Tíminn - 29.01.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.01.1987, Blaðsíða 16
S SAMBANDSFÓÐUR £ 0 STRÁKARNIR hans Kenny Dalglish fengu slæma útreið í 3. leik Luton og Liverpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, fengu á sig 3 mörk en skoruðu ekkert sjálfir á gervigrasinu hjá Luton. Sjá íþróttir bls. 8-9. Tjmirm Fimmtudagur 29. janúar 1987 __ Hvað gerðu Reykjavíkurunglingarnir 12. apríl 1986? Tíunda hver 15-16 ára stelpa á vínveitingahúsi - og þriðjungurinn að heiman fram yfir kl. 3 um nóttina Um tíunda hver stelpa í 9. bekkj- um grunnskólanna í Reykjavík var á vínveitingahúsi eða krá laugardags- kvöldið 12. apríl 1986 og sömuleiðis nokkrar úr7. og8. bekkjunum einn- ig, samkvæmt könnun sem fþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur gekkst fyrir s.l. vor. Um þriðjungur 9. bekkjar stelpnanna kom ekki heim fyrr en einhverntímann eftir klukkan 3 þessa nótt og sömuleiðis 5- 10% af 7. og 8. bekkjar stúlkunum. Jafnframt kom fram að þeir krakkar sem lengi voru úti þetta laugardags- kvöld voru það flest einnig nóttina áður. Nær enginn af strákunum var hins vegar á vínveitingahúsunum og um helmingi færri þeirra komu svo seint heim á nóttunni. Frá 36% 9. bekkinga og upp í 46% 7. bekkinga voru á hinn bóginn heima hjá sér allt umrætt laugardags- kvöld og samtals tæplega helmingur 9. bekkinga upp í 72% 7. bekkinga voru heima eða komin heim fyrir miðnætti. Hlutfall strákanna er nokkru hærra en steipnanna í þess- um efnum. Klukkan 3 um nóttina voru hins vegar um 9% af strákunum og rúmlega 16% af stelpunum í öll- um bekkjunum samtals enn ókomin heim. Um fjórðungur alls hópsins var heima hjá vinum/vinkonum þetta laugardagskvöld. Um 14% allra stelpnanna voru að passa en aðeins 4% strákanna. Um 13% þeirra fóru í bíó en 11% stelpnanna, flestir úr 8. og 8. bekkjunum. Um 9% krakk- anna fóru í partí, þar af heldur fleiri stelpur en strákar og hlutfallslega flestar úr 8. bekk. Af 7. bekkingum voru rúmlega 5% í ferðalagi þessa helgi og nokkrir úr eldri bekkjunum einnig. Um 30% þeirra unglinga sem hér um ræðir stunda félagsmiðstöðvar borgarinnar vikulega eða oftar. At- hyglisvert þótti hve mun stærri hluti þeirra var aldrei eða aðeins 1-2 kvöld vikunnar heima hjá sér og sömuleið- is að mun stærra hlutfall næturhrafn- anna (heim eftir kl. 3) kom úr þeirra hópi heldur en af þeim krökkum sem sjaldan eða aldrei fara í félagsmið- stöðvarnar. -HEI Réðust á mann og rændu um 70.000 - eftir aö hafa fengið aö hringja í verslun hans Tveir menn réðust á eiganda forngripaverslunar á Grettisgötu skömmu eftir hádegið í gær. Ræningjarnir báðu eigandann um að fá að hringja og réðust síðan á hann og rændu af honum rúm- lega 70 þúsund krónum. Maðurinn slapp að mestu við meiðsl og gat hringt strax á lög- regluna. Ræningjarnir komust í leigubíl skammt frá versluninni og fóru upp í Breiðholt, þar sem lögreglan handsamaði þá og gerði ránsfenginn upptækan. Að sögn lögregluer þetta ekki í fyrsta sinn sem menn þessir komast í kast viðlögin. _ Nýtt barnaleikrit frumsýnt: Rympaá rusla- haugunum Þjóðleikhúsið er nú að æfa nýtt barnaleikrit eftir Herdísi Egilsdótt- ur, Rympa á ruslahaugunum. Leikritið verður frumsýnt laugar- daginn7. febrúar. Sigríður Þorvalds- dóttir leikkona er í aðalhlutverki og leikur Rympu. Hún kom við á ritstjórn Tímans í gær, að sjálfsögðu varð hún að kanna ruslakompuna þar sem myndin var tekin. Leikritið fjallar um konu eina, heldur skrýtna, sem býr á ruslahaug- unum og er í slagtogi með tusku- karli. Það eina sem Rympu vanhagar um eru börn sem geta gert skítverkin fyrir hana. Það vill svo heppilega til í leikritinu að tvö börn hitta Rympu og kennir hún þeim ýmislegt sem börn ættu ekki að læra. Framhaldið geta menn fengið að vita í Þjóð- leikhúsinu þegar farið verður að sýna leikritið. -ES Rympa búin að koma sér þægilega fyrir í ruslageymslu Tímans. Hún sagði þetta ekki vera jafngott og hjá sér, en engu að síður nokkur tilbreyting. Tímamynd Syerrir Bifreiðaeftirlit ríkisins ræður framkvæmdastjóra: Endurskipulagning gerð á afgreiðslu Haukur Ingibergsson tekur viö starfinu um mánaðamót Haukur Ingibergsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Bifreiða- eftirlits ríkisins 1. febrúar. Verður hlutverk Hauks að endurskipu- leggja afgreiðsluna og gera það , kerfi fljótvirkara. Afgreiðslan hjá Bifreiðaeftirlitinu hefur legið undir gagnrýni almennings um nokkurt skeið fyrir seinagang og mun Haukur takast á við það. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri í dómsmálakerfinu, en Bif- reiðaeftirlitið heyrir undir það, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Sagði Þorsteinn að það hefði verið ætlun ráðuneytisins að kynna starfsfólki þessa tilhögun fyrst áður en þetta yrði gert opinbert. Það var að fenginni tillögu Fjár- laga- og Hagsýslustofnunar að Haukur Ingibergsson var ráðinn í starfið en hann hefur upp á síðkast- ið tekið þátt í endurskipulagningu á Ríkismati sjávarafurða. Framkvæmdástjóri Bifreiðaeft- irlitsins er ný staða og hefur ekki áður verið fyrir hendi. -ES BHMR sleit viðræðum við fjármálaráðherra Samningagerð fer til einstakra stéttarfélaga háskólamanna Stjórn Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna (BHMR) hef- ur nú slitið viðræðum við fjármála- ráðherra um rammasamning fyrir aðildarfélög innan BHMR. Ástæða þess að upp úr viðræðum slitnaði er að fjármálaráðherra hafn- aði kröfunt BHMR um 45.500 króna lágmarkslaun og endurskoðun á starfsaldurskerfi og form fastlauna- samninga. Fjármálaráðherra bauð í staðinn almennar áfangahækkanir skv. rammasamningi ASÍ/VSÍ, allt að 3,5% hækkun launa. Stjórn BHMR telur að lágmarks- laun yrðu samkvæmt tilboði ráðherr- ans um 34.500 krónur, því einungis að samningar næðu til hækkunar á lágmarkslaunum. BHMR hefur því ákveðið að samningsgerð verði héðan af í hönd- um einstakra stéttarfélaga há- skólamanna sem hafa samkvæmt nýjum lögum fullt samningsumboð og fullan verkfallsrétt. „Ég tel að við höfum sýnt ansi mikla þrautseigju í þessum viðræð- um, einkum þegar það er tekið með í reikninginn að með nýjum samn- ingsrétti BHMR er samningsréttur okkar orðinn allt annar. Við höfum ekki Kjaradóm lengur og það er því ekki til nema ein leið, þ.e. samnings- leiðin. Svo virðist hiris vegar sem fulltrúar fjármálaráðherra hafi ekki uppgötvað þetta, því þeir haga sér nákvæmlega eins og þegar Kjara- dómur var fyrir hendi. Þeir segja nei við öllum okkar kröfum og með- höndla þær ekki efnislega, þannig að viðræður sigldu óhjákvæmilega í strand af þeim sökum. Við höfum því skilað umboði aðildarfélaganna af okkur,“ sagði Júlíus Björnsson formaður BHMR um ástæður þess að BHMR hefur slitið viðræðunum. -ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.