Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Þjóðarátak gegn krabbameini Þjóðarátak gegn krabbameini nefnist landssöfnun sem Krabbameinsfélag íslands gengst fyrir í dag og á morgun. Við undirbúning þessarar söfnunar hefur unnið stör hópur karla og kvenna úr J.C. hreyfingunni, ýmsum kvenfélögum og öðrum félagasamtökum. Ætlunin er að um hclgina verði gengið í hvert hús á landinu og safnað framlögum í baráttunni gegn krabba- meini. Á þingi Norðurlandaráðs 1983 var gerð samþykkt um að Norðurlöndin skyldu efla rannsóknarstarfsemi og forvarnir til þess að draga úr ótímabærum dauða af völdum þessa skaðvæna sjúkdóms. Ekki er ofsögum sagt að hvert einasta heimili í landinu hafi kynnst þessum meinvætti, áhrifum hans og afleiðingum. Sem betur fer hefur náðst mikill árangur í baráttunni gegn krabbameini en samt sem áður er langt í land að fullnaðarsigur hafi unnist. Að því markmiði verður þó að stefna. Hóprannsóknir á krabbameini sem stundaðar hafa verið á undanförnum árum hérlendis hafa borið góðan árangur, og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins fækkað mikið. Mikilvægt er að sjúkdómurinn greinist á frum- stigi svo unnt sé að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að fólk sé meðvitað um einkenni hans og leiti læknis ef þau gera vart við sig svo og að það þekki þá áhættuþætti sem auka líkur á krabbameini og varist þá. Sannfæring manna er sú að heilbrigt líferni sé forsenda heilbrigðs líkama. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að enda þótt hver og einn eigi sinn líkama' sjálfur ber honum að varðveita hann svo sem kostur er og að hver einstaklingur í velferðarþjóðfélagi er þátttak- andi í stærri heild sem lætur sig velferð hans varða. Fræðslustarf í heilbrigðismálum er mikilvægt. Óheil- brigt mataræði, ofneysla áfengis og tóbaks svo dæmi séu tekin, auka líkur á því að sjúkdómar geri vart við sig. Fleiri þætti má nefna en allar líkur benda til að umhverfi í jafnvægi, útivera, íþróttir og mannleg samskipti efli hreysti manna. Að slíkum þáttum ber að hlúa. Heilbrigðiskerfi okkar er stór þáttur í samneyslunni og tekurtil sín gífurlega mikia fjármuni. Hver legudagur á Borgarspítalanum kostar yfir 9 þúsund krónur og árlega eru keypt lyf til landsins fyrir á annan milljarð króna. Sparnaður er því mikilvægur og hann næst ekki síst með að stuðla að heilbrigðara lífi almennings, og að koma í veg fyrir sjúkdóma. 1 Starfsemi Krabbameinsfélagsins miðar ekki síst að því. Pað fé sem safnast mun í dag og á morgun er ætlunin að nota til fræðslu og eflingar hvers konar starfi sem dregur úr hættunni á krabbameini. Eað er því mikilvægt að fólk bregðist vel við og leggi fram sinn skerf í þeirri baráttu. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur sýnt þessu verkefni Krabbameinsfélagsins mikinn heiður, með því að gerast verndari þess. Enn einu sinni sýnir hún í verki þá miklu umhyggju sem hún ber fyrir íslensku þjóðinni. Forsetinn á miklar þakkir skildar fyrir áhuga sinn á þessu málefni. Pjóðin má ekki láta sitt eftir liggja. Stöndum öll saman í baráttunni gegn krabbameini á íslandi. Laugardagur 12. apríl 1986 Á ÞINGPALLI Þreyttur Albert! í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldis- ins íslands segir m.a.: „Ráðherra- fundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórn- armálefni". Ráðherrafundir kallast öðru nafni ríkisstjórnarfundir og þeim stýrir forsætisráðherra, eins og titill hans ber vitni um. Hljóðan þessararstjórnarskrárgreinargefur ótvírætt til kynna að ríkisstjórnar- fundirnir eru lögboðnir og því hlutverk forsætisráðherra að sjá til þess að þeir séu sóttir af ráðherrum að staðaldri. í liðinni viku gerðist það að Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra gekk út af ríkisstjórnarfundi með hurðaskellum í kjölfar þess að hafa tilkynnt samráðherrum að hann hygðist ekki sækja slíka fundi framar nema í sérstökum tilvikum. Albert ku hafa skýrt uppátækið á þann veg að allar tillögur sem hann legði fyrir ríkisstjórn hlytú svo dræmar undirtektir að ekki væri til neins að sækja þessa fundi nema áður lægi fyrir samþykki um þau mál sem vörðuðu iðnaðarráðu- neytið. Það er óhætt að segja formála- laust að síðastliðin ár hefur iðnað- arráðherra orsakað margan kinn- roðann meðal íslendinga og líklega ekki síst meðal samflokksmanna sinna. Fjármálaráðherra sá sér- staka ástæðu til að harma að trún- aður ráðherra skyldi vera brotinn vegna fregna af ríkisstjórnarfund- inum fyrrnefnda. Aðalatriðið var ekki hvort að atburðurinn hefði gerst, heldur skömmin sem fylgdi því að hann spurðist. Forsætisráð- herra hefur oftsinnis sem oddviti ríkisstjórnarinnar orðið að bera blak af heimskulegum orðum og gjörðum Alberts Guðmundssonar og langlundargeðið er hreint undravert. Brotthlaupið úr Stjórn- arráðshúsinu var t.d. skýrt sem „slæm hegðun“ og því bætt við að „hver maður hafi sín sérkenni". Öllu má víst nafn gefa. En hver urðu launin? f viðtali vtð síðdeg- isblað í gær lætur iðnaðarráðherra svo um mælt að það væri „ekki óvanalegt að bunan stæði út úr Steingrfmi Hermannssyni eins og stórfoss þegar minnst varði." Nú ætti sannarlega að vera nóg komið. Ef Albert Guðmundsson ákveður í fyrsta sinn að standa við stóru orðin, þá ber forsætisráð- herra tafarlaust að láta til sín taka. Fjarvistir iðnaðarráðherra frá sam- eiginlegum og reglulegum sam- ráðsfundum ríkisstjórnarinnar, sem lögskipaðir eru að auki, ber að túlka á þann veg að hann treysti sér ekki lengur til að gegna ráðherra- embætti. Forsætisráðherra ætti því að geta leyst hann frá embætti með góðri samvisku. Reyndar er það umhugsunarefni hvort ekki eigi að fara fram á það við Sjálfstæðis- flokkinn að nýr iðnaðarráðherra verði tilnefndur hvernig sem fer. Það er langt síðan að glansinn hvarf af skrípaleiknum. -SS Þyrnirósir á þingi Vinnubrögð á Alþingi eru eilíft umræðuefni þeirra Islendinga sern áhuga hafa á stjórnmálum, enda- ekki að ósekju. Það er ekki einasta að vinnubrögð alþingismanna hafi afgerandi áhrif á löggjöf og stjórn- un ríkisins, heldur er virðing Al- þingis sem stofnunar einnig í veði. Umfjöllun um stjórnarfrumvarp um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara undanfarna daga hefur vakið upp nokkrar spurningar í þessu sambandi. Fyrr í vikunni lagði Jón Helga- son landbúnaðarráðherra fram nefnt frumvarp, en í því var gert ráð fyrir að heimilt yrði að leggja 200% gjald á tollverð innfluttra garðávaxta, grænmetis og kart- aflna. Nokkru síðar gerðist það að Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir, í kjölfar fyrstu um- ræðu um frumvarpið, að sam- komulag stjórnarflokkanna um þetta mál hefði einungis náð til kartaflna, enda hefði tilgangurinn verið að koma svokölluðum kar- töfluverksmiðjum hérlendis til að- stoðar. Uppi varð fótur og fit, og landbúnaðarráðherra var fenginn til að fella garðávexti og grænmeti út úr frumvarpinu, hvort tveggja að tilhlutan þingmanna Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Allt virðist slétt og fellt. Misskilningur, handvömm eða lævísi, þróun máls- ins er skýrð eftir efnum og aðstæð- um. Þó að 200% gjald á tollverð innfluttra garðávaxta, grænmetis og kartaflna sé vissulega umhugs- unarefni fyrir neytendur, þá skiptir efni þessa stjórnarfrumvarps ekki öllu máli þegar fjallað er um það í samhengi við vinnubrögð á Al- þingi. Það sem skiptir máli er að títtnefnt frumvarp hlaut umfjöllun bæði í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokka áður en það var lagt fram, og á hvorugum vígstöðvurn var nokkur aðför gerð að efni þess. Enginn gerði athugasemd við orðin „garðávextir" og „grænmeti" í greinargerðinni. Það var fyrst þeg- ar einstakir þingmenn hófu upp gagnrýnisraddir í þingsölum, að þingheimur í heild sinni rankaði við sér. Hvaða ályktanir má draga af þessu? Einfaldasta og rökréttasta ályktunin er sú að ráðherrar og þingmenn hafi tekið við þessu stjórnarfrumvarpi hálfsofandi og láðst að lesa það jafn gaumgæfilega og efni stóðu til. Hvað getur valdið svo dæmalaust útbreiddum sofanda- hætti meðal eigi ógreindra manna og kvenna? Svarið hlýtur að vera: árlegar vorannir á Alþingi. Enn einu sinni hefur sannast rækilega hversu hættulegj er að þinga stutt og misvel. -SS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.