Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. apríl 1986 Tíminn 3 Menningarsjóður styrkir menningu I gær úthlutaði Menningarsjóður styrkjum til lista og vísindamanna. Að þessu sinni hafði sjóðurinn rúni- lega 1 milljón til ráðstöfunar og skiptist hún á milli 36 einstaklinga. Matthías Johannessen gat þess við afhendingu styrkjanna að hlut- verk Menningarsjóðs hefði breyst í gegnum árin og verkefni hans flust æ nteir til sjálfstæðra stofnana. Hann taldi brýnt að Alþingi myrkaði sjóðnum nýja stcfnu og kveði skýrar á um hlutverk hans. Þá gat Mattín'as þess að hann hefði átt viðræður við Gunnar Friðriksson, formann Vinnuveitendasambandsins, um hvort ekki mætti auka fjárframlög fyrirtækja til menningarmála, og hafði hann trú á að þær viðræður skiluðu árangri. En það væri fyrst og fremst hlutverk opinberra aðila að styðja við bakið á menningunni, og á því hefði aldrei verið meiri þörf en nú á öld erlends fjöhniðlaefnis. Eftirtaldir aðilar fengu hæstu styrkina í formi dvalarstyrkja: Ás- gerður Búadóttir myndlistarmaður, Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Einar Hákonarson myndlistarmað- ur, Guðbcrgur Bergsson rithöfund- ur, Kristján Davíðsson myndlistar- maður, Rut Ingolfsdóttir. fiðluleik- ari, Sveinn Björnsson listmájari og Þorsteinn Gunnarsson leikari, gse Fjölbrautaskóli Suðurlands: Útboðum við ný- byggingu að Ijúka Frá frcllarilara Timans á Selfossi, Siguriti Sigur- jónssyni. Bygginganefnd Fjölbrautaskólans á Suðurlandi hefur nú samið við Sigfús Kristinsson. verktaka, unt lokun og frágang á fyrra áfanga skólans. Samningurinn hljóðar upp á u.þ.b. 19,3 ntilljónir kr. og er 3,9% yfir endurskoðaðri kostnaðaráætlun hönnuða. Hún hefur enda tckið nokkrum breytingum að undanförnu og ýmsir kostnaðarliðir hafa hækkað. Hinir smærri verkþættir skóla- byggingarinnar hafa einnig verið boðnir út að undanförnu. Má þar nefna raflagnir. gluggasiníðar og uppsetningu á 550 m2 glerþaki, það verk ntun Gluggasmiðjan í Kópa- vogi annast. Örlygur Karlsson, aðstoðarskóla- meistari FSU, sagði f samtali við Tímann að hið nýja hús myndi gerbreyta öllu skólastarfinu, en það mótast nú mjög af húsnæðiseklu. Alls stunda um 480 manns nám við Fjölbrautaskólann, og fer kennslan fram á sex stöðum á Sel- fossi. Afmælisnefnd Reykjavíkurborgar, ásamt fulltrúum frá bókaútgáfunni Svart á hvítu. BORGARSKRÁ Afmælisnefnd Reykjavíkur og bókaútgáfan Svart á hvítu mun gefa út Borgarskrá í tilcfni 200 ára afmælis borgarinnar. Hún inni- heldur upplýsingar unt fyrirtæki, stofnanir og þjónustu á höfuðborg- arsvæðinu ásamt korti af Reykja- vík. Áætlað er að Borgarskráin komi út um miðjan október og verður henni dreift ókeypis inn á hvert heimili landsins. Borgarskráin skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hluti fjallar um sögu Reykjavíkur en þar er cinnig að finna upplýsingar um stofnanir borgarinnar og fyrirtæki svo og menningar- og íþróttastarf í borg- inni. Annar hluti inniheldur lit- prentað kort af höfuðborgarsvæð- inu ásamt götuskrá. Þriðji hluti inniheldur skrá yl'ir fyrirtæki í Rcykjavík og nágr. og helstu upp- lýsingar unt starfsemi þeirra. Enn- fremur þjónustu og viðskiptaskrá yfir þau fyrirtæki sent veita þjón- ustu á því sviöi scm notandi hcfur áltuga á að komast í samband við. Um er að ræða a.m.k. 700 þjónustu- flokka í stafrófsröð. Skráin vcrður uni 300 blaðsíður og brot hennar og stærð miðast við að hún verði handhæg í notkun, hægt sé að hafa hana í hanskahólf- inu á bílnum og jafnvel beni Itana á sér. Rciknað er með að hagnaður geti orðið af útgáfu Borgarskrár- innar og ef undirtektir verða góðar gæti orðið um framhaldsútgáfu að ræða, en hliðstæðar skrár hafa verið gefnar út víða erlendis. Markmiö þeirra scm að þessu vinna, er að fá sem flest fyrirtæki og stofnanir til að skrá sig í Borg- arskrána til þess að notagildi henn- ar verði sem mest. Þcss má geta að skráning á cinu fyrirtæki kostar 4.500,- krónur og er þá innifalin skráning í skrá yfir fyrirtæki og stofnanir og skráning í einn þjónustuflokk í þjónustu- og viðskiptaskrá, en viðbótarskráning í þjónustuflokk kostar kr. 2.500,- -ABS ÞETT SETID Fjármálaráðuneytið má sín mikils á löggjafarsamkundunni þessa dagana. I fyrradag tók Geir Haarde, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, sæti á Alþingi sem 4. varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Þar mun hann sitja meðan Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra er erlendis. -SS Smásagnakeppni Listahátíðar: Góð þátttaka Dómnefnd smásagnakeppni Listahátíðar lítur yfir staflann af innsendum sögum áður en hún tekur til við að lesa og vclja verðlaunasögurnar. T.f.v. Stefán Baldursson lcikhússtjóri, Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður og Guðbrandur Gíslason framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. Skilafrestur í smásagnakeppni Listahátíðar er nú runninn út. Hátt í þrjú hundruð sögur bárust. Listahátfð stendur fyrir þessari samkeppni með fjárstúðningi frá Reykjavíkurborg, Seðlabankan- um og Landsbankanum. Vcrðlaun eru veglegri en þekkst hefur áður hér á landi: fyrstu verðlaun eru 250 þús., önnur 100 þús. og þriðju vcrðlaun hljóða upp á 50 þús. kr. Einungis ein saga hlýtur hvcr vcrð- laun. Dómnefnd skipa Þórdís Þorvalds- dóttir borgarbókavörður, Stefán Baldursson leikhússtjóri og Guð- brandur Gíslason framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. Þau hafa rúman mánuð til að skila niðurstöðum sínurn, því breski rithöfundurinn Doris Lcssing mun afhenda verð- launin við opnun Listahátíðar 31. maí næstkomandi. gse Sinfóníuhljómsveit , 17.apríl kl. 20.30 íslands FIMMTUDAGSTÓNLEIKAR í Háskóiabíói Stjórnandi: Páll P. PálSSOII Einsöngvari: Ellen Lang, sópran Páll P. Pálsson: Hendur fyrir strengjasveit Mozart: Aríur úr brúökaupi Figaros Beethoven: ah perfido Sibelius: Sönglög og sinfónía nr. 5 í Es-dúr Miðasala í bókaverslun Eýmundssonar, Lárusar Blöndal og í ístóni TÓNLISTARFÉLAGIÐ laugardaginn 19. apríl kl. 14.30 í Austurbæjarbíói Tónieikar: Ellen Lang, sópran | William Lewis, píanó Miðasala í bókaverslunum Eymundssonar, Lárusar Blöndal, í Istóni og við innganginn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.