Tíminn - 20.04.1986, Síða 11
Sunnudagur 20. apríl 1986
„Okkur varðar ekkert um þvott blaðamanna, okkur varðar um þvott þjóðfélagsins," segir Indriði.
(Timamynd Róbert)
Tíminn 11
geta borið höfuð og herðar yfir
samtíðina.
Já, maður bar miklá virðingu
fyrir forystumönnunum, bæði þeim
Hermanni og Eysteini, Ólafi Thors
og Bjarna Benediktssyni. Manni
fannst þetta vera miklir karlar,
sem þeir og voru. Það var talsvert
um stjórnarsamstarf siálfstæðis-
manna og framsóknarmanna á
þessum íyrstu árum mínum og svo
kom Alþýðuflokkurinn inn í þetta.
í>á kynntist ég Stefáni Jóhanni
nokkuð og mikið fannst mér hann
ágætur maður. Það var þá sem ég
uppgötvaði hvað það var að fá aðra
reynslu af manni en þá sem fékkst
við að lesa blöð, sbr. skrif Þjóðvilj-
ans um Stefán Jóhann. Maður
hafði verið uppalinn við þá Bibl-
íulestraraðferð að það sem stóð á
prenti væri satt, og því tók það
nokkurn tíma að jafna sig á því að
það gat verið helv... lygi sem stóð
á prenti.
Pólitíkin átti sinn virðuleika þá
og virðuleikatíma, sem var indæll. “
Þú hefur gagnrýnt að nú til dags
sé blaðamönnum gjarnara en góðu
hófi gegnir að viðra eigin persónu
í skrifum?
„Því miður finnst mér blöðin oft
inni á því að einhverjar duldir,
einhverjar skoðanir ritstjóra og
blaðamanna sjálfra gægist í gegn
um fréttaskrif. Séu einhverjir
skavankar eða agnúar á skapgerð
manna sem eru á blöðum eða við
blöð, eða þá mjög sterkar pólitísk-
ar tilfinningar, þá fara blöðin að
bera mót af þessu. Einkum hefur
verið áberandi að blaðamenn hafi
farið að kalla sig mjög til „vinstri"
eins og þeir orða það. Það verður
leiðinlegur blær á fréttaflutningi,
þegar ekki er beinlínis verið að
snúa málinu, en maður finnur hvar
andinn liggur f blaðamanninum
eða ritstjóranum sem skrifa frétt-
ina. Þótt við værum á miklu pólit-
ískari blöðum hér áður, þá var
þetta nokkuð sem við þvoðum
hendur okkar fullkomlega af. Sem
framsóknarmaður gat ég skrifað
grein með Framsóknarflokknum,
alveg gallharður, en ef ég átti að
skrifa frétt, þá kom ekki til mála
að halda Framsókn fram í sam-
bandi við fréttina: Á vissum tíma
olli þetta erfiðleikum og einu sinni
talaði Ólafur Jóhannesson um það
á blaðstjórnarfundi að erfitt væri
að eyða fjármunum, pappír og
vinnuafli í fréttaskrif, sem Fram-
sókn skini ekkert gott af. En þá
benti ég honum á að blaðamönnum
okkar væri ætlað að halda jafnvægi
gæta sín og standa undir skyldu
sinni gagnvart almenningi í skrifum
- en aftur á móti værum við stundum
með fyrirsagnirnar þannig að þær
hentuðu flokknum. Og þetta var
alveg satt! - þótt textinn væri
hreinn af þessu. Og Ólafur gat
fallist á þetta.“
Þið hafíð sem sé reynt að sækja
á í frjálsri fréttamennsku.
„Okkar barátta hér fyrrum sner-
ist mikið um það að geta sagt frá
hlutum sem við vissum, en voru
hálfgert trúnaðarmál, hlutum sem
við töldum ekki svo mikið trúnað-
armál að þeir þyrftu að liggja í
láginni. Það var enginn illvilji í
þessu, en okkur var sagt að þetta
mættum við segja og ekki meira.
Við vorum alltaf að reyna að víkka
þetta gat og það gekk sæmilega .
Viðreisnarstjórnin sat í þrettán
ár og lengst af þeim tíma var ég
ritstjóri, löngum undir Eysteini
Jónssyni. Eysteinn stóð sig frábær-
lega vel í stjórnarandstöðunni þótt
viðreisnin væri gott stjórnarform
og félli ekki á öðru en því að ungt
fólk vildi breyta um breytinganna
einna vegna. Við vorum með Tím-
ann í 18.500 eintökum nær allt
þetta tímabil og blaðið gekk ákaf-
lega vel. Líklega var maður frjáls-
ari vegna þess að flokkurinn var
ekki í ríkisstjórn. Maður hafði gott
olnbogarými hjá Eysteini, þótt
hann gæti verið nákvæmur og ögn
smámunasamur ef um eitthvað það
var að ræða sem hann hafði tekið
að sér sérstaklega. En hann fylgdist
vel með Tímanum og var afskap-
lega góður yfirmaður.
Þótt stjórnarandstöðutímabilið
liði hjá, þá stóð þetta eftir sem við
gáfum aldrei til baka og það voru
þær rúmu hendur sem við höfðum
til þess að segja frá, - án þess þó
að vera með einhvern djöfulskap
og læti. Nú er orðið allt of mikið
um það að blaðamaðurinn og rit-
stjórinn, sem eru meira og minna
háðir einhverjum undarlegum
meiningum, skrifi frétt sem er
samhræringur af staðreyndum og
þeirra eigin tilfinningum og stjórn-
málamaðurinn sem les þetta heldur
að það sé almenningsálit. Ekkert
eru menn jafn hræddir við og
almenningsálit og þannig hefur
þessi nýja blaðamennska áhrif á
stjórnmálamanninn. Hann tekur
kannski ákvarðanir samkvæmt því
sem er bara dellukeyrsla hjá blaða-
mönnum. Það er þetta sem ég er
að mótmæla. Við vildum frelsi og
fengum það á vissan hátt, þótt það
sé miklu rýmra nú, en það á ekki
að nota til þess að blaðamaðurinn
geti hengt út þvottinn sinn. Blaða-
maðurinn er ekki annað en penni
eða ritvélahendur á milli atburð-
anna og lesenda. Hann er eins og
tölva að því leyti, tilfinningalaus.
Það á hann líka að vera sem góður
blaðamaður.
Okkur varðar ekkert um þvott
blaðamanna, okkur varðar um
þvott þjóðfélagsins. Það unnu hjá
mér menn sem komu af Morgun-
blaðinu og menn sem komu af
Þjóðviljanum, en það bar aldrei á
því hjá þessu fólki í skrifum að það
hefði pólitískar meiningar. Hvorki
með né móti Framsókn, Alþýðu-
bandalaginu eða Sjálfstæðisflokkn-
um. Þetta er grundvallaratriði og í
þessu þarf blaðamannastéttin og
fréttamannastéttin að taka sig al-
varlega á. Þeir eru hvorki kjörnir
til þess né í aðstöðu til þess að nota
starf sitt undir prívatmeiningar.
En margt hefur drifíð á daga
Tímans frá því þú hélst um stjórn-
völinn?
„Já, mér finnst hann hafa villst
af leið. Til dæmis skil ég ekkert í
hvaða nauður rak Tímann til þess
að fara upp í Síðumúla þegar hann
bjó frítt í Edduhúsinu, og baka sér
þannig 2.5 milljóna bagga í húsa-
leigu. Það fylgja þessu að vísu
þægindi að fara í Síðumúlann, en
þau eru ekki nægjanleg til þess að
réttlæta svona breytingu. Áð vísu
bjuggum við við vondan vélakost í
Eddunni, vorum með vonda pressu
sem knúði okkur til að vera í
aðeins 16 síðum og stækka í 12 og
12 síður, þegar svo bar undir. En
við höfðum þó þessa aðstöðu og
vorum í ágætu upplagi. Það er eitt
að kunna að skrifa góða íslensku
og annað að kunna að halda úti
blaði sem þjónar kaupandanum og
hann vill fá. Ég held að á síðari
árum hafi gleymst að gera blaðið
þannig úr garði að það þjónaði
kaupandanum. Við vorum alltaf
með augað á kaupandanum, þann-
ig að hann var eins og einn ritstjór-
inn í viðbót. Ekki svo að skilja að
við vildum slaka á neinu, en við
vissum það mikið um kaupandann
að við vorum alltaf með hluti sem
hann varðaði um.
En svo er einn hlutur sem Tím-
inn geldur fyrir núna. Það hefur
orðið ákveðin fækkun í dreifbýli
þar sem Tíminn var alltaf sterkur
og er kannske enn. Þegar ég varð
ritstjóri um 1960 og við vorum
komnir upp í 18.500 eintök var ég
alltaf að segja: „Nú bíðum við, þar
til ég get skrifað þvert yfir forsíð-
una: „Tíminn kemurútí20þúsund
eintökum.“ En þá gerist annar
hlutur sem er alveg merkilegur og
er hreinpólitískur: Stór hluti
Reykjavíkur er lokaður fyrir
Tímanum. Það er sama hve mikið
þú leggur í útbreiðslu. Þú kemur
blaðinu bara alls ekki inn um
dyrnar. Það er málið.
Þetta skilst mér að hafi átt að
leysa með því að gera blaðið að
NT. En það er ekki leiðin. Á þeim
fjölmiðlatímum sem nú eru og ég
er ekki beinlínis hrifinn af, hefði
blaðið átt að ráða til sín djarfa
stráka og segja við þá: „Keyriði
eins og þið eigið lífið að leysa.“ Ég
er sannfærður um að þá hefði
Tíminn komið réttur út úr þessu.
En þótt nú sé verið að spá Fram-
sókn ósigri í kosningum, þá er ég
sannfærður um að bæði flokkurinn
og blaðið á sér langa framtíð hér.
Hins vegar má ekki hengja á Tím-
ann kostnaðarbagga sem draga
blaðið niður. Það á að eyða pening-
unum í blaðið sjálft til þess að
keyra það áfram.
Loks á ég þær óskir Tímanum til
handa að hann hristi af sér kurteis-
ina og fari að gera einhverja hluti.
Þegar Churchill dó man ég að við
sendum mann til Bretlands, Jón
Hákon Magnússon, að fylgjast
með útförinni. Þegar Edward
Kennedy var myrtur hringdum við
út og náðum sambandi við blaða-
fulltrúa hans fyrir heppni, sem
sagði okkur allt af atvikinu. Þetta
var kannski ekki svona á hverjum
degi, en við áttum þennan vilja og
kraft sem mér finnst þurfa.
Ég skýri þetta kannski best með
því að minnast á pinnann, sem
Andrés Kristjánsson hafði alltaf
hjá sér, en á hann stakk hann öllum
fréttatilkynningum sem blaðinu
bárust. A þessu lá hann meðan við
hinir vorum alltaf að grafa eitthvað
upp, berja eitthvað upp úr freran-
um. Stundum báðum við Andrés
að bjarga málinu og láta okkur fá
eitthvað af pinnanum. En nei!
„Við höldum áfram,“ sagði
Andrés. Þannig gekk það oft fram
undir miðnætti og Andrés vissi að
ef í nauðirnar rak mátti alltaf á
endanum grípa eitthvað af pínnan-
um. En hann ætlaði okkur að
koma með efnið og það var þessi
vinnumórall sem skipti máli.
Mér líst ekkert á þessa eftir-
vinnutíma og þetta tímaskyn blaða-
manna. Mér finnst að blaðamenn
eigi að vera ógift fólk, fólk sem er
tilbúið að fara úr landi með tveggja
tíma fyrirvara, ef eitthvað er að
gerast, og borga þeim vel. Fjár-
mununum á að eyða í þetta en ekki
húsaleigu. Ég óska Tímanum þess
að hann fari að opna dyrnar út í
heiminn meira, verði kosmopoliti-
skara blað enda er landsbyggðin
ekki til mikilla hluta fyrir hann
héðan af. Hann hefur efni á því og
flokkurinn hefur gott af því.“
AM