Tíminn - 18.11.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 18.11.1986, Qupperneq 7
Tíminn 7 Þriðjudagur 18. nóvember 1986 UTLÖND Frakkland: Hlauparinn Rono: GERÐIGJALDKERUM w BESTA TRIMMIÐ Kína: Fimmtán þúsund símanúmeraminni Pekíng-Reuter Kínversk símstöðvarstúlka hefur lagt fimmtán þúsund símanúmer á minnið. Pað var kínverskt dagblað sem skýrði frá þessu í gær. Kínverska dagblaðið sagði Gou Yanling, 26 ára gamla símamær, hafa komið fram fyrir þúsund áhorf- endur í Pekíng síðastliðinn laugar- dag og var hún þar spurð spjörunum úr um minni sitt. Gou stóð sig eins og hetja, svaraði öllum spurningun- um og sýndi að minni sitt hvað varðaði símanúmerin er óbrigðult. Póst- og símamálaráðuneyti þeirra Kínverja hefur hvatt alla þá sem starfa við símstöðvar landsins að fara að dæmi Gou og bjóða viðskiptavinum sínum upp á þjón- ustu í hæsta gæðaflokki. Að sögn Kínverska dagblaðsins ætlar Gou ekki að láta staðar numið við fimmtán þúsund númerin. Hún sagðist í samtali við blaðið hafa æft upp sex aðferðir við að muna númer- in og stefndi nú á átján þúsund númer. Tíiniim S. 686300 S.681866 DJÓflVILJINN S.681333 Blaðburður er Heimskulegar kröfur um vidskiptaþvinganir gegn stjórn Sýrlands - segir Pasqua innanríkisráöherra Frakklands Konur fara í mál við ísraelska ferðaþjónustu: VAR LOFAÐ KÖRLUM Tel Aviv-Reuter ísraelsk ferðaþjónusta sem skipu- leggur „ástarbátssiglingar" um Mið- jarðarhafið á nú yfir höfði sér mál- sókn frá fimmtán óánægðum konum. í ákæruskjali kvennanna er því haldið fram að engir almennileg- ir eða jafnvel tiltækir karlmenn hafi verið um borð í siglingu þessari. Það var ísraelska ríkisfréttastofan sem skýrði frá þessu í gær. Samkvæmt augiýsingu ferðaskrif- stofunnar var því lofað að „hæfir“ karlmenn yrðu um borð í ástarbátn- um áðurnefnda. Konurnar fimmtán komust hinsvegar að því er út á sjó kom að í ferðinni voru aðeins nokkr- ar fjölskyldur. Nú cru konurnar reiðar, ætla að fara í mál og krefjast hver sem samsvarar um tveggja milljóna ís- lenskra króna í skaðabætur. ogborgar sig! Parí.s - Reuter Charles Pasqua innanríkisráð- herra Frakklands lýsti um helgina kröfum Breta um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum sem „ákaflcga hcimskulegum". Hann sagði í samtali við útvarps- stöð í Frakklandi að stjórn sín hefði neitað bciðni Breta um að hætta viðskiptatengslum sínum við Sýr- lendinga. „Okkur sýndist sem þetta væri ákaflega heimskulegt, vegna þess að nú á tímuni þegar Sýrlendingar cru að fjarlægast Sovétríkin og íran höfum við enga ástæðu til að taka ákvarðanir sem leitt hefðu til efna- hagsvandræða þar,” sagði Pasqua. Brcsk stjórnvöld fóru fram á við ríki Evrópubandalagsins (EB) að verulcgum viðskiptaþvingunum gcgn Sýrlcndingum yrði komið á, eftir að sannanir fyrir rétti í Lundún- um tengdu stjórnina í Damascus við tilraun til að koma sprengju um borð í ísraelska farþegaflugvél á Heat- hrowflugvelli. Nokkuð var fundað um þessa kröfu Breta cn á ráðstefnu EB í Brussel þann 10. nóvember var upp- LJOTAN GRIKK 0G GELDUR FYRIR ÞAD Hlíðarvegur 31-62 Hrauntunga 31 og út Vogatunga Laufbrekka Hjallabrekka Lyngbrekka Nýbýlavegur 38-78 Hamraborg Álfhólsvegur 1-50 Miðleiti Fannberg Efstaleiti Hávegur Neðstaleiti Traðir Hús Verslunarinnar Bræðratunga Karfavog Hrauntungu 1-31 Skeiðarvog Síðumúla 15 S 68 63 00 Pasqua innanríkisráðherra Frakklands talaði í anda Mitterrands og Chirac, sem hér sjást á mynd, er ekki hafa viljað tengja Sýrlandsstjórn beint við sprengjutilræðið á Heathrowflugvelli. haflegri kröfu Brcta ncitað en hins- vegar samþykktar mjög takmarkað- ar rcfsiaðgerðir. Pasqua endurtók í samtalinu við franska útvarpið skoðun sem fransk- ir ráðamenn hafa haldið mjög á lofti í þessu máli þ.e. að sönnunargögnin sem lögð voru frarn í Lundúnum tengi menn af sýrlensku þjóðcrni við sprengjutilraunina en ekki sýrlcnsku stjórnina sjálfa. Hackensack, Nýja Jersey-Reuter Hlauparinn Henry Rono, frá Kenýa sem enn á heimsmetið í 3000 m hlaupi er hann setti fyrir átta árum, hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum og sakaður um svindl. Lögregla sagði Rono, sem orð- inn er 34 ára gamall, hafa haft í frammi svindl í tveimur bönkum og haft 300 dollara upp úr krafsinu á hvorum stað. Rono fór þannig að: Hann bað um að níu hundrað dollara seðlum yrði skipt en lét afgreiðslumanninn eilegar stúlk- una aðeins fá sex hundrað dollara seðla. Hlauparinn heimsfrægi, sem hljóp 3000 m á sjö mínútum 32,1 sekúndu og setti reyndar einnig heimsmet í 5000 m og 10.000 m hlaupi, situr nú á bak við lás ogslá. Hafðu samband við okkur Henry Rono (45) vegnaði vel á hlaupabrautinni en virðist eiga margt eftir ólært í viðskiptum sín- um við bankakerfið Sovétríkin: Sokolov er seigur - Kominn til starfa eftir veikindi Moskva - Reuter Sergei Sokolov varnarmálaráð- herra Sovétríkjanna, sem yfirvöld þar eystra höfðu sagt veikan, var viðstaddur fund í sovéska þinginu í gær. Heimildarmenn Reuters frétta- stofunnar þekktu Sokolov á fund- inum í Kreml og var hann klæddur hershöfðingj abúningi. Gennady Gerasimov talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði í síð- ustu viku að Sokolov hefði verið veikur. Hann var ekki viðstaddur hersýninguna á Rauða torginu þann 7. nóvember síðastliðinn í tilefni byltingarafmælisins. Samkvæmt sovéskum heimild- um fékk Sokolov hjartaáfall stuttu eftir heimsókn sína til Finnlands í júlímánuði og hefur hinn 75 ára gamli hershöfðingi þurft að hvíla sig að undanförnu m.a. í Peredelk- ino skammt utan við Moskvu þar sem finna má sveitasetur háttsettra embættsmanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.