Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Sunnudagur 20. apríl 1986
Khaddafy
djöfull!
- Kristján Þ. Ben-
ediktsson, flugmaður,
búsettur í Líbýu segir
meðal annars frá við-
horfum líbýskra til Bandaríkjanna.
„Hvernig er ástandið? Þetta hefur gengið upp og ofan í tæpt ár núna. Bandaríkjaher kom siglandi þarna
þrisvar með ógnunum og það var nú í fjórða sinn sem þeir létu verða af þeim.“ „Reagan segist vera með
sönnur fyrir sök Khaddafys á hermdarverkum við Bandaríkjamenn í Evrópu. Hann hefur ekki lagt fram neitt
órækt.“ „Nei! Khaddafy er ekki geðveikur. Hann er að vísu enginn engill, - en það er gert svo mikið úr
einhverjum illverkum úti í heimi og honum kennt um.“ „Það er hugsanlegt að nú ríði yfir alda hryðjuverka
í Evrópu." „Khaddafy er óútreiknanlegur!"
Þessi orð lét Kristján Þráinn Ben-
ediktsson falla á miðvikudaginn var
í viðtali við blaðamann Tímans.
Kristján hefur verið búsettur í Líbýu
undanfarin fimm ár en er nú kominn
í heimsókn ti! íslands, - heimsókn
sem upphaflega átti að vera stutt, en
vegna átaka Reagans og Khaddafy
má vera að hann ílendist unt sinn.
Kristján er þó staðráöinn í að halda
aftur til Líbýu þegar hægist um,
enda starfar hann þar sem flugmaður
á vegum bandarísks áætlunarflugfé-
lags innan Líbýu.
Kristján hcfur einnig flogið í Lí-
beríu og Malasýu „en bæði ævintýra-
þrá og svo ástandið hér heima í
flugmálum rak mann út á sínum
tíma,“ sagði Kristján.
„Ég kont ekki heim vegna yfirvof-
andi hættu í Lýbíu. Ég kem hérna
heim alltaf öðru hvoru.
Ég get ekki sagt, að það hafi ólgað
neitt hatur í brjóstum Líbýubúa í
garð Bandaríkjanna jtegar ég fór
þaðan fyrir tveimur vikum. Banda-
ríkjaher hafði komið þarna þrisvar
með ógnunum á síðast liðnu ári og
það var nú í fjórða sinn sem þeir létu
verða af þeim. Maður var hættur að
nenna að fylgjast með þessu og
orðinri nálf ónæmur fyrir þessu hern-
aðarbrölti. En þetta lá alltaf í loftinu
og menn bjuggust alveg eins við
arasinm.
Moammar Khaddafy þungurábrúneftirtilræði viðhann íTripólí 1984.
Pú telur ekki að Khaddafy hafi
þorað að ganga svona langt í ögrun-
um sínum við Bandaríkin í þeirri
von, að Bandaríkin myndu aldrei
gera hernaðarlega árás?
„Ég held að árásin þjappi mönnum meira saman að baki Khaddafy."
Ég efast um að Khaddafy hafi
ekki gert ráð fyrir því. Það hafa legið
þarna úti fyrir ströndum allt upp í
fjörutíu bandarísk herskip samtals
og auðvitað hefur hann fundið til
þess og hugsað sinn gang.“
Hvað segja Líbýumenn um þann
orðróm að Líbýa sé hreiður hermd-
arverkamanna og örugg borg þeirra ?
„Þeir trúa því ekki. Líbýumenn
eru algjörlega á móti hermdarverk-
um og ofbeldi. Þeir eru ekkert ólíkir
okkur hvað þetta snertir og alls ekki
eins og hinn vestræni heimur ímynd-
ar sér þá, - blóðþyrstir hundar sem
espast upp við vopnaskak. Reagan
segist geta fært sönnur fyrir sök
Khaddcfys á ýmsum hermdarverk-
um og morðtilræðum við Banda-
ríkjamenn í Evrópu. Samt sem áður
hefur hann ekki getað lagt fram neitt
órækt. Að sjálfsögðu kviknar í
manni efi og fyrir bragðið verða orð
Reagans sterkt vopn í höndum
Khaddafys í áróðursstríðinu.
I þessu tilfelli er það auðvitað sá
stærri sem ræðst á minni máttar ríki.
En Khaddafy hefur tekist, á 16 ára
stjórnarferli sínum sem byltingar-
leiðtoga, að vekja þjóð sína og gera
hana meðvitaða um gildi þess að
vera sjálfstæð þjóð í eigin landi.
Hann hefur ávallt kynnt undir ætt-
jarðarástina og að sjálfsögðu styður
þjóðin við bakið á honum eins og nú
stendur á. Ég held satt að segja, að
þetta verði til þess að þjappa mönn-
um meira saman á bak við Khaddafy
og auðvitað taka nágrannalöndin
upp hanskann fyrir hann, - þrátt
fyrir fornar erjur og deilur. Hann
hefur ekki bara fengið samúð þeirra,
heldur og allflestra vestrænna ríkja
einnig."
Pað er stutt síðan helgablað Tím-
ans birti grein um leiðtoga Líbýu en
í henni stóð meðal annars: „Eftir að
herforinginn ungi velti hinum dug-
litla kóngi Idris úr valdastóli árið
1969, hcfur hann skarað glóðum
elds að höfði sér um allan heim.
Ástæðan er sú að hann hefur ekki
viljað fara að dæmi annarra valda-
ræningja, hygla sjálfum sér í næði og
treysta völd sín, heldur hefur hann
viljað gerast byltingarleiðtogi. Tvö
markmið setur Khaddafy á oddinn:
Að vinna að einingu arabaþjóðanna
og mynda ríki Palestínuaraba, um
leið og ísrael verður afmáð. Pótt
margir arabaleiðtogar séu á sama
máli, þá fylgja þeir skoðunum sínum
ekki eftir af sömu hörkunni.“
„Það er rétt. Hann hefur gert
margt fyrir þjóðina. Hann er einn af
fáum einræðisherrum ef ekki sá eini,
sem hugsar um þjóð sína og kúgar
hana ekki. Hann er ekki bara að
hugsa um bankareikninginn sinn í
Sviss og eig eigurnar í New York.
Sjálfur er Khaddafy vel menntaður
og þegar hann bylti stjórninni árið
1969 var landið ein eyðimörk og fólk
bjó við kröpp kjör. Hann hinsvegar
gat nýtt olíugróðann þjóð sinni í hag.
Sérhverri líbýskri fjölskyldu er
tryggð íbúð og 42 þúsund króna
mánaðartekjur. Ætlast er til að fjöl-
skyldan geti veitt sér að eiga bíl og
sjónvarp og öll læknisþjónusta er
ókeypis.
Efnahagur Líbýu byggist ein-
göngu á olíulindum í jörðu. Til þess
að drífa upp olíuframleiðslu í landinu
laðaði stjórn Khaddafys til sín út-
lenda snillinga í hverju fagi, með því
að bjóða þeim gull og græna skóga.
Þannig hefur nær menntunarsnauðri
þjóð tekist að byggja upp ríkt þjóð-
félag, útrýmt fátækt og allir þegnarn-
ir eru nú bæði lesandi og skrifandi.
Það er búið að byggja ótrúlega
mikið upp þarna og Líbýumenn hafa
auðvitað þurft aðstoðar við. Öll
byrjun er erfið. Þarna liafa verið
byggðar upp hafnir, sett upp síma-
kerfi, reistar verksmiðjur og hvað-
eina. Það er búið að gera svakalega
mikið síðan Khaddafy komst til
valda. Hann má eiga það.
Pessi orð eru oft höfð um Hitler
líka, því að hann lagði hraðbrautir,
útrýmdi atvinnuleysi og .,..!
„Þeir tveir eiga lítið sameiginlegt.
Khaddafy er ekki geðveikur. Hann
er alveg óvitlaus. Hann er ekki sá
ljóti, illi maður sem vestrænir frétta-
stjórar lýsa. Ég er ekki að segja að
hann sé engill, - en hann er enginn
djöfull heldur. Hryðjuverk eru blás-
in svo upp í blöðum, honum kennt
um og hann látinn líta svo illa út og
gert mikið mcira úr en raunverulega
er.“
Hvað með þann ótta vestrænna
ríkja, að holskefla hryðjuverka muni
dynja yfir Evrópu í kjölfar árásar
Bandaríkjanna? Er hann ástæðu-
laus?
„Ég veit ekki en ég vona það.
Yfirleitt eru slíkar yfirlýsingar bara
í nösunum á honum. En maður veit
ekki hvað gerist ef hann sér ævistarf
sitt fara í súginn, þjóð sína, ef hann
missir konu sína og börn, - þá er
náttúrlega hugsanlegt og ekki ólík-
legt að hann grípi til örþrifaráða.
Auðvitað tekur hann þessu ekki
hljóðalaust. Hann hefur gert usla og
látið gamminn geysa af minna tilefni
en því, að Bandaríkjamenn senda
sprengjur á höfuðborg hans.“
Reagan hefur kallað Khaddafy
.,hættulegasta mann í heimi".
Breska blaðið Guardian segir hann
„meistara og herra hryðjuverka-
manna“. Sadat sálugi kallaði hann
„algjöran djöful í mannsmyndTel-