Tíminn - 20.04.1986, Page 19

Tíminn - 20.04.1986, Page 19
Sunnudagur 20. apríl 1986 Tíminn 19 FLÓÐ- HESTAR FÓRUST Austur í Rússlandi varö það slys í marsmánuði að þrír flóðhestar fór- ust í eldsvoða, vegna óaðgæslu um- sjónarmanns þeirra, sem fengið hafði sér neðan í því, að sögn blaðsins Sovietskaya Kultura. Slysið varð þegar verið var að flytja dýrin, sem tilheyrðu sirkus, frá byelorússnesku borginni Gomel til Leningrad. í þröngum og illa loftræstum járn- brautarklefa þeim sem dýrin voru í var ofn til að halda á þeim hita. Valt ofninn og kviknaði í vagninum og urðu flóðhestarnir, Hugo, Sandy og Casey, eldinum að bráð. Síðar bar umsjónarmanninn að og hann var ofurölvi. Dýrin, sem kennt hafði verið að dansa og hoppa, höfðu verið keypt frá V-Þýskalandi fyrir þrem árum fyrir verulega upphæð í erlendum gjaldeyri, sagði blaðið. Þá sagði að nýlega hefðu tveir birnir og fíll dáið af svipuðu kæruleysi og krafðist blaðið róttækra umbóta á flutningi sirkusdýra. SVOL- URNAR MEÐ KAFFI- SÖLU Svölurnar. félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, munu halda sína árlegu kaffisölu, fimmtudaginn l. maí n.k. í Súlnasal Hótel Sögu. Húsiðverðuropnaðgestumkl. 14.00 og mun þar verða, auk kaffisölu, tískusýningar kl. 14.30 og 15.30, þar sem Svölurnar sýna sjálfar fatnað, og skyndihappdrætti þar sem margir glæsilegir vinningar eru í boði. þar á meðal ferðavinnngar. Merkasti þátturinn í félagsstarfi Svalanna er fjársöfnun til styrktar þeim er minna mega sín í þjóðfélag- inu og til að stuðla að menntun þeirra sem sinna fjölfötluðum börnum. Kaffisalan 1. maf og jóla- kortasala eru drýgstu tekjulindirnar. Á síðasta starfsári hafa Svölurnar m. a. gefið Safamýrarskóla tölvu- og rafeindabúnað til kennslu fatlaðra, að upphæð kr. 420.000.00. Einnig hafa þsr gefið Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra rafknúin leikföng og stýrirofa til þjálfunar fjölfatlaðra barna og útileiktæki fyrir börn sem dvelja með mæðrum sínum ' í Kvennaathvarfinu. Ennfremur veittu Svölurnar á þessu ári námsstyrki til fimni ein- staklinga í framhaldsnámi erlendis í kennslu og þjálfun fjölfatlaðra. Starf sitt vinna Svölurnar að sjálf- sögðu í sjálfboðavinnu. Þær vilja þakka vinum og velunn- urum" fyrir veittan stuðning, enn- fremur þeim fyrirtækjum og ein- staklingum sem auk þeirra sjálfra, hafa gefið vinning fyrir skyndihapp- drættið 1. maí. FRAMSÓKNARVIST Framsóknarvist verður haldin sunnudaginn 20. apríl kl. 14 að Hótel Hofi. Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna. Stutt ávarp flytur Alfreð Þorsteinsson formaður F.R. Framsóknarfélag Reykjavíkur 1986 1987 Nýtt happdrættisár 1440 UTA PiLA IVDSFERÐIR eða 120 í hverjum mánuði á 40 þúsund krónur hver Vinningar til íbúðakaupa: 1 á 1 milljón kr. 8 á 600 þúsund kr. Vinningar til bílakaupa: 48 á 200 þiisund kr. og valdir bílar: FORD Sierra GL 2000 sjálfskiptur í júní TOYOTA Land Cruiser STWstation LIR í desember SAAB 900i model 1987 ífebrúar 1987 AÐALVimmGUR ÁRSIHS: HÚSEIGn eftir vaíi á 3.500.000 kr. í apríl 1987 1440 húsbúnaðaminningar á 10 þúsund krónurhver Lægstu vinningar á 5 þúsund krónur Mánaðarverð miða 200 kr.# ársmiðar 2.400 kr._ ___HAPPDRÆTTI _ Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.