að öllum
líkindum). Þá mæta Skotar úr-
valsliði frá Suðurnesjum á sunnu-
daginn í Njarðvíkum. Hefjast
báðir leikirnir kl. 20.00.
Frá þingi Ólympíunefndar íslands.
Handbolti til Seoul
Ein af samþykktum ársþings Ólympíunefndar íslands
Aöalfundur Ólympíunefndar íslands
var haldinn 19. mars s.l. í húsakynnum
ÍSÍ í Laugardal. Formaöur Ólympíu-
nefndarinnar, Gísli Halldórsson, setti
fundinn og stjómaði honum. Hann
minntist hinnar frábæru frammistöðu
handknattleiksmanna okkar á Heims-
meistaramótinu í Sviss og óskaöi þeim til
hamingju meö þann árangur aö hafa
öðlast rétt til þátttöku í Ólympíuleikun-
um í Seoul áriö 1988.
Samkvæmt lögum Ólympíunefndar fer
fulltrúakjör og kosning í framkvæmda-
nefnd aðeins fram 4ða hvert ár eöa á
fyrsta fundi nýbyrjaðs Ólympíutímabils. -
Var því ekki um kosningu aö ræða á
þessum aöalfundi.
Hinsvegar voru fjölmörg mál til um-
ræöu og margar merkar tillögur sam-
þykktar.
Voru þessar helstar:
a. Samþykkt var ad taka þátt í ólympíu-
leikunum 1988; annarsvegar í sumar-
leikunum, sem fara fram í Seoul í S-Kór-
eu frá 17. sept. til 2. október 1988 og eins
i vetrarleikunum, sem verða í Calgary,
Kanada í ársbyrjun það ár eða frá 13. til
28. febrúar.
b. Þá var samþykkt formlega að taka þátt í
handknattleik á Ólympíuleikunum í Seo-
ul, en borist hefur staðfesting HSÍ á þvi
að nýta áunninn rétt til þátttöku í hand-
knattleikskeppni Ólympíuleikanna
1988.
c. Þá var samþykkt að veita þjálfunarstyrki
á árinu 1986 til neðangreindra sórsam-
banda, er sundurliðist þannig:
Siglingasamb. íslands .. kr. 50.000,-
Judosamband íslands . . kr. 200.000,-
Frjálsíþr.samb. ísl....kr. 300.000,-
Sundsamband íslands . . kr. 300.000,-
Skíðasamband íslands . . kr. 500.000.-
Handkn.samband ísl. . . . kr. 500.000.-
d. Á 90. ársþingi Alþjóðaólympíunefndar-
innar, sem haldið var í Berlín í júní 1985.
var samþykkt að gera badminton að
koppnisgrein á Ólympíuleikunum frá og
með 1992. Einnig hefur verið ákveðið, að
badminton verði sýningaríþrótt á næstu
Ólympíuleikum 1988 í Seoul.
Með hliðsjón af þessu og samkvæmt
lögum Ó.í. var samþykkt, að Badminton-
samband íslands tilnefni fulltrúa, er
taki sæti i Ólympíunefnd íslands.
e. Þá var samþykkt að mynda sérstakan
sjóð — Ólympíusjóð —, sem hafi þawn
tilgang að fármagna ferða- og dvalar-
kostnað þátttakenda, sem ólympíu-
nefnd íslands kann að velja vegna þátt-
töku á ólympíuleikum í framtíðinni.
Kappkosta skal að fé sjóðsins beri ávallt
bæstu vexti, sem völ er á hverju sinni
umfram verðbólgu, en þegar sjóðurinn
er orðinn 6 milljónir króna er ó.í. heimilt
að ráðstafa 9/10 hlutum raunvaxta í
samræmi við tilgang sjóðsins.
Tíminn 11
Landslið íslands sem tekur þátt í Evrópukeppninni í kröfuknattleik í næstu viku.
(Tímamynd Pctur)
Evrópumót í körfuknattleik á íslandi:
Leikreynt landslið
íslenska liðið hefur reynslu en skortir tilfinnanlega hæð
í næstu viku, nánar tiltekið á
þriðjudagskvöld, hefst hér á lundi
Evrópukeppni í körfuknattleik
karla. Hér er um að ræða undan-
keppni fyrir sjálfa Evrópumeistara-
keppnina sem fram fer í Grikklandi
á næsta ári. Þau lið sem spila hér á
landi eru ísland, Noregur, Skotland,
írland og Portúgal. Efsta liðið kemst
síðan í milliriðil sem spilaður verður
í Belgíu í maí og þaðan fara efstu
átta liðin til Grikklands á næsta ári
og spila um Evrópumeistaratitilinn.
fslenska liðið sem tekur þátt í
keppninni hefur verið valið af Einari
Boilasyni landsliðsþjálfara og Gunn-
ari Þorvarðarsyni aðstoðarþjálfara
hans. Liðið er skipað eftirtöldum
piltum:
bæð landsl.
Pólmar Sigurðsson, Haukum 187 cir 29
Páll Kolbeinsson, KR 185 cm 5
Torfi Magnússon, Val 196 cm 108
Þorvaldur Geirsson, Fram 197 cm 33
Símon ólafsson, Fram 200 cm 77
Matth. Matthíasson, Rice Un. 202 cm 8
Guðni Guðnason, KR 188 cm 15
Birgir Mikaelsson, KR 196 cm 17
Jón Kr. Gíslason, ÍBK 189 cm 27
Valur Ingimundarson, UMFN 195 cm 56
Til vara eru þeir Hreinn Þorkels-
son, ÍBK (192/23) Tómas Holton,
Val (185/16) og Ragnar Torfason,
ÍR (196/3). Þetta er leikreynt lið og
sennilega það leikreyndasta á mót-
inu.
Það eru Norðmenn sem verða að
teljast sigurstranglegastir í þessari
keppni. Þeir eru með þrjá leikmenn
yfir 2 metra og er hæstur þeirra
Georg Posti sem er 2,10. Norðmenn
hafa staðið sig gífurlega vel í lands-
leikjum undanfarin ár og unnið
margar sterkar þjóðir. Hin liðin í
keppninni ættu að vera nokkuð álíka
og eins og menn vita þá getur allt
gerst í íþróttum og ekki síst í
körfuknattleik.
„Okkur vantar hæð“
„Það er alveg Ijóst að okkur
vantar hæð í liðið," sagði Einar
Bollason á blaðamannafundi er
keppnin var kynnt. „Við erum að
vísu með hærra lið en írar en það er
þó aðallega okkar höfuðverkur
hversu okkur vantar leikmenn yfir
tvo metra. Við völdurn Matthías
Matthíasson í liðið að hluta til vegna
þess að við höfum ekki efni á að
hafna leikmönnum sem eru yfir tveir
metrar og geta þar að auki spilað
körfuknattleik. Það var full sam-
staða um þetta í landsliðshópnum,"
bætti Einar við. Matthías spilaði
rneð unglingalandsliði íslands á Evr-
ópumótinu í Frakklandi í vikunni
þar sem íslendingar náðu að sigra
Dani en töpuðu öllum öðrurn leikj-
um.
Leikjaniðurröðunin í mótinu er
eins og hér segir: Þriðjudagur 15. apríl: Skotland-Portúgal kl. 19:15
Island-írland kl. 21:00
Miðvikudagur 16. apríl: Noregur-írland kl. 19:30
Skotland-ísland kl. 21:00
Fimmtudagur 17. apríl: Portúgal-lsland kl. 19:30
Noregur-Skotland kl 21:00
Föstudagur 18. apríl: Portúgal-Noregur kl. 19:30
Írland-Skotland kl. 21.00
Laugardagur 19. apríl:
trland-Portúgal kl. 14:00
Ísland-Noregur kl. 15:30
Þarna er um að ræða 10 leiki á
fimm dögum og ættu því íþróttaá-
hugamenn að fá töluvert af leikjum
til að velja úr. Aðgangseyrir verður
kr. 250 fyrir fullorðna á leikkvöld og
100 fyrir börn.