Tíminn - 11.05.1986, Side 7

Tíminn - 11.05.1986, Side 7
-» Ir I Sunnudagur 11. maí 1986 Tíminn 7 Eyjólfur Árnason tekur nokkur af fyrstu fluguköstum sumarsins, þau eiga sennilega eftir að vera fleiri ef að líkum lætur. V eiðitímabilið loksins byrjað! Fjöldi veiðimanna mætti við Elliðavatn þann fyrsta FJÖLDI manns fór til veiða í Elliðavatni fyrsta maí, þegar veiði er leyfð að nýju eftir veturinn. Kalt var í veðri ogrok. Menn létu það ekki á sig fá og Dæmigerð mynd fyrir Elliðavatn fyrsta maí. Greina má sjö veiði- stangir og sex veiðimenn. Lýs- andi dæmi um þann mikla áhuga sem er ríkjandi hjá stangaveiði- mönnum. þeir voru þó nokkrir sem höfðu að slíta upp fiska. Ungur veiðimaður sem mætti í morgunsárið tók sjö fallega urriða á smáan „dropper" aðrir fengu heldur minna. Kristinn Tryggvason, sem hef- ur veitt í vatninu hérumbil á hverju sumri í fjörutíu ár, lét sig ekki vanta. Hann var einmitt að draga urriða númer tvö þegar ljósmyndara Tímans bar að. Ekki stór, en fiskur samt. Pað var ekki laust við að Kristinn væri litinn öfundaraugum af veiðimönnum sem ekki höfðu heppnina með sér. Það er árviss viðburður að fjölmenni komi til veiða þann fyrsta maí í Elliðavatni. Stutt er að fara fyrir borgarbúa og marg- ir hafa beðið með óþreyju skammdegismánuðina. Nú er biðin á enda og hægt að veiða um hverja helgi í allt sumar. Veiðimenn sem mættu við Elliðavatn voru af öllum stærð- um og gerðum. Stórir, ungir, feitir, erlendir, fluguveiðimenn, dorgarar, menn með góðan út- búnað, aðrir á blankskóm og í jakkafötunum. Allir áttu það hinsvegar sameiginlegt að vera komnir til þess að geta loksins tekið fyrstu köst sumarsins og Það skiptir öllu máli að velja þá réttu fyrir hungraðan urriða eða jafnvel bleikjuna. Tíma-myndir: Eggert dregið fyrsta fiskinn ef vel gengi. Eyjólfur Árnason hafði tekið fram flugustöngina og tilheyr- andi útbúnað. „Ég kem hérna oft í byrjun sumars, og þá aðal- lega til þess að hressa upp á köstin, maður þarf að halda sér í sífelldri æfingu. Ég kom hér núna eingöngu til þess að æfa mig að kasta. Auðvitað væri gaman að taka eins og einn áður en dagurinn er liðinn,“ sagði Eyjólfur. Pegar hann hóf að sveifla flugunni með tilþrifum ákvað blaðamaður að færa sig um set. Mikið var um útlendinga að veiðum við vatnið og einn slíkur sem Tíminn ræddi við sagðist vera sannfærður um að þetta væri, „helvíta plat“, eins og hann orðaði það. Hann tók þó vcl í vinsamlegar ábendingar nær- staddra veiðimanna um að færa sig um set, því hann væri staddur á stað sem aldrei hefði gefið af sér fisk. Útlendingurinn færði sig um set, en líklega hafa tungu- málaerfiðleikar orðið til þess að hann sást næst upp á túni á tali við lóuna. Ekki hefur frést hvernig honum gekk síðar um daginn. - ES Kristinn Tryggvason með urriða sem hann dró úr Elliðavatni þann fyrsta maí. Fiskurinn tók rétt við brúna, og má greina brúarhandriðið í baksýn. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.