Tíminn - 11.05.1986, Síða 4

Tíminn - 11.05.1986, Síða 4
4 Tíminrii udagur 11. maí 1986 EKKI LÁGT Selsvör. Það var nefnilega róið úr Selsvörinni löngu áður en Pétur Hoffmann settist þar að. Ég var að reyna að leita uppi mynd af gamla bænum í Bráðræði fyrir nokkru og þá spratt upp þessi hugmynd í spjalli við Eygló og Bjössa Guðjóns um að við kæmum saman þetta fólk þarna af holtinu, en ég er einmitt sjálfur úr þeim hópi, fluttist þangað frá Eyrar- bakka árið 1923 ásamt móður minni og systkinum. Þá var ég fimm ára. Það var sérstætt og merkilegt mannlíf þarna í þá daga og þú getur nú hugsað þér hvort við höfðum ekki nóg um að ræða í gær, en það komu þarna saman ekki færri en um 80 manns. Þarna var Gunnar Hus- eby, Evrópumeistari, systkinin úr Skipholti Sigurjón, Eygló, Hákon, og Óli B., og systkinin úr Steinabæ o.fl. o.fl. Já, það var nú þröngt búið í Steinabæ, þætti það a.m.k. nú, þegar menn eru að reisa sér 300 fermetra einbýlishús og dug- ar varla til. Það bjuggu þar líklega 13 manns. Fólk lét sér vel líka á þeim árum þótt sofa þyrfti andfætis í rúmunum. En á móti þrengslunum inni kom hitt hve víðáttan var mikil á allar hendur úti. Þarna var Ufsa- klettur, fjaran, hlotið, tún ogtjarnir, kálgarðar og stakkstæði. Nú mega unglingarnir eiginlega hvergi vera, þeir setja diskótek í eyrun og hverfa inn í einangraðan heim, virðist mér. Úr Steinabæ komu margir vaskir sjómenn og það átti fyrir einum bræðranna þar að liggja, Einari á Aðalbjörginni að bjarga 198 manns af breskum tundurspilli í stríðinu á pramma. Auðvitað var þetta líka erfitt líf þarna, það herjuðu sjúkdómar, eins og berklarnir, á heimilin. Og hafið tók sinn toll. Hið blíða var blandað mmmmmmmmm stríðu, eins og þar segir. En það var líka margt gott við þessa tíma. Já, hann Sigurjón járnsmiður í Skipholti, sagði að það hefði þótt mikil innrás þegar við fluttum á holtið í þetta litla samfélag þar. Það upphófst þarna einskonar skæru- hernaður gegn okkur sem þó tók fljótlega af, líklega eftir því sem Sigurjón sagði, af þvj að þeir hinir voru hræddir við Ásgeir bróður minn. Hann er nær 13 árum eldri en ég, stendur á áttræðu. Hann var vel að manni, togarasjómaður á fyrri árum. Gerðist snemma kommúnisti og tók virkan þátt í verkalýðsmálum. Á hernámsárum Breta varð hann að gjalda með fangelsisvist á Litla- Hrauni, það var vegna dreifibréfs- málsins sem svo var kallað. Það hljóp harka í Dagsbrúnarverkfall og Bretar töldu sér ógnað. Ekki þurfti að spyrja um afstöðu íslenskra stjórnvalda. Þau hafa nú löngum verið höll undir hervaldið. Þótt ég sé fæddur á Eyrarbakka man ég ekki eftir mörgu þaðan, til dæmis ekki eftir þessum fræga kúltúr þar eystra, um það heyrði ég meira hjá eldri systkinum mínum. En ég kom þar oft því hugur móður minnar var þar allur og ég fór með henni þangað mörg sumur. Við alsystkinin fæddumst öll á Eyrarbakka, en ég átti tvö hálfsystkini, svona „fyrir- málslömb," sem faðir minn hafði átt.Harald safnhúsvörð og Petrún- ellu í Grindavík. Hann var tuttugu árum eldri en móðir mín og var kennari og skólastjóri á Bakkanum nærri 30 ár. Hann vargagnfræðingur frá Möðruvöllum. Nýlega fann ég nokkur bréf frá honum, skrifuð árið 1886, til Sigurðar Sigurðssonar, bú- ETUR Pétursson, út- varpsþul, könnumst við öll við og vitum meiri eða minni deili á honum, en þaú er með hann eins og marga víðkunna menn að miklu færri geta sagt að þeir þekki hann. Það má kannske taka dæmi um svipað af kollega hans Levithan hinum rúss- neska, sem um tugi ára var þulur Moskvuútvarpsins. Þessi breiða og mikla rödd varð ósjálfrátt að rödd heimsveldisins, þótt fáir vissu neitt sérlega mikið um manninn. Pétur hefur það þó fram yfir Levithan að hann er auk þularstarfans kunnur fyrir óvægnar ádeilugreinar í blöðum, einkum um réttindamál opinberra starfsmanna, viðtöl við merka menn og konur í sjónvarpi og síðast en ekki síst fyrir fræðastörf sín, þar sem hæst ber þætti hans og ritgerð um Dréngsmálið svonefnda eða Hvíta stríðið. Þótt ekki sé langt síðan ákaflega skemmtileg viðtöl voru í útvarpinu við Pétur, þá fannst okkur hér á Tímanum engin goðgá að hnykkja nokkuð á með því að spjalla við hann hér, því af nógu er að taka á þeim bænum. Þegar okkur bar að garði fyrri miðvikudag lifði Pétur enn í endurminningunum um daginn á undan, því þá hafði hann verið í samsæti gamalla Rcykvíkinga af Bráðræðisholtinu sem rifjuðu upp sælu og sorg bernskudaganna vestur undir Selsvör. Þetta gaf okkur auð- vitað tilefni til þess að spyrja Pétur nokkuð um æskuárin. Já, Bráðræðisholtið er hér vestur í bæ, vestur undir Selsvör, þá var þar útræði, t.d. bæði úr Selsvör og Litlu Hinn íslenski Levithan, Pétur Pétursson þulur er ómyrkur í máli um verkalýðsmál og menningarmál í viðtali við Helgar-Tímann „Auövitað var þetta líka erfitt líf þarna, það herjuðu dauðsföll og sjúkdómar mU (Tímamynd: Róbert) DREKKA ÚR HÓFSPORINU LUTUM „Ég held að verkalýðshreyfingin ætti að hætta þessu kjarabaráttustússi og ganga bara í Bílgreinasambandið.11 (Tímamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.