Tíminn - 20.04.1986, Side 14
Sunnudagur 20. apríl 1986
14 Tíminn
Vatnslækningar
sem eru með
elstu læknisað-
ferðum manns-
ins hafa nú á
seinniárumöðl-
ast meiri virð-
ingu. Hérverður
stuttlega greint
frá þessum að-
ferðumog saga
þeirra rakin.
maðurinn óbilandi trú á skynsemi
sinni, og því að vísindin væru sá
farvegur sem hæfði henni best.
Menn trúðu því að ef vísindalegum
aðferðum væri beitt væri hægt að
útrýma hungri, tryggja öllum jarðar-
búum ákjósanleg vaxtarskilyrði og
jafnvel væri hægt að færa manninum
eilíft líf með því að etja læknavísind-
unum á sjálfan dauðann. í anda
þessarar trúar var leitað laúsnar á
öllum vandamálum í akademíunum,
og eftir hennar reglum og hefðum.
Vísindin urðu máttug, einskonar
flaggskip á leið til mannlegrar full-
komnunar. Og með tímanum urðu
þau æ fjarlægari öðrum þáttum
mannsins. 1 upphafi höfðu þau ein-
ungis verið alþýðuspeki færð í mót
rökréttra hugsana, en með tímanum
fjarlægðust þau þetta upphaf sitt, og
á endanum vildu þau sem minnst úm
það vita.
Nú á síðustu árum hefur gætt æ
meiri vantrúar á óskoruðu forustu-
hlutverki akademískra aðferða.
Með tímanum hafa komið í ljós
ýmsir slæmir fylgifiskar þeirra lausna
sem vísindin hafa fundið á vanda-
málunum, og fólk hefur orðið gagn-
rýnara á vísindin.
Eitt dæmi unt þetta er það bakslag
sem nú virðist hafa komið á hefð-
bundin vestræn læknavísindi. Fólk
hefur treyst þeim blint, en er nú
farið að efast um að þau séu á réttri
leið. Það er einkum mikil notkun á
lyfjum - og oft án tillits til aukaverk-
ana - sem sætt hefur gagnrýni.
Læknavísindin virðast leggja höfuð-
áherslu á að útrýma sjúkdómsein-
kennum með utanaðkomandi
efnum, í stað þess að vinna með
líkamann sem lífræna heild.
Upp á síðkastið hafa æ fleiri leitað
nýrra leiða til að kljást við sjúkdóma
og veikindi. „Nýjar leiðir“ er
kannski ekki rétta orðið því menn
hafa einkum leitað til annarra menn-
ingarheilda eða til gleymdra þátta í
sinni eigin sögu. Nálarstungur, nátt-
úrulækningar og orkulækningar eru
nú komnar í samkeppni við hin
hefðbundnu vestrænu læknavísindi,
og það er farið að gæta togstreitu á
milli þessara aðferða.
Eitt af því sem nú hefur verið
dregið úr þagnargildi eru vatnslækn-
ingar. Þær þóttu góð vísindi á öldinni
sem leið og höfðu fastan sess í
akademískri læknisfræði. f Evrópu
voru reknar margar vatnslækn-
ingastofnanir þar sem fólk leitaði sér
lækninga við mismunandi sjúkdóm-
um.
Jón Hjaltalín, síðar landlæknir,
rak eina slíka stofnun í Klampen-
borg á austurströnd Sjálands til
margra ára, eða allt þar til hann var
kvaddur hingað heim til að rannsaka
bráðapestina svokölluðu.
En hvað eru vatnslækningar?
Saga vatnslækninga
Maðurinn hefur sjálfsagt notað
vatn til heilsubótar frá örófi alda.
Flestir kannast við að hafa farið í
kalda sturtu til að hressa sig við, eða
þá að bregða sér í heitt bað til að
slaka á stífum vöðvum. Kaldir
bakstrar og fótabað eru einnig þekkt
meðul.
Ein af fyrstu rituðu heimildunum
um vatnslækningar eru tengdar
musteri gríska guðsins Asclepíus,
sem var guð lyfja og meðala. í
musterinu voru böð og nudd notuð
gegn sjúkdómum. Hippocrates, sem
er oft kallaður „faðir læknavísind-
anna“, hefur sjálfsagt þekkt til must-
erisins, og hann notaði böð til að
lækna hita og nteðhöndlaði fleiri
sjúkdóma á sama hátt. Hann rann-
sakaði og notaði misheit böð til
lækninga á ýmsum kvillum.
Síðar notuðu rómversku læknarn-
ir, Galen og Celsus, böð við lækning-
ar, og þau voru stór þáttur í læknis-
fræði þeirra. Eftir að læknar höfðu
gefist upp á að lækna Ágústus keis-
ara, af óskiljanlegum sjúkdómi, með
ýmsum aðferðum, tókst það loks
með því að beita daglegum köldum
böðum. Eftir það urðu köld böð
algeng læknisaðferð í Róm.
Það eru fleiri lönd sem eiga sér
heimildir um vatnslækningar. Pers-
neski læknirinn Rhazes, sá sem fyrst
aðgreindi mislinga og bólusótt sem
sitthvorn sjúkdóminn, notaði vatns-
lækningar. Hann skilgreindi þær svo
að með heitum böðum hreinsaðist
orsök sjúkdómsins út með svitanum.
Þetta er velþekkt kenning í vatns-
lækningum og þekkist meðal svo
óskyldra þjóða sem Indverja,
Tyrkja, Rússa, Finna og meðal
galdralækna indjána í Norður-Am-
eríku.
Þegar fram liðu stundir komu
fram aðrar læknisaðferðir og urðu
þá vatnslækningar oft að víkja fyrir
þeim. Guldu þær oft einfaldleika
síns, því hinar nýju aðferðir þóttu
tilkomumeiri. En á átjándu öldinni
varð endurvakning meðal kirkjunn-
ar manna á Ítalíu, í Þýskalandi og
Englandi. Á þeim tíma ritaði vel-
þekktur skoskur skurðlæknir bók
sem vakti athygli; Verkun heits og
kalds vatns á liita og aðra sjúkdóma.
I henni lýsir læknirinn, Dr. James
Currier, hvernig drykkja á köldu
vatni getur slegið á hita, og hvernig
vatnsböð geta læknað bólusótt og
taugaveiki, og flýtt fyrir bata á
hinum ýmsu sjúkdómum.
Currier skrifaði sína fyrstu bók
árið 1797. Það verður samt ekki fyrr
en í upphafi nítjándu aldar sem
Vincent Preissnitz, bóndi frá Slesíu,
leggur grunninn að stórkostlegum
framförum í vatnslækningum.
Preissnitz kynntist vatnslækningum
fyrir tilviljun. Hann slasaði sig á
fingri þegar hann var unglingur og
nábúi hans vafði fingurinn með rök-
um klút, sem varð til þess að hann
greri hraðar en Preissnitz hafði áður
búist við. Stuttu síðar varð hann
fyrir það alvarlegu slysi að læknar
töldu að hann bæri merki þess allt
sitt líf. En Preissnitz mundi hversu
fljótt fingurinn hafði gróið og hóf að
Iækna sig sjálfur. Hann þvingaði
snúinn hrygginn í rétta stellingu og
vafði um sig rökum klútum og drakk
ómælt af köldu vatni. Þetta linaði
þjáningar hans og honum til mikillar
furðu varð hann alheill að stuttum
tíma liðnum.
Mannkynssagan er uppfull af slík-
um einangruðum lækningarsögum,
en það sem gerir sögu Preissnitz
ólíka öðrum er það að honum gafst
tækifæri til að rannsaka mátt vatns-