Tíminn - 23.08.1986, Side 4

Tíminn - 23.08.1986, Side 4
4 Tíminn ! Laugardagur 23. ágúst 1986 Dweezi Zappa og Molly Ringwald sjást alltaf saman nú og taka sig vel út. Hér eru þau að fara í samkvæmi í Beverly Hills Hilton hótelinu, sem haldið er til heiðurs kvikmyndahöfundi og stjórnandanum Billy Wilder Þegar Molly (Sæt í bleiku) fór til New York kom ruglingur á rómantíkina Molly keypti sér ýmislegt nýtt í New York, en komst svo að því að „heima er best“. svo hún flýtti sér heim til Hollywood Molly Ringwald, sem fræg varð þegar hún lék í Sæt í bleiku (Pretty In Pink) hefur nú fengið hvert hlutverkið af öðru og slær alls staðar í gegn. Hún er ein af vinsælustu ungu leik- urunum í Hollywood. Auðvitað er fylgst með einkalífi dömunnar, hvort hún sé trúlofuö o.s.frv. Hún segist reyndar ætla að hefja aftur skólagöngu áður en hún held- ur lengra á framabrautinni, svo hún hafði ekki gert neina fasta áætlun um áframhaldið í leik- dreif Molly sig bara heim til Beverly Hills og allt komst í Ijúfa löð á milli hennar og Zappa og nú er aftur farið að tala um trúlofun þeirra. Þó finnst víst flestum í fjöl- skyldum þeirra og sömuleiðis vinunum, að ekkert liggi á þar sem Molly er aðeins 18 ára - og hann enn yngri! GraceJonesá frumsýningu listinni. Svo var það með trúlofunar- standið. Molly varð hrifin af Dweesil Zappa (sonur XX Franks Zappa) þegar hún var að verða 17 (hún er 18 ára núna). Dweesil var svofeiminn og rólegur í tíðinni, að Molly varð að hafa mest fyrir því að komagangi í sambandið, enda er herrann svolítið yngri en hún. Þetta gekk þó og allir kunningjar þeirra voru orðnir vanir því að tala um þau, Molly og Dweesil, í sama orðinu. En svo fór ungfrúin til New York og varð fyrir einhverjum freistingum. Það birtust myndir af henni með Matt Dillon leikara og jafnvel fleirum og sögur um að hún væri hætt við vininn hann Dweezil, en þá Með svört gleraugu, gorma í eyrum og „leðurblöku- hatt“ var Grace Jones til- komumikil á að horfa fyrir frumsýningargesti Er hún nú alveg orðin tjúlluð hún Grace, heyrðist pískrað í kringum leik- og söngkonuna Grace Jones þar sem hún gekk með sveiflu inn á frumsýningu á nýjustu kvikmynd hennar, „Vamp“, sem er mikil hryllingsmynd. Leikkonan hafði sem sé klætt sig í stíl við myndina og var hálfskuggaleg að sjá. Grace er gefin fyrir áhrifamikla framkomu og allir skulu horfa á hana, annars er hún ekki ánægð, - en hvort þeir hafa verið ánægðir, eða séð mikið, sem sátu fyrir aftan leikkonuna með þennan ógnvekjandi höfuðbúnað - það er önnur saga. 11 ÚTLÖND 111 FRETTAYFIRLIT KARACHI — Tveir menn létust og fjórir særðust þegar hermenn skutu á verkamenn sem tilheyra stjórnarandstöð- unni í Pakistan þegar verka- mennirnir voru að reyna að setja upp vegartálma í Sind- héraði í suðurhluta landsins í gær. RÓM — Fyrrum sendiherra Filippseyja í Vatíkaninu var handtekinn í gær fyrir að hafa vopn í húsi sínu í Róm. Hann er stuðningsmaður Marcosar fyrrum forseta Filippseyja. SANTIAGO — Vinstrisinn- aðir skæruliðar hafa nú sleppt lausum herforingja og þar með bundið enda á fjögurra daga vandræðalegt ástand fyrir her- foringjastjórn Pinochets, en hann heldur nú upp á 13 ára valdaferil sinn. HÖFÐABORG - Hvítir stjórnarandstæðingar ásök- uðu í gær ríkisstjórn Suður- Afríku um að hafa haldið leynd- um upplýsingum um raunveru- legan fjölda þeirra sem hand- teknir hafa verið með tilvísun til neyðarlaaanna og sögðu jafnframt að þúsunda and- stæðinga stjórnarinnar væri nú saknað. MOSKVA — Háttsettur sov- éskur embættismaður sagði í gær að Sovétríkin hefðu áhuaa á að taka þátt í GATT-vío- ræðunum svokölluðu, þar sem 92 þjóðir reyna að koma sér saman um tolla og viðskipti. BEIRUT - Að minnsta kosti þrír menn særðust í gær, þar af einn alvarlega í stuttri skothríð milli skriðdreka yfir „grænu línuna", sem skilur á milli hins kristna og múslímska hluta borgarinnar. LONDON — Verð á kaffi hækkaði verulega á markaði í London eftir að opinberar upp- skeruáætlanir frá Brasilíu stað- festu ótta kaupmanna um slæm áhrif þurrkanna í Brasilíu í fyrra. TEL AVIV — Hópur skæru- liða sem grunaður er um að hafa staðio á bak við fjölda árása á hernumdu svæðunum á Vestur bakkanum síðan 1984 hefur nú verið handtekinn að því er ísraelsk hernaðaryfir- völd segja. ADDIS ABABA - utan ríkisráðherra Eþíópíu mun fara í dag áleiðis til Sómalíu til framhaldsfriðarviðræðna, en þessar viðræður hófust fyrst í janúar sl. TEHERAN — Forseti íran, Ali Khamenei, sagði í gær að íran gæti neyðst ti! að svara árásum íraka á olíuvinnslu- stöðvar þeirra á þann hátt að öll olíuviðskipti við Persaflóa myndu stöðvast, þrátt fyrir að íran vildi eiga vinsamleg sam- skipti við önnur arabaríki við | flóann. STOKKHÓLMUR - full- trúar á Afvopnunarráðstefnu Evrópu töluðu saman í lokuð- um fundarherbergjum í gær þegar þeir skoðuðu óformlega nýjar tillögur frá löndum Var- sjárbandalagsins. MOSKVA — Sovésk stjórn- völd hafa sagst ætla að minnka olíuútflutning sinn til vest- rænna rikja og er það táknræn yfirlýsing til stuðnings OPEC- ríkjunum, en ekki er búist við aö þessi ákvörðun Sovét- manna hafi nein áhrif á olíuverð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.