Tíminn - 20.04.1986, Side 22
22 Tíminn
Sunnudagur 20. apríl 1986
í hlutverki Conans. Sá náungi
hefur malaö Schwarzenegger
gull.
bólgan var mest á áttunda áratugn-
um var léttast að afla fjár í Banda-
ríkjunum.
Blm.: Þú ert því gamalvanur mikl-
um peningum?
Schwarzenegger: Alvanur. En
það er ekki nóg að afla peninga,
maður þarf líka að kunna að fjár-
festa. f fyrsta lagi sparar það skatta-
útgjöld og svo er það skemmtilegt.
Blm.: Hvað eru peningar þér?
Schwarzenegger: Ekki mjög
mikið. Ég eyði mjög litlu. Ég á
jeppa, gamlan Cadillac 1956 og eitt
Harley Davidson mótorhjól.
Blm.: Hvað þénarðu á hverri
mynd?
Schwarzenegger: Það vil ég ekki
segja þér. En því meira sem maður
krefst, þvf meira er maður virtur.
Það er hlægilegt en satt. Því verður
maður sífellt að hækka kröfur sínar.
Ég skammast mín ekki fyrir það því
ég skapa peningana fyrir fram-
leiðandann.
Blm.: Þú hefur sagst hafa áhuga á
að framleiða sjálfur þínar myndir.
Nokkuð að frétta af því?
Schwarzenegger: Nú hef ég nóg
að gera við að hugsa um fjölskyldu-
stofnun. Það er ekki eins létt og áður
var. í Los Angeles eru 60% manna
fráskildir. Menn fara í þrjá mánuði
í kvikmyndatökuferð og þar með er
allt búið.
Blm.: Telur þú að þitt hjónaband
muni verða varanlegt?
Schwarzenegger: Ég hef aldrei
verið í vandræðum með að standast
freistingar. Ég held að mér takist
þetta.
Blra.: Nýlega laukstu við síðustu
mynd þína, „Raw Deal.“ Um hvað
er hún?
Schwarzenegger: Þetta er glæpa-
mynd og ég leik þarna útsendara
FBI, sem smyglar sér inn í innsta
hring hjá Mafíunni.
Blm.: Er myndin jafn gróf og
„The Commander,“ sem sýnd hefur
verið nýlega.
Schwarzenegger: Ég verð að bíða
með að fullyrða um það þar til
klippingum er lokið og ég sé hve
margir eru drepnir. Þá get ég fyrst
gert samanburð.
Blm.: Hefurðu þá talið hve margir
voru drepnir í „The Commander?"
Schwarzenegger: Ekki nákvæm-
lega, - en milli 60 og 100 voru það.
Blm.: Hvernig finnst þér sjálfum
myndin?
Schwarzenegger: Ágæt, því þarna
var hröð atburðarás og glens. Ég vil
auka á húmorinn, því þótt fólk vilji
spennu vill það líka geta hlegið.
Blm.: Þú tekur efnið þá ekki
dauðalvarlega?
Schwarzenegger: Nei, alls ekki.
Þetta er skemmtiiðnaður og grín.
Þarna er enginn pólitískur boðskap-
ur eins og í Rambó.
Blm.: Finnst þér Sylvester Stall-
one vera keppinautur þinn?
Schwarzenegger: Alls ekki. Við
erum bestu kunningjar og vinnum í
sama stúdíóinu í Santa Monica.
Blm.: Hvað finnst þér um myndir
Woody Allen?
Schwarzenegger: Ég hef þrívegis
séð „The Purple Rose of Cairo."
Hún er stórkostleg. Afbragðs
hugmynd.
Blm.: Myndir þfnar eru kallaðar
„kassastykki." Hvað finnst þér um
það?
Schwarzenegger: Spennumyndir
hafa alltaf verið vinsælar, svo sem
myndir John Wayne, Clint East-
wood, vestrar og stríðsmyndir. Nú á
dögum verða hetjurnar að vera
vöðvabúnt. Fyrr trúa menn ekki að
þær geti gert það sem þær fram-
kvæma.
Blm.: Hvað segir þú um vaxandi
áhuga á líkamsrækt. Ér hún afleiðing
kvikmyndanna?
Schwarzenegger: Ég var upphaf-
ið. Ég var sá sem viðurkenndi
líkamsræktina og sagði að þetta væri
íþrótt. Á áttunda áratugnum fór
áhuginn sívaxandi og nú er það svo
í Bandaríkjunum að nær hver maður
|Með unnustunni, Maria Shriver.
alltaf með hrósyrði á vörunum. Það
er ekki til annar eins tengdafaðir.
Blm.: Hvenær ætlið þið að giftast?
Schwarzenegger: Þann 26. apríl í
Hyannis Port. Menn giftast ætíð þar
sem brúðurin býr.
Blm.: Verður þetta mikið brúð-
kaup?
Schwarzenegger: Já, fremur, því
vinahópurinn er stór. Það verður
haldið heima hjá ömmu Maríu,
Rose Kennedy.
Blm.: Hvernig er að vera sonur
lögregluþjóns frá Graz og komast í
hóp fína fólksins?
Schwarzenegger: Þetta var mesta
tilviljun. Því þekktari sem menn
verða, því fleiri verða samkvæmin.
Samt er ég alls ekki sú manngerð
sem sækist eftir samkvæmum. Við
María erum þarna sama sinnis. Við
bjóðum heldur fólki til okkar, ekki
fleirum en sex, því þá skemmta
menn sér best. Þannig eignast maður
líka vini.
Blm.: Hvort heldur þú að unnust-
an elski meira af Schwarzenegger,
- líkamann eða sálina?
Schwarzenegger: Þetta er
samtengt. Þegar við vorum að kynn-
ast spurði hún sjálfa sig hví hún
hefði orðið ástfangin af mér. Hún
taldi það vegna þess að ég hefði
kímnigáfu. Hún hreifst líka af því að
ég var framagjarn, sjálfstæður og
sjálfsöruggur. Henni féll vel að ég
hef jákvæða útgeislun og hef ekki
sífellt áhyggjur af einhverju.
Blm.: Þú varst eftirsóttur af kven-
fólki áður en þið kynntust. Er ekki
eftir þér haft: „ég get ekki gagnast
fleirum en fimm á nóttu.“
Schwarzenegger: Það má nú ekki
taka bókstaflega. Þegar maður er
spurður í sjónvarpsþætti hvort kynlíf
sé ekki skaðlegt fyrir vaxtarræktina,
þá svarar maður bara út í bláinn,
hlær sjálfur að svarinu og allir aðrir
líka.
Blm.: í stjórnmálum stendur þú
nærri stefnu republikana. Er það
ekki óheppilegt þegar menn eru að
kvænast inn í svo mikla demokrata-
fjölskyldu?
Schwarzenegger: Nei, það veldur
aldrei vandræðum. Þvert á móti.
Samtöl okkar verða áhugaverðari
fyrir vikið. Mestu skiptir að öll
viljum við bæta lífið í þessu landi.
Ég ber jafn mikla virðingu fyrir
sjónarmiðum demokrata og frjáls-
lyndra.
Blm.: Kennedyfjölskyldan lætur
sér þetta þá vel líka?
Schwarzenegger: Ágætlega. Þegar
haldin eru samkvæmi í fjölskyldunni
eru republikanar þar ekkert síður en ■
aðrir. Reagan kemur í boð til Teddy
Kennedy. Það er ekki deilt á yfir-
borðinu, heldur á bak við.
Blm.: Hvað hefur þú helst að
sækja með því að gerast Bandaríkja-
maður?
Schwarzenegger: Fyrst og fremst
Iíkamsræktina og svo er Ameríka
land framtíðarinnar þar sem hægt er
að koma undir sig fótunum. Hér vil
ég vera.
Blm.: Hvenær eignaðistu fyrstu
milljónina?
Schwarzenegger: Þá var ég enn í
líkamsræktinni eingöngu. Þá þénaði
ég mest á fasteignasölu. Þegar verð-
á æfingatæki í stofunni eða æfir í
einhverjum hinna 30 þúsund klúbba.
Loks þegar þetta var orðið þjóðar-
fþrótt komu kvikmyndirnar. Þá
sögðu kvikmyndaframleiðendur að
það yrði að senda stjörnurnar í
þjálfun, því annars yrðu áhorfendur
miklu betur á sig komnir en stjörn-
urnar.
Blm.: Þú hefur þénað vel á þessari
bylgju. Ertu ekki kominn með
heilsuræktarstúdíó og farinn að gefa
út kennslurit?
Schwarzenegger: Stúdíó hef ég
aldrei átt, en ég hef skrifað kennslu-
bækur, sem voru á öllum metsölulist-
um. En ég hef barist fyrir að þetta
verði viðurkennd íþróttagrein og nú
eru það 139 lönd sem taka þátt í
heimsmeistarakeppninni.
Blm.: Lifirðu á sérstöku matar-
æði?
Schwarzenegger: Nei, það hef ég
aldrei gert. En ef ég et eitthvað
fitandi geri ég 200 knébeygjur auka-
lega. Ég reyki pípu og vindla og fær
mér stöku sinnum í staupinu.
Blm.: Hverjir eru áhorfendur
þínir. Eru konur færri en karlar?
Schwarzenegger: Hópurinn er
blandaður, en fyrst og fremst er
þetta ungt fólk, upp að þrítugu.
Blm.: Hvernig líst unnustu þinni,
Maríu Shriver, á myndir þínar?
Schwarzenegger: Ágætlega, - fyr-
ir utan þau atriði sem eru full
ruddafengin.
Blm.: En hvað segir tengdapabbi?
Schwarzenegger: Hann lætur vel
yfir. Þótt honum líkaði eitthvað
ekki, myndi hann ekki segja það.
Hann er slíkur diplomat. Hann er
HELAGA
\/nnu a _
v vi/ vn
BÚNTIÐ
ÞAÐ
Arnold Schwarz-
enegger talar
um vaxtarrækt,
Rambó, og vænt-
anlegt hjónaband