Tíminn - 20.04.1986, Blaðsíða 16
16Tíminn
Sunnudagur 20. apríl 1986
Hrútafirði. Þar var þá skólastjóri
Guðmundur Gíslason, sem verið
hafði um árabil kennari við Héraðs-
skólann á Laugarvatni. Mikill mynd-
armaður, ræðuskörungur og æsku-
lýðsleiðtogi. Við Guðmundur urð-
um fljótt miklir mátar. Hann veitti
mér fljótt athygli, einhverra hluta
vegna. Líklega vegna þess, að ég tók
fljótt að taka til máls á málfundum
skólafélagsins. Þar á eftir tók ég við
ritstjórn skólablaðsins Nýgræðings.
Hvenær sem eitthvað var um að vera
í skólalífinu, merkisdagar í Þjóðlíf-
inu eða skemmtanir, fól skólastjór-
inn mér verkefni. Þá bað hann mig
að flytja ræðu eða að setja saman
kvæði. Aldrei neitaði ég þessu.
Skólastjórinn bauð mér við og við
inn á heimili sitt, sem var í sjálfu
skólahúsinu. Hann var kvæntur Hlíf,
dóttur Böðvars Magnússonar hrepp-
stjóra á Laugarvatni og Ingunnar
Eyjólfsdóttur konur hans. Áttu þau
11 dætur og einn son. Börn áttu þau
hjón þá orðið fjögur. Ekki eignuðust
þau fleiri börn. Eitt þeirra er Guð-
laug Edda, eiginkona Steingríms
Hermannssonar forsætisráðherra.
Ætíð var mér vel tekið á heimili
skólastjórahjónanna. Ég bankaði
einnig upp á hjá þeim. Eg man vel
eftir einni heimsókn minni öðrum
fremur. Þá var sr. Jón Guðnason,
kennari við skólann, í heimsókn hjá
þeim. Rétt áður en mig bar að garði,
sagðist skólastjóri hafa verið að
ræða um mig við sr. Jón. Þeir voru
að tala um, hvaða námsbraut ég ætti
að velja mér, eftir að námi á Reykj-
um lyki. Ég hafði haft orð á því við
skólastjórann fyrr, að ég hefði hug á
því að ganga á Samvinnuskólann og
helga mig síðan verslunarstörfum.
Þetta sögðust þeir ekkfi telja ráðlegt.
Ég mundi aldrei verða nýtur verslun-
armaður, til þess skorti mig allt, svo
að segja. Mér leist ekki á þennan
dóm. Ætluðu þessir ágætu menn að
koma í veg fyrir, að ég yrði kaupfé-
lagsstjóri, kæmist í mikla áhrifa-
stöðu og réði ntiklu í heimahéraði,
kæmist loks á Alþingi og yrði e.t.v.
ráðherra? Einhver vænlegasta leiðin
til valda og áhrifa í landinu unt þetta
leyti var að ganga í Samvinnuskól-
ann. Hvers vegna ekki að ganga þá
leið? - Nú, hvaða nám á ég þá að
velja? spurði ég. Þeir voru sammála
um það, þessir ágætu menn. Þú átt
að sækja um inngöngu í Kennara-
skólann og verða kennari. Ja, það
var þá merkisskóli sem þeir völdu
mér! Ég átti þá að verða barnakenn-
ari í einhverju smáþorpinu. Kannski
farkennari og lepja dauðann úr skel
fjárhagslega. Það var greinilegt, að
þeir vildu ekki að ég yrði verslunar-
maður. Sr. Jón sagði, að ég mundi
vera efni í kennara. Spurði ég hann
að því, hvað benti til þess. Þú hefur
gaman af að fræða. Hann benti mér
á það, að með því að fræða aðra yki
maður sjálfur þekkingu sína. Hér
væri sífellt verið að gefa. Ekki
löstuðu þeir, sr. Jón og skólastjór-
inn, beint verslunarstarfið. Þófannst
mér sem þeir mætu kennarastarfið
hærra. menningargildi þess væri
a.m.k. meira.
Aldrei iðrast ég þess
Ef ég man rétt var þetta hinn 14.
nóv. árið 1944, að ég rak inn höfuðið
hjá skólastjórahjónunum sem oftar.
Réttum þremur árum síðar, eða 14.
nóventber 1947, kenndi ég rnína
fyrstu æfingakennslu í Kennara-
skólanum, þá í þriðja bekk skólans.
Varð mér þá hugsað til þess dags, er
skólastjórinn á Reykjum og prestur-
inn og kennarinn, réðu mér til að
ganga á kennaraskólann. Vitanlega
gat ég látið álit þessara ágætu manna
sem vind um eyrun þjóta. Það hefði
kennski ekki verið svo vitlaust. En
þegar kennsla hefur verið aðalstarf
manns í aldarþriðjung er ekki auð-
velt að snúa við og þurrka út fortíð-
ina. Ég fór sem sagt að ráðum
Guðmundar Gíslasonar skólastjóra
og sr. Jón Guðnasonar, er ég valdi
mér ævistarf. Aldrei iðraðist ég þess.
Ég held að kennsla, þótt erfið sé
nteð köflum, hafi gefið mér meý-a en
ég hefði nokkurn tíma getað vænst
sem verslunarmaður, þótt ég á þann
hátt hefði komist hærra í þjóðfélag-
inu en mér hefur auðnast með því að
kenna börnum og unglingum.
OFT er erfitt að rekja
til upphafs. Hvar skal
byrja, hvar skal
stansa?, spurði skáld-
ið Matthías Jochumsson í ljóði sínu
um Skagafjörð. Að lokum fann
hann sér þó útsýnisstað, sjálfan
Tindastól. Þaðan sá hann allan hinn
fríða fjörð, bæði staðhætti og mann-
líl'. Ef ég ætti mér slíkan útsýnis-
stað sem síra Matthías, væri auðgert
fyrir mig að rekja til upphafs þá
ákvörðun mína að gerast kennari.
Allt frá því að ég var smádrengur
hef ég verið fróðleiksfús. Hið fyrsta
sem ég komst í kynni við fræðslu var
í dalnum sem ég ólst upp í fyrstu tíu
æviárin. Á Dalnum var farkennsla.
Kennarinn kenndi á nokkrum bæj-
um þarna og flutti með sér kennslu-
tækin bar þau á bakinu. Var þar um
að ræða landakort, skólatöflu sem
vinda mátti upp, svo og eitthvað af
kennslubókum. Allt var þetta afar
fátæklegt. En börnin hlökkuðu þá til
komu kennarans, en kviðu ekki eins
og nú er títt. Þá var skólahald hvorki
langt né námsgreinafjöldinn það
mikill, að eigi væri unnt að komast
yfir námsefnið með góðu móti.
Farkennarinn
Eitt sinn kom ég á bæ einn í
Dalnum, þar sem kennarinn var að
kenna, en ég enn ekki orðinn skóla-
skyldur, enda innan við tíu ára
aldur. Þarna sýndi kennarinn mér
landakort af hinum stóra heimi.
Fannst mér mjög til um það allt.
Heimurinn hlaut að vera ákaflega
stór, eftir kortunum að dæma. Ekki
vöktu þessi landakort þó mesta for-
vitni mínaogum leið aðdáun, hcldur
veggmynd ein, sem sýndi helstu
mannflokka jarðar. Þeir voru býsna
ólíkir. Það skal tekið fram, að
mannamyndir þessar voru í náttúru-
legum litum. Mér fannst undarlegt,
Itversu ólíkir að litarhætti mennirnir
í veröldinni eru. Ég fór að öfunda
kcnnarann af því hlutverki að geta
frætt marga um jafn merka hluti og
um lönd og þjóðir. Slíkt hlaut að
vera meira en lítið heillandi
viðfangsefni. Kennarinn kom tví-
vegis eða oftar á heimili foreldra
minna meðan hann var að kenna á
Dalnum. Það fannst mér nokkur
viðburður. Þetta, að fá menntaðan
mann og vel gefinn, í heimsókn á
afdalakot, var afar mikill viðburður.
Þetta fannst mér a.m.k. Um álit
annarra á þessu veit ég ei. Ég vissi,
að þessi kennari var gáfaður og vel
lesinn maður. Hvort hann varefnum
búinn eður ei, skipti mig engu máli.
Það fannst mér ekkert hjá því að
geta frætt aðra um leyndardóm
þekkingarinnar. Mig langaði til að
ganga þá braut þá þegar, sent leiddi
til þess, að ég gæti með tíð og tíma
leiðbeint öðrum í þekkingarleit. Að
vera kennari var svona álíka og að
vera prestur. Kannski ekki alveg
eins mikið, en talsvert.
Kennarar hafa starfað á íslandi
allt frá upphafi. Þeir hafa ekki haft
neitt sérstakt starfsheiti fyrr en á
síðustu öld, og þó helst eftir að
fræðslulög tóku gildi í byrjun þessar-
ar aldar, eða 1907. Prestar voru
fyrstu kennarar þjóðarinnar, þegar
um æðri menntun var að ræða. í
Skálholti voru þeir feðgar, ísleifur
og Gissur, kennarar prestsefna. For- .
eldrar kenndu börnum sínuni á
heimilunum það sem kunna þurfti
eins og lestur. reikning og skrift.
Prestarnir litu eftir að þetta væri
rækt sem skyldi.
Fyrsta frœðslan
Á heimili foreldra minna naut ég
minnar fyrstu fræðslu. Minn fyrsti
kennari var móðir mín, Elín Guð-
mundsdóttir. Faðir minn kom
aldrei nærri kennslu. Hafði enga
þolinmæði til að leiðbeina seinfær-
um nemanda. Að vera kennari krefst
nefnilega ótrúlegrar þolinmæði oft
og tíðum. Hana átti faðir rninn ekki
í nógu ríkum mæli til að vera
kennari, þótt hann skorti vafalaust
ekki lærdóm til að kenna byrjanda
undirstöðugreinar. Ég held jafnvel,
að faðir minn hafi ekki haft mikið
álit á kennurum, vegna þess að hann
gat sjálfur ekki notið þeirrar
Hvers vegna
ég varð
KENNARI
menntunar, sem hugurinn stóð til.
Þannig móta lífsreynsla og kjör
manna skoðanir þeirra á ýmsum
málum.
Álit á kennarastarfinu heima fyrir
ýtti síður en svo undir þá ætlun mína
að gerast kennari, a.m.k. hvaðföður
minn snerti. Hann var sá sem öllu
réði þar, líkt og tíðkaðist á þeim
tíma, en karlar höfðu bæði töglin og
hagldirnar heima og að heiman.
Aldrei fann ég heima, að kennara-
starfið væri neitt sem eftirsóknarvert
væri. Launin voru lág og álitið ekki
Eftir
Auðun Braga
Sveinsson
upp á marga fiska. Það var annað
mál með skrifstofustarfið. Faðir
minn var þess ekki hvetjandi að ég
nyti skólamenntunar en eitt fannst
honum, að ég ætti að læra, og það
var að hljóta verslunarmenntun,
ganga í Samvinnuskólann og verða
kaupfélagsstjóri með tíð og tíma.
Hann var mikill samvinnuntaður í
anda og studdi þá stefnu eftir mætti.
Verslaði lengst af við kaupfélög og
kaus þá til áhrifa á Alþingi, sem
vildu efla kaupfélög og samvinnu á
sviði verslunar. Ég var þessu ekki
beint afhuga, þótt ég fyndi að ég
mundi aldrei hafa mikinn áhuga á
kaupmennsku. Menntun og ritstörf
mat ég langtum meira.
Að Reykjum
Kominn undir tvítugt er ég kom-
• II l-\m 1 /Ji'úmc oA PtfVllim