Tíminn - 18.11.1986, Síða 3

Tíminn - 18.11.1986, Síða 3
Þriðjudagur 18. nóvember 1986 Tíminn 3 Miðbærinn í Reykjavík: Stuðningsmenn Skipulagsnefnd samþykkir nýtt Reykvíkingar Svona lítur Kvosin út í dag. Svona lítur Kvosin út samkvæmt nýja deili- skipulaginu sem samþykkt var í skipulagsncfnd í gær. Stuðningsmenn Haralds Ólafssonar minna á prófkjör Framsóknarflokksins semfram fer 29. og 30. nóv. Rétt til þátttöku hafa fé- lagar í Framsóknarfélögunum í Reykjavík og þeir sem rita undir yfirlýsingu um að þeir vilji taka þátt í prófkjöri flokksins. Menn geta gengið í flokksfé- lögin eða óskað eft- ir að taka þátt í prófkjörinu á skrif- stofu Framsóknar- flokksins Rauðar- árstíg 18. fram á miðvikudagskvöld 19. þ.m. Opið alla daga. skipulag Kvosarinnar Nýtt deiliskipulag fyrir Kvosina í Reykjavík var samþykkt á fundi skipulagsnefndar borgarinnar í gær. Mál þetta hefur verið mikið hitamál, en var samþykkt með þremur at- kvæðum sjállstæðismanna og at- kvæði Alfreðs Þorsteinssonar full- trúa Framsóknarflokksins gegn at- kvæði Alýðubandalagsins. í samtali við Tímann í gær sagði Alfreð að deiliskipulag Kvosarinnar væri mjög viðkvæmt mál og að taka hefði þurft tillit til margra þátta, einkum gamalla húsa sem hefðu sögulegt gildi. Nefndi hann í því sambandi Austurstræti 22 og Lækj- argötu 2‘, en þau hús hefðu átt að víkja ef farið hefði verið að upphaf- legum tillögum. Alfreð gerði sér- staka bókun með atkvæði sínu í gær þar sem hann styður þessa tillögu með áorðnum brcytingum og nteð fyrirvara um hugsanlcgar breytingar á útfærslu einstakra efnisþátta. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum er gert ráð fyrir miklu bakhúsi úr gleri og öll húsalengjan hækkar/ Höfundar að þessu skipulagi eru arkitektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson. - BG Jón Aðalsteinn sextugur Jón Aðalstcinn Jónasson er sext- ugur í dag, 18. nóvember. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt um æfina en samt haft tíma til að sinna umsvifamiklum félagsmálum. Jón Aðalsteinn hóf sncmma af- skipti af stjórnmálum og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var í stjórn FUF, síðar formaöur Frant- sóknarfélags Reykjavíkur og for- ntaður Fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna í Reykjavík og hefur setið í miðstjórn Framsóknarflokksins. Þá hefur liann setið í mörgum ráðum og nefndum sem fulltrúi Framsóknar- flokksins. íþróttamál hefur Jón Aðalsteinn einnig látið til sín taka og var um árabil formaður Knattspyrnufélags- ins Víkings og sat um skeið í Iþrótta- ráði Reykjavíkur. Eiginkona Jóns Aðalsteins er Jónína Sveinsdóttir. Þau hjónin eru að heiman í dag. Tíminn sendir Jóni Aðalsteini Árnaðaróskir á afmælinu og óskar honum ntargra og starfsamra ára. Jón Aðalsteinn Jónasson. skemmdir vegna brims Miklar skemmdir urðu á Ós- hlíðarvcgi milli ísafjaröarog Bol- ungarvíkur aðfaranótt laugar- dagsins vcgna brints scm braut upp undir vegkantinn sem lét undan að lokum. Töluvert brim er búið að vera á þessum slóðum í marga daga. Vcgurinn sjálfur fór ekki sundur og er því bílfær. Skemmdirnar urðu einkum á þremur stöðum, við Hvanngjá, utan við Krossinn og á Skriðun- um. Viðgcrðir eru að hefjast en það fer cftir veðri hve langan tíma þær taka. Núna verður ekið grjóti í vegkantinn en endanleg grjótvörn getur ekki farið fram fyrr en í vor þar scm snjór hamlar fullnaðarviðgerð nú. Ekki er kontin kostnaðaráætlun á við- gerðina, en að sögn vegagerð- armanna á ísafirði eru þetta kostnaðarsamar framkvæmdir. ABS Hótel KEA á Akureyri: Fertugur maður fannst látinn Féll niður þrjár hæðir Liðlega fertugur karlmaður fannst látinn fyrir utan Hótel KEA á Akur- f eyri í gærmorgun um klukkan 9:30. Talið er að maðurinn hafi fallið út um vængjahurð á fimmtu hæð og niður á steinsteypt plan þremur hæðum neðar. Taiið er að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki var búið að ná í alla aðstandendur í gær og er því ekki hægt að gefa upp nafn mannsins að svo komnu máli. -ES

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.