Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 12
12Tíminn SLYSAVARNA FÉLAG ÍSIANDS iiijn I BÚÐAHAPPDRÆTTI ÍBÚÐAVINNINGAR KOMU Á EFTIRTALIN NÚMER: 11231 117336 132917 146387 187263 190464 199381 SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS A Kópavogsbúar - Kópavogsbúar Athugiö aö umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Kópavogskaupstaö rennur út mánudaginn 14. apríl Félagsmálastjóri Orðsending til félagsmanna Mjólkurfélags Reykjavíkur Aðalfundir félagsdeilda M.R. fyrir árið 1985 verða haldnir sem hér segir: Reykjavíkur-, Bessastaöa-, Garða- og Hafnarfjarðardeildir Fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30 í skrif- stofu félagsins Laugavegi 164 Innri- Akraness-, Skilmanna-, Hval- fjarðarstrandar-, Leirár- og Mela- sveitardeildir Föstudaginn 18. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu Fannarhlíö Vatnsleysustrandar-, Gerða- og Miðnesdeildir Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 í Iðnsveinafélagshúsinu Tjarnargötu 7, Keflavík. Mosfells- og Kjalarnesdeildir Mánudaginn 21. apríl kl. 15.00 í félagsheimilinu Fólkvangi, Kjalarnesi. Suðurlandsdeild Miðvikudaginn 23. apríl kl. 14.00 aö Ing- hóli, Selfossi Kjósardeild Föstudaginn 25. apríl kl. 14.00 í félagsheimilinu Félagsgaröi Aðalfundur Félagsráðs verður haldinn laugardaginn 3. maí að Hótel Sögu og hefst kl. 12.00 á hádegi. Stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur Laugardagur 12. apríl 1986 llllllllllllllllllllillllll SKÁK lllllllllllllllllllllllllillllll^ Smejkal hinn opinberi sigurvegari á stór- mótinu í New York Séð yfir einn fjölmargra keppnissala í New York. Þarna fóru síðustu umferðimar fram. Ef grannt er skoðað má þekkja margan þekktan kappann. Lombardy, Suszu Polgar, Jón L., Karl, Sosonko, Alburt, Larsen, Ftacnik og ýmsa fleiri. fslenskir skákmenn settu nýtt að- sóknarmet á opna New York mótið sem lauk í upphafi þessarar viku. Við vorum fjórir sem stefndu skón- um á heimsborgina, auk undirritaðs þeir Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Karl Þorsteins. Tæplega 100 skákmenn tefldu í efsta flokki en hátt á annað þúsund keppendur hófu taflmennsku í flokkunum sjö. Keppnin í efsta flokki vakti að 'vonum mesta athygli en staðreynd- in er sú að í raun og veru er oft ekki minni von í verðlaun í neðri flokkun- um enda er það þekkt fyrirbæri í bandarísku skáklífi að tiltölulega sterkir skákmenn kalla fram á sjálf- um sér stórkostlegan niðurskurð skákstiga með afleitri frammistöðu í einu móti og fá þannig að tefla í neðri flokkum og sitja þar að hinum ágætustu verðlaunum. Efsta flokknum svipaði mikið til síðasta Reykjavíkurmóts. Stiga- mörkin voru þau sömu, 2400 Elo-stig og þar yfir, en þeir sem voru á milli 2200-2400 stig gátu einnig fengið að vera með með því að greiða himinátt þátttökugjald. Nokkra góða gesti úr síðasta Reykjavíkurmóti mátti finna í hópnum. Fyrstan skal telja Bent Larsen og flestir bandarísku stór- meistararnir voru þarna með, Florin Gheorghiu kom beint frá Lugano þar sem hann lenti fæstum á óvart í hinu magnaðasta deilumáli. Austan- tjaldsþjóðimar mættu betur á þetta mót ef Sovétmenn eru undanskildir. Tékkar skörtuðu sínum bestu mönn- um Ftacnik og Smejkal, Júgóslavar áttu nokkra fulltrúa og frá Ungverja- landi kom hinn harðskeytti Guyla Sax. Mér þótt sýnt að affarasælast væri að tefla ekki á neina tvísýnu og kom á daginn að þétta mat reyndist rétt þó ef til vill hafi ég gengið of langt í varkárninni. Eftir sex umferðir var ég einn efstur með fjórum öruggum sigrum og tveimur jafnteflum. í sjöttu umferð mætti ég einhverjum eftirtektarverðasta keppanda mótsins, Jay Bonin. Hann hafði þá unnið stórmeistarana Alburt og Gheorghiu með laglegum fléttum og einnig sigrað landa sinn Kogan og gert jafntefli við Benjamin og De- Firmian. Lagleg flétta í hróksenda- tafli gerði út um taflið í þessari skák: B 11 1 ■ B 0 111 A 1 11 1 ■ Helgi-Bonin. Hvítur stendur augljóslega betur þar sem peð hans eru komin lengra og hrókurinn sker svarta kónginn. Þar sem samgang vantar milli peð- anna getur verið erfitt að vinna. Staðan er þó unnin en vinningsleiðin er þó fremur vandfundin en jafn- framt lærdómsrík. 47. Ke6 He2t 48. Kf5 Hf2t 49. Kg6 Hg2t 50. Kh7! (Lykilleikurinn, h6 - peðið skýlir kónginum. Nú er d - peðið hvíta þess albúið að taka á rás.) 50. .. Hd2 (50. - Hf2 kom einnig til greina en hvitur vinnur eftir 51. d6! Hxf6 52. Ha8t Kf7 53. d7 o.s.frv.) 51. d6! (Kjarninn í áætlun hvíts. Svartur á ekkert betra en að taka peðið). 51. .. Hxd6 52. Kg6 - og hér lagði svartur niður vopnin. 52. -Ke8 er best svarað með 53. Kg7 og 52. - Hd8 strandar á 53. Hh7! o.s.frv. f lokaumferðunum gerði ég þrjú stutt jafntefli og deildi þriðja sætinu með Federowicz, Barlov og Djuric. Sax og Smejkal náðu að sigra í síðustu umferð en sennilega hefðu þeir báðir samið jafntefli í síðustu umferð hefði Benkö ekki hafnað jafntefli gegn Sax í mjög tvisýnni stöðu. Þeir hlutu því 7 vinninga en við 6Vi. Daginn eftir tefldu þeir léttar skákir um hver yrði hinn opinberi sigurvegari New York- mótsins og varð Smejkal hlutskarp- ari. Umsjón: Helgi Ólafsson stórmeistari Jón L. Ámason náði 6 vinningum með góðum endaspretti, sigmm í tveim síðustu umferðunum. Tafl- mennska hans var með nokkuð svip- uðum hætti og á Reykjavíkurmót- inu, mjög góð á köflum en gloppótt inn á milli. Margeir Pétursson hlaut 5V5 vinning. Á viðkvæmu augnabliki í mótinu tapaði hann óverðskuldað og náði sé ekki á strik eftir það þó frammistaða hans geti talist sómas- amleg. Karl Þorsteins hlaut 5 vinninga. Eftir sjö umferðir hafði hann hlotið 4Vi vinning en fékk afar harðsnúna andstæðinga í tveim síðustu umferð- unum, þá Alburt og Aforjan. Þeir þremenningamir tefldu ekki af því öryggi sem þarf til að ná einu af efstu sætunum. Eitt tap er stóri dómur fyrir mönnum í svo stuttu móti. Því til staðfestingar má benda á þá staðreynd að aðeins Djuric tapaði skák af sex efstu mönnum. En koma tímar. Ekki var að heyra annað en að menn hefðu fullan hug á að mæta aftur til New York að ári. Karpov sigraði glæsilega í Brússel Þrátt fyrir hrakspár ýmsar er ljóst að fyrmm heimsmeistari í skák, Anatoly Karpov er ekki af baki dottinn og er í raun til alls líklegur í komandi einvígi við Kasparov í sumar. Um síðustu helgi lauk í Brússel geysisterku 12 manna móti sem fjármögnunarfyrirtækið SWIFT stóð fyrir. Karpov var þar í féiags- skap þekktra stórmeistara eins og Viktor Kortsnoj, Jan Timman, Yass- er Seirawan, Oleg Romanishin, Lu- bomir Ljubojevic svo nokkur nöfn séu nefnd, og hann sigraði með miklum glæsibrag, hlaut 9 vinninga úr 11 skákum og varð 2 vinningum fyrir ofan næsta mann, Viktor Kortsnoj. Karpov er sennilega einn mesti mótaskákmaður allra tíma en hann getur hinsvegar ekki státað af mörg- um sigrum í stíl Fischers og Kaspar- ovs sem höfðu það fyrir sið, einkum sá fyrmefndi, að rúlla upp mótum með óheyrilegum yfirburðum. Þvert á móti hefur Karpov látið sér nægja nauma sigra, sjaldnast hefur munað meira en Vi til einum vinningi á honum og næstu mönnum. Það leit heldur ekki út fyrir að Karpov myndi stinga aðra keppend- ur af. Eftir fimm umferðir hafði hann aðeins hlotið 3 vinninga. Mikla athygli vakti viðureign hans í 3. umferð við Hollendinginn Van der Wiel. Byrjunarleikimirféllu þannig: Hvítt: Karpov. Svart: Van der Wiel 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 6. c4 Rf6 7. Rlc3 a6 8. Ra3 d5 (Leikur Kasparovs í einvíginu sl. haust) 9. exd5 exd5 10. cxd5 Rb4 11. Be2 Bc5 12. Be3! Mögnuð endurbót sem Karpov fann of seint þegar hann tefldi við Kaspar- ov. Eftir 12. - Bxe3 13. Da4f! er svartur í raun glataður. Van der Wiel reynd 13. - Rd7 14. Dxb4 Bc5 og tókst flestum til mikillar undrunar að hanga á jafntefli. En varla reynir Kasparov aftur þennan sama leik. Á tímabilinu 1.-5. umferð tókst Karp- ov að vinna Timman í 105 leikjum en frá og með sjöttu umferð var hann hinsvegar óstöðvandi, vann allar þær skákir sem eftir vom. Dæmigerður var sigur hans yfir Lju- bojevic í 6. umferð: Hvítt: Karpov. Svart: Ljubojevic. Frönsk vöm. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. c3 c5 6. f4 Rc6 7. RdO Db6 8. g3 a5 9. a4 cxd410. cxd4 Bb4t 11. Kf2 g5 12. h3 f613. Be3 0-014. Hcl Hf7 15. Hh2 Bf8 16. Dd2 Db4 17. Dxb4 axb4 18. b3 Ra5 19. Hbl gxf4 20. gxf4 Bh6 21. Bd3 b6 22. Hg2-Kh8 23. Re2 Ba6 24. Bxa6 Hxa6. u 1 4 1 1 i I ■I i 1 1 'M i 01 1 & ■ 101 0 1111 A III H 11 A 1 111 Ós 3 n 11 1 5 11111 1 25. f5 Bxe3 26. Kxe3 b5 27. axbS Hb6 28. Hbgl hS: 29. Rf4 Cxe5 30. Rg6t Kh7 31. Rg5t Kh7 32. Rxe5 Rxe5 33. Rxf7- Kxf7 34. faeS - Svartur gefst upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.