Tíminn - 11.05.1986, Síða 13
Sunnudagur11. maí 1986
Tíminn
leyti útdautt í heiminum og
teljandi sé á fingrum þá ættbálka
sem enn stunda þann grimma
sið, má ennþá finna dæmi þess
að siðmenntaðir menn leggi sér
mannakjöt til munns, - meira að
segja stórbokkar og einræðis-
herrar. Er ekki sagt að Bokassa
keisari hafi étið börnin eins og
Grýla forðum? En það eru fleiri
en geðsjúkir menn sem stunda
mannát. Hér fylgja nokkur
dæmi þess, að menn hafa étið
mannakjöt til bjargar sjálfum
sér.
STAÐUR: Rússland
ÁR: 1812
HVERJIR: Franskir hermenn
HVE MARGIR: Ekki vitað, en
líklega tugir eða hundruð.
AÐSTÆÐUR: Undanhald
Napóleons frá Moskvu.
SKÝRSLUR: Nokkur vitni að
atburðinum, meðal þeirra rússn-
eski hershöfðinginn Kreitz.
STAÐUR: Á sjó
ÁR: 1816
HVERJIR: Hermenn og borgar-
ar á freigátunni Medúsu.
HVE MARGIR: Ekki vitað, en
að minnsta kosti tugur.
AÐSTÆÐUR: Medúsa, á sigl-
ingu til Senegal, brotnaði í fár-
viðri og þeir sem komust í
björgunarbátinn ráku um hafið
í marga daga.
SKÝRSLUR: Að mestu frá
skipslækninum sem komst af,
Savigny.
STAÐUR: í vesturhluta Banda-
ríkjanna.
ÁR: 1874.
HVERJIR: Donner hópurinn.
HVE MARGIR: Ekki vitað.
AÐSTÆÐUR: Hópur innflytj-
enda urðu innlyksa í Sierra fjöll-
unum um vetur.
SKÝRSLUR: Margir þeirra er
komust af játuðu að mannát
hefði átt sér stað, en ágreiningur
var um smáatriði og fjölda ét-
inna.
STAÐUR: Kína
ÁR: 1901
HVERJIR: Kínverskur yfirmað-
ur í hernum.
AÐSTÆÐUR: íbúar lítils sam-
félags sem kallað er Kwangsi
suðu og átu yfirmanninn, sem
heimsótti þá í þeim erindagjörð-
Að leggja sér mannakjöt til
munns var algeng matarvenja
meðal frummanna í öllum álf-
um heimsins, en er alvarlegur
glæpur víðast hvar nú á
tímum. Til dæmis mun Peking
maðurinn hafa gert lítinn
greinarmun á mannakjöti og
kjöti af öðrum dýrum. Þó er
talið líklegt, að mannát hafi
komið til af þeirri trú, að
mannkostir gætu flust milli
manna með kjötinu. í Mexíkó
voru þeir til dæmis étnir, sem
teknir voru í guðatölu, svo að
allir gætu fengið hlutdeild í
hinum himnesku gæðum.
Önnur trúarathöfn, þar sem
mannát á í hlut, er þegar vissir
líkamslimir óvinar eru étnir, til
þess að auka við afl þess er
nærist, til þess að sýna óvininum
óvirðingu eða til þess að koma í
veg fyrir að vondur andi hans
geti gengið aftur til hefnda. Þá
má einnig telja þann trúarsið að
ættingjar éti dána frændur sína.
Slíka siði mátti finna meðal
Maórí indíána á Nýja Sjálandi,
Fiji eyjaskeggja í Pólónesíu,
sumsstaðar í Afríku, í Nýju
Gíneu og einnig meðal indíána
í Norður-Ameríku.
Enn ein ástæðan fyrir mannáti
er ráðstöfun gegn offjölgun. Var
þá oft meybörnum fórnað og
þau síðan étin. Einnig á sér stað
mannát, þegar aðra fæðu er ekki
að fá. Þó að mannát sé að mestu
í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans
á þessu ári hefur stjóm bankans ákveðið að gera
sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð:
100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur
sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu
og er aðeins bundinn í 15 mánuði.
um að stilla til friðar.
STAÐUR: Sumatra.
AR: Á nítjándu öld.
HVERJIR: Svikarar, njósnarar.
liðhlaupar, nauðgarar o.m.fl.
HVE MARGIR: Ekki vitað.
AÐSTÆÐUR: Mannát var lög-
leg refsing afbrotamanna og oft
dómsúrskurður.
STAÐUR: Haiti
ÁR: Á nítjándu öld.
HVERJIR: Tólf ára telpa.
AÐSTÆÐUR: Barnið var deytt
og étið, en það var liður í kukli
einhverju og galdrasamkomu.
STAÐUR: Þýskaland
ÁR: 1924
HVERJIR: Tuttugu og sjö
drengir.
AÐSTÆÐUR: Fritz Haarman,
„Hanover blóðsugan", var
dæmdur fyrir að drepa tuttugu
og sjö drengi og jafnvel fleiri, og
búa til úr þeim kássu og éta þá
svo.
STAÐUR: Andes fjöll
ÁR: 1972
HVERJIR: Farþegar í tlugvél
frá flugfélagi í Uruguay.
HVE MARGIR: Ekki vitað.
AÐSTÆÐUR: Hópur þeirra er
komust lífs af í flugslysi át kjöt
hinna dánu farþega.
Sjálfsagt eru til fleiri dæmi
mannáts í náinni fortíð, en ofan-
greind dæmi voru fengin úr
heimsdagskrá dagblaðasam-
steypunnar amerísku, Bók furð-
anna.
-þj-
í kvikmyndinni „Leitin að eldinum“ mátti þessi kerli þakka
sínum sæla að vera ekki étin.
Þetta er tilboð sem allir peningamenn
getamæltmeð. _ . __ jBun.|,|
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna
MAÐURERMANNSFÆÐA